SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Qupperneq 35

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Qupperneq 35
1. nóvember 2009 35 Með atvinnuflugmannspróf og flugkennararéttindi Teinninn í fæti Sólveigar gerir það að verkum að þegar kalt er í veðri kólnar teinninn og Sólveig fær verki í beinið sem getur tekið hana marga klukkutíma að jafna sig á. Þá pípa einnig öll öryggishlið á hana á flugvöllum. Hún var lengi vel á hækjum og segir að aðeins nýlega hafi hún getað byrjað að skokka þó hún geti ekki enn hlaup- ið. Læknarnir sögðu henni enda að það tæki a.m.k. eitt ár fyrir fótinn að jafna sig. Fótbrotið hafði einnig þær afleiðingar að Sólveig gat ekki flogið flugvél fyrr en nú fyrir skömmu en hún er með atvinnuflugmannspróf og flugkennararéttindi. „Ég hef alltaf haft áhuga á flugi, mér fannst flugvélar og sér- staklega þyrlur mjög spennandi þegar ég var yngri. Á 18 ára afmælisdaginn minn fór ég í fallhlífarstökk í Banda- ríkjunum og steig þá í fyrsta skipti inn í svona litla rellu. Eftir það varð ég alveg ákveðin í að læra svo þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum fór ég beint í einkaflug- manninn.“ Að loknu stúdentsprófi fór Sólveig til Banda- ríkjanna að safna tímum og eftir það skráði hún sig í at- vinnuflugmannsnám. Hún tók bóklega hlutann í fjarnámi frá Oxford í Englandi en verklega hlutann hér heima. Síðasta sumar náði hún sér í flugkennararéttindi. Í sumar var Sólveig að vinna á Grænlandi og fékk þar m.a. að prófa að fljúga þyrlu. „Það er án efa eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Núna er ég svolítið spennt fyrir því að fara í þyrluflugmannsnám,“ segir Sólveig en eftir að hún lýkur BS-prófi í ferðamálafræði í Háskóla Íslands næsta vor er ætlunin að flytja til Nýja- Sjálands og vonandi fá þyrluflugmannsréttindi. Svo er aldrei að vita hvað tekur við næst. Sólveig hefur flogið um loftin blá síðan árið 2004. Sólveig fær sprautu á spítalanum í Ástralíu síðustu áramót. Sólveig skaut af M16 á skotæfingasvæði í Filippseyjum 2006. L íbanon er eins og anddyri að Mið-Austurlöndum í þeim skilningi að í höfuðborginni Beirút mætast straumar austurs og vesturs. Þótt margar líbanskar konur beri höfuðslæðu gefa þær vestrænum kyn- systrum sínum ekkert eftir hvað varðar hátísku- fatnað og hælaskó. Og í líbanskri matargerðarlist blandast fornir siðir áhrifum frá þeim þjóðum sem lengst af réðu í þessu landi, Tyrkjum og Frökkum. Í grófum dráttum má skipta borginni í tvennt – kristna og múslímska hlutann, eða Austur- og Vestur-Beirút. Ég bý í vesturhluta borgarinnar, rétt við Hamra-stræti. Hér bera ófá sundurskotin hús borgarastyrjöldinni merki. En þetta er hverfið mitt og sumar göturnar hafa búið um sig djúpt innra með mér, einhvers staðar í næsta nágrenni við Bárugötuna á sólríkum sumardegi. Hamra-hverfið iðar af mannlífi og að morgni dags leggur ilminn af kryddi og nýbökuðu brauði frá opnum brauðbúðum sem bjóða upp á manous- heh; ljúffengar flatbökur með olíu og timjan- kryddblöndu, sem eru dæmigerður líbanskur morgunverður. Í Hamra er hægt að kaupa flest það sem hugurinn girnist, allt frá alklæðnaði úr Vera Moda til pers- neskra teppa og litskrúðugra magadansbúninga. Á götunni sem kennd er við Jóhönnu af Örk er að finna litlu plötubúðina Charade sem selur úrval ar- abískrar tónlistar, meðal annars geisladiska líb- önsku söngdívunnar Fairuz sem í hálfa öld hefur haldið stöðu sinni sem sameiningartákn allra Líb- ana; súnníta jafnt sem sjíta, kristinna og Drúsa. Á kaffihúsinu Prag er tilvalið að væta kverkarnar með svalandi límonaði eða líbanska bjórnum Almaza, og taka síðan stefnuna niður að sjó. Alveg niðri í sjáv- armálinu er Manara Palace, ekki snyrtilegasti veit- ingastaður borgarinnar en þar er á boðstólum líb- anskt mezze, úrval gómsætra smárétta sem borið hafa hróður matarmenningar landsins víða. Fersk sjávargolan gerir staðinn þess virði að heimsækja. Frá Manara-höllinni má ganga svokallaða Cor- niche, steinsteypta göngugötu sem liggur meðfram strandlengjunni endilangri og skipar stóran sess í hugum Beirútbúa. Um helgar þarf maður að þræða leið sína eftir þessum göngustíg á milli skokkara, hrópandi kaffisölumanna, og heilu fjölskyldnanna sem hafa komið sér fyrir með stóla, prímus og te- ketil og hina ómissandi vatnspípu. Miðbærinn er í göngufæri, allur endurbyggður eftir hörmungar borg- arastríðsins. Út frá klukku- torginu liggja göngugötur í allar áttir, þéttskipaðar veitingastöðum; líb- önskum, japönskum, ítölskum og frönskum. Þeir sem hins vegar vilja komast í rólegra umhverfi ættu að gera sér ferð upp í fjall, á veitingastaðinn Mounir þar sem hægt er að snæða líbanskan mat eins og hann gerist bestur. Beirút er þekkt fyrir fjörugt næturlíf, en knæpur og næturklúbbar eru flestir í Gemmayze-hverfinu sem tilheyrir austurhluta borgarinnar. Þeir sem vilja bregða undir sig betri fætinum ættu að koma við á Centrale sem er afar nýmóðins staður, ein- hvers konar járnrör um það bil 15 metra frá jörðu, þar sem opnað er út til hálfs þegar líða tekur á nóttina svo gestir geti notið ferska loftsins. Í næsta nágrenni er Saifi Village þar sem ungir líbanskir hönnuðir hafast við á vinnustofum sín- um og í litlum búðum, uppfullum af nánast yfir- gengilegum smartheitum. Hér er líka kaffihúsið Paul sem er miðpunktur hins franska yfirstétt- aranda sem leikur um austurhluta borgarinnar. Þangað er gaman að koma til að skynja til fulln- ustu þann kraumandi suðupott ólíkra menning- arstrauma sem Beirút sannarlega er. Það er ómögulegt að láta sér leiðast í þessari borg sem stundum hefur verið kölluð ,,París Mið- Austurlanda“. Sigrún Erla Egilsdóttir Í Hamra er hægt að kaupa flest það sem hug- urinn girnist.                      !"# "$ % &''(" !)*+,()#

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.