SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Side 36

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Side 36
36 1. nóvember 2009 S teindór Andersen, kvæðamaður og for- maður Kvæðamannafélagsins Iðunnar, hefur búið í Hafnarfirði, nánar tiltekið á Hlíðarbraut, sl. 33 ár. „Það er ansi merkilegt að þótt gatan sé stutt og kannski ekki nema 10-12 hús við hana þá hafa fleiri kvæða- menn búið hérna við götuna. Lengi var við hlið- ina á mér formaður Kvæðamannafélags Hafn- arfjarðar, Haukur Sigtryggsson. Það er ansi merkileg tilviljun, það voru til tvö kvæðamanna- félög á Íslandi og formenn félaganna bjuggu hlið við hlið! Það kannski segir svolítið um andrúms- loftið við götuna,“ segir Steindór og bætir við að gegnt Hauki hafi búið kona sem kvað rímur og í húsi á horninu býr nú fólk sem kveður rímur. „Ég er ekki frá því að það liggi hér eitthvað í loftinu.“ Steindór segist einnig búa í afar sérstöku, sögu- legu húsi. „Það var byggt af góðum hug árið 1926 fyrir konu, Þjóðbjörgu Þórðardóttur, sem varð ekkja árið áður þegar maður hennar drukknaði á togaranum Robertson sem fórst í Halaveðrinu mikla. Þá voru hér samskot og Hafnfirðingar hjálpuðu þessari ekkju að byggja húsið og hún bjó hér í því allar götur þangað til ég keypti það af henni.“ Steindór segir gamla yfirbragðið í Hafnarfirði hafa heillað sig en þegar hann fluttist þangað þótti bærinn það langt frá Reykjavík að þangað gekk ekki strætó heldur rúta. Þá átti eftir að mal- bika Hlíðarbrautina og var hús Steindórs fyrst um sinn kynt með olíu. Spurður um kosti og galla segir hann götuna afskaplega rólega, þar sé frið- sælt og umferð lítil. Þar að auki segist hann njóta góðs af því að fyrir ofan húsið hans sé ónumið land sem ekki standi til að byggja á. „Gallarnir eru hins vegar engir. Það er ekki hægt að finna þá.“ ylfa@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Eitthvað liggur í loftinu á Hlíðarbraut A lveg er það forkostulegt hvað kynþokki er skrýtin skepna. Maður er tiltölulega varnarlaus gagnvart þessu fyrirbæri sem getur stokkið fram alveg fyrirvaralaust úr ólíklegustu átt. Hver hefur ekki orðið fyr- ir þeim ósköpum að einhver gengur inn í sjónsviðið þvílíkt löðrandi af kynþokka að málstöðvar lamast, hugsunin ruglast gjörsamlega, hnén breytast í gúmmí og miðja líkamans stendur í björtu báli. Þeg- ar hann hellist yfir af slíku miskunn- arleysi og krafti er fátt til varnar og full vinna að standa í lappirnar og reyna að halda andlitinu. Við slíkar aðstæður má líta á það sem ákveðna blessun (nú eða bölvun) að kynþokki á það til að vera fjarska hverfult fyrirbæri. Það er nefni- lega ekkert garantí fyrir því að sjónræni kynþokkinn standist frekari þreifingar. Fólk sem hefur til að bera ýmislegt sem gleður augað, til dæmis fríðleika og gerð- arlegan skrokk, getur stundum með því einu að tjá sig í orði kæft í fæðingu það sem upp reis og vildi til hæstu hæða. Leiðinlegt fólk getur barasta ekki með nokkru móti verið kynþokkafullt. Sjónræni kynþokkinn lekur þá niður eftir fögrum líkamanum og endar í lit- lausum polli við hælbein. Vissulega er hægt að grípa til þess ráðs að segja: „Ekki tala, leyfðu mér bara að horfa (og snerta),“ en það er sennilega frekar óvið- unandi framkoma og heillavænlegra að hafa sig á brott hið bráðasta. Sem betur fer finnst sumum sumir vera mjög skemmtilegir sem öðrum finnst vera ákaflega leiðinlegir og því allar líkur á að saman rati þeir sem hæfa hver öðrum. Þessi fallvaltleiki kynþokkans getur vald- ið gríðarlegum vonbrigðum en um leið er maður feginn að losna undan álögum sem breyta manni sjálfum nánast í hálfvita á valdi hormóna. Aftur á móti er það hrein dásemdardýrð þegar manneskja sem við fyrstu sýn virðist gjörsamlega sneydd öll- um kynþokka reynist luma á þessu góð- gæti í miklum mæli. Það er svo skemmti- lega eggjandi þegar manns eigin fyrirfram gefnu hugmyndir um kynþokka koll- varpast. Kynþokkinn er útsmoginn og lúmskur, hann er ekkert alltaf að flassa framan í mann strax, heldur læðist aftan að manni og hreyfir við hríslunni sem býr í hryggsúlunni. Vaxandi þokki við vax- andi kynni gerir það að verkum að það eitt að hugsa til viðkomandi fær munn- vatnið til að streyma. En ekki er alltaf auðvelt að festa fingur á í hverju kynþokki felst. Þetta ólík- indatól getur birst í ýmsum myndum og sem betur fer sýnist sitt hvurjum. Augna- ráðið eitt getur sprengt mann upp að inn- an, bassarödd veldur stundum víbringi í dýpstu djúpum, hreyfing eða líkamsstaða kveikir elda og óræð orð hvísluð í eyra bræða hjartað eins og smér. Allt snýst þetta jú um útgeislun, þessa töfra sem virðast koma frá öðrum heimum. Hvort sem menn eru mjóir, feitir, loðnir, rakaðir, dökkir, bjartir, ungir eða gamlir getur nærvera sumra þeirra verið svo sterk að andrúmsloftið í verulega stórum radíus út frá þeim verður æv- inlega rafmagnað. Þetta kærkomna raf- magn verður svo til þess að maður vill baða sig í háspennu lífshættu, drukkna í rjómanum. Nú þegar hrekkjavakan geng- ur í garð er um að gera að skerpa á kyn- þokkanum og skemmta sér í búningaleik. Prófa sig í hinum ýmsu hlutverkum og sprella svolítið. Fáar konur fúlsa til dæmis við manni sem stendur á svuntunni einni fata við eldavélina og kokkar eitthvað dásamlegt. Ég fullyrði kinnroðalaust að nánast allar konur vilja borða slíkan mann með húð og hári. Kyn- þokkinn kostulegi Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Gatan mín

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.