SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Síða 22
22 1. nóvember 2009
alsteinsdóttir viðskiptafræðingur og þau eiga lítinn
son, Davíð Stein, sem er augasteinn ömmu og afa.
Ólafur Veigar er stjórnmálafræðingur sem er að
flytjast til Hollands ásamt konu sinni, Sigrúnu
Perlu, sem er læknir, en þau eru bæði að fara í
framhaldsnám. Ég hef verið gift manninum mín-
um, Davíð Davíðssyni, í 36 ár. Hann er uppalinn á
Suðurlandi eins og ég og er lærður bifvélavirki.
Hann fékk krabbamein fyrir fimmtán árum og eftir
það mátti hann ekki vinna við olíu. Núna vinnur
hann úti við í girðingavinnu. Hann hefur ótrygga
atvinnu eins og svo margir í þessu landi. Kreppan
snertir alla.“
Krabbamein er mikill vágestur. Það hlýtur að
hafa verið erfitt tímabil hjá ykkur þegar hann
veiktist.
„Hann var veikur í fjögur ár og fór tvisvar í lyfja-
meðferð. Ég brást nokkuð sérkennilega við veik-
indum hans því ég vildi standa mig á öllum víg-
stöðvum og dró hvergi af mér. Eftir á að hyggja sé
ég að ég var stundum grimm í samskiptum og til-
svörum við annað fólk. Ef samstarfsfólk gerði til
dæmis athugasemdir þegar það þurfti að mæta á
fundi á góðviðrisdegi þá fannst mér það aumingja-
legt og sagði því það. Eftir á að hyggja hefði ég getað
sagt: Ég skil vel að þú viljir vera úti í góða veðrinu,
en á þessum tíma gaf ég ekkert eftir. Ég sé núna að
Þar með voru langamma og langafi komin til sveit-
ar. Þá voru reglur þannig að þeir sem skulduðu
sveitarsjóði misstu kosningarétt. Til að gera upp
skuldir fjölskyldunnar og endurheimta kosninga-
réttinn fóru elstu börnin að vinna í sveitum. Þau
lögðu hart að sér til að endurheimta mannréttindi
fjölskyldunnar. Kosningadagar eru ennþá stórhá-
tíðardagar í minni fjölskyldu.
Ég ólst upp í sveit, á Læk í Ölfusi, elst fjögurra
systkina. Bræðurnir voru þrír en sá yngsti dó ný-
fæddur, fermingarsumarið mitt. Það hafði ríkt
mikil tilhlökkun vegna þess að von var á honum í
heiminn og sorgin var mikil þegar hann dó. Á þess-
um tíma var ekki viðurkennt að fólk ætti að fyllast
sorg þegar ungbarn deyr heldur bera sig vel en
þetta var erfiður tími fyrir fjölskylduna. Dreng-
urinn var jarðaður hjá afar yndislegri konu. Hann
var þá ekki einn. Það var siður á þeim árum að jarða
börn með fullorðnum.
Það er erfið reynsla fyrir börn og unglinga að
missa systkini sín. Mér fannst alltaf að ég þyrfti að
vernda yngri bræður mína tvo sem eftir lifðu og
gæta þess að þeir færu sér ekki að voða. Stundum
fannst þeim nóg um. Þannig að ég byrjaði snemma
að hafa afskipti af því hvernig fólki liði í kringum
mig.“
Hvernig brást þú við dauða bróður þíns?
„Ég brást við með því að forðast að vera innan
um kornabörn því ég skynjaði að það myndi verða
mér sársaukafullt. Það var ekki fyrr en ég eignaðist
frumburð minn að ég opnaðist eins og blóm yfir því
hvað það er dásamlegt að eiga barn og sinna því.“
Breyttur hugsunarháttur
Hvernig eru þínir fjölskylduhagir?
„Ég var í sveitinni fram að átján ára aldri en fór
þá að búa í blokkaríbúð í Breiðholtinu en við hjónin
fluttum síðan til Þorlákshafnar þar sem við höfum
búið síðan. Við eigum tvo syni. Einar Örn er lög-
fræðingur í Íslandsbanka. Kona hans er Ólöf Að-
É
g er full auðmýktar. Mér finnst mikill
heiður að hafa verið kosin formaður BSRB
og vona svo sannarlega að ég standi undir
þeim væntingum sem fólk gerir til mín,“
segir Elín Björg. „Þegar Ögmundur tilkynnti að
hann ætlaði að standa upp úr stóli sínum held ég að
fleiri hafi hugsað eins og ég: Stóllinn er auður og
hvað svo? Það tók mig tíma að taka ákvörðun um
að gefa kost á mér í formannssætið. Ég vildi vera í
þeim hópi sem kosið væri um. En ég held að enginn
hafi verið jafn undrandi og ég þegar ég vann kosn-
inguna.“
Ertu pólitísk?
„Ég man ekki eftir mér öðruvísi en sem pólitískri
manneskju. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á af-
komu og kjörum fólks. Í pólitík slær hjarta mitt
vinstra megin. Ég vann mikið með Margréti Frí-
mannsdóttur, fyrst í Alþýðubandalaginu og síðan
við stofnun Samfylkingarinnar. Margrét er auðvit-
að einstakur karakter. Þau eiga það sameiginlegt,
hún og Ögmundur Jónasson, að það er skemmti-
legt að vinna með þeim en ekki alltaf auðvelt því
bæði eru jafn kröfuhörð við samstarfsfólk sitt og
þau eru við sig sjálf. Maður þarf að standa sig þegar
maður vinnur með þeim. Margrét og Ögmundur
hafa bæði mótað mig að þessu leyti. Ég geri kröfur
til sjálfrar mín og annarra vegna þess að hámarks-
árangur næst ekki nema maður standi sig vel.“
Erfið reynsla
Úr hvernig umhverfi kemur þú?
„Í fjölskyldu minni hefur alltaf verið lögð rík
áherslu á að manni beri skylda til að gæta þeirra
sem minna mega sín. Ég geymi vandlega í huga
mínum sögu úr ætt minni sem lýsir dugnaði og
þrautseigju alþýðufólks. Langamma mín og langafi
bjuggu á Akranesi og áttu gamalt hús sem þurfti
viðgerða við. Heilbrigðiseftirlitið taldi að húsið væri
ekki íbúðarhæft og Akraneshreppur ákvað að láta
gera við húsið svo fjölskyldan gæti búið þar áfram.
Viðtalið
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Skylda við
þá sem minna
mega sín
Elín Björg Jónsdóttir var í síðustu viku kjörin
formaður BSRB, fyrst kvenna, og tekur við starf-
inu af Ögmundi Jónassyni. Hún hefur lengi verið
í forystu fyrir opinbera starfsmenn, hefur átt
sæti í stjórn BSRB í tvo áratugi og er formaður
Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi og
Samflots bæjarstarfsmanna.
„Allir sem verða fyrir áföllum hljóta að
endurskoða líf sitt og íhuga hvað skiptir þá
raunverulegu máli. Það gerðum við hjónin
svo sannarlega. Það hafði aldrei hvarflað
að mér að maðurinn minn yrði ekki alltaf
hjá mér. Þannig að þessi reynsla breytti
hugsunarhætti mínum; það sem ég hafði
talið sjálfsagt var það ekki lengur. “