SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Qupperneq 41

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Qupperneq 41
1. nóvember 2009 41 Barði Jóhannsson og Keren Ann á sviðinu í Salley Pleyel - annað er „Lady“ og hitt „Bird“, en veltur á ýmsu hvort er hvort. hefur hann vinnu við sína sólóskífu á næstu dögum. „Við Keren verðum hvort í sínu lagi og síðan gerist það á einhverjum tímapunkti að leiðir okkar liggja saman og þá endum við með eitt lag hvort á annars plötu,“ segir Barði og talar greinilega af reynslu. Það er nú svo að þegar búið er að færa lögin þeirra Barða og Keren Ann í sparibúninginn hans Þorvaldar Bjarna, sem er reyndar frábærlega fagur, kemur mjög vel í ljós hvað þau eru ólíkir lagasmiðir; þó lögin séu komin með sama yfirbragð og hljóm eru þau gerólík; Barði nákvæmari og skipulagðari, hans hugmyndir í fastari skorðum, en Keren Ann aftur á móti frjálslegri - hugur og hjarta. Barði tekur undir þetta að hluta, því þó hann sé ekki sannfærður um mína lærðu útlist- un á muninum á þeim segir hann að víst séu þau ólík- ir lagasmiðir, „en það krossar samt, við nálgumst hvort annað á einhverjum punkti. Gott dæmi um það er að á síðustu sólóplötum okkar voru tvö lög, eitt á hvorri plötu, sem voru eins og systkini, meira að segja melódíurnar, en samt hafði hvorugt okkar verið að hlusta á það sem hitt var að gera. Ég hugsa ekkert um Keren þegar ég er að gera mín- ar plötur, og hún ekki um mig, en svo endar það með því að við gerum nokkur lög saman og hún tekur eitt og ég eitt. Þá eru nokkur lög eftir sem enda einhvers staðar, eða kannski hvergi, kannski í lagabanka sem verður kveikja að nýrri Lady & Bird-plötu eða nýju Lady & Bird einhverju.“ Ekki er nema von að maður velti því fyrir sér hvort þetta sé ekki einmitt það sem þau eigi að gera, leggja meiri vinnu og áherslu í Lady & Bird, en Barði segir að þó það sé verið að leggja drög að frekari verkefnum, frekara tónleikahaldi á næsta ári, sé aðal samstarfsins það að vinna ekki undir einhverri pressu, „að hafa frelsi sem við höfum ekki sem sólóartistar og geta fyrir vikið látið allt flakka og leikið okkur. Við vorum að tala um það núna að gera aðra plötu, fara saman í stúdíó og sjá hvað gerist og 99% líkur á að af því verði, en engin leið að sjá fyrir hvenær og hvernig, það getur vel verið að það komi eitthvað annað fyrst.“ Keren Ann er framarlega í flokki þeirra tónlistar- manna franskra sem hafa endurvakið franska söng- lagahefð, nouvelle chanson kalla menn það þar í landi, og nýtur sífellt meiri vinsælda í heimalandinu. Hvað Barða varðar þá hefur hann líka unnið sér nafn ytra og á tónleikunum í Salley Pleyel verð ég vel var við það að fólk þekkir hans lög ekki síður en hennar; fyrirfram hafði ég búist við því að þorri áheyrenda væri kominn til að heyra í Keren Ann, en Barði á sína áheyrendur, það fer ekki á milli mála. Þegar ég impra á þessu segist Barði alltaf spila fyrir fullu húsi í Frakk- landi, eða svo hafi það verið hingað til í það minnsta. „Keren Ann spilar eðlilega í stærri sölum, en ég held alltaf fullt af tónleikum í Frakklandi þegar ég gef út plötur og það er alltaf fyrir fullu húsi. Svo má ekki gleyma því að Lady & Bird á marga aðdáendur líka og margir voru komnir til að sjá þau.“ Salley Pleyel er einn helsti tón- leiksalur sígildrar tónlistar í París og ekkert var til sparað til að gera tónleikana sem glæsilegasta. Það er nú svo að þegar búið er að færa lögin þeirra Barða og Keren Ann í sparibúninginn hans Þorvaldar Bjarna, sem er reyndar frábærlega fagur, kemur mjög vel í ljós hvað þau eru ólíkir lagasmiðir; þó lögin séu komin með sama yfirbragð og hljóm eru þau gerólík; Barði nákvæmari og skipulagðari, hans hugmyndir í fast- ari skorðum, en Keren Ann aftur á móti frjálslegri - hugur og hjarta.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.