SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Page 18

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Page 18
Dagurinn er hafinn, síðasti dagur vegleysis og vímuefna. Vonin er nýtt leiðarljós. Hún nýtur stuðnings bæði himneskra og jarðneskra vina yfir kaffibolla hjá Sam- hjálp. „Nú getur þú þetta,“ segir sá jarð- neski. Hinn himneski vinnur á annan hátt. Hún losar sig við verkfæri gær- dagsins áður en hún heldur út. „Bara einu sinni enn,“ hugsar hún og nær í nýjan skammt. Sprautar sig og líður betur. Morgunblaðið/RAX Hún man ekki eftir þeim tíma sem hún fann fyrir innri friði og ró. Hana lengir eftir lífi fyrirsætu málverksins. Hún leit- ar hjálpar og hefur nýtt líf … vonandi. Í stríði við lífið Hún háði stríð daglega og óvinir leyndust í hverju horni, ýmist klæddir í einkennisföt eða larfa. Fjandmann- inn mesta var barátta að forðast, því hann var hún sjálf. Með sprautuna að vopni þau mættust á kaldranalegum vígvelli. Þráin að finna fyrir nálinni yfirtók alla skynsamlega hugsun. Hún lét undan og áhyggjur og sorg hurfu um stund. Skammvinn vellíðanin leið hjá þeg- ar kvölda tók og stríðið hófst á ný með nýjum degi. En nú hefur hún lagt gamalkunnum vopnum og leitað á náðir meðferðarfulltrúa. Hún tekur fram nýtt hernaðartæki, vonina.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.