SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Síða 44

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Síða 44
44 1. nóvember 2009 Nú fer að hilla undir nýja plötu frá Rod Stewart. Kallast hún Soulbook, og er nokkurs konar framlenging á The Great American Songbook- seríunni, sem fór upp í fjórar plötur, var semsagt blóð- mjólkuð eins og hægt var. Það er auðvelt að pinna Rod gamla niður sem metnaðar- lausa, afdankaða poppstjörnu sem gerir nokkurn veginn hvað sem er til að standa undir afborgunum á villunni ríkmann- legu í Kaliforníu en það er eitthvað við Rod sem gerir það að verkum að maður fyrirgefur honum hvað sem er. Hann er bara svo kúl! Í árdaga var hann þekktur undir nafninu Rod „The Mod“, vísun í að hann var með allt á kristaltæru hvað viðkom nýjustu tísku og al- mennum svalheitum. Rod hóf sinn söngferil snemma á sjöunda áratugnum en fann ekki fjölina almennilega fyrr en hann gerðist söngvari í Faces sem samanstóð af þremur fyrrverandi meðlimum The Small Faces, honum og svo Ron Wood gítarleikara. Samhliða hóf hann að gefa út sólóplötur og er þessi hér, hans þriðja, sú kunnasta en hún inniheldur smellinn „Maggie May“. Platan kom út 1971 og ber með sér hrærigraut stíla; rokk, kántrí, sálartónlist, blús og þjóðlagatónlist dans- ar um hljóðrásirnar í mismiklu samkrulli. Eigindi plötunnar felast fyrst og fremst í framreiðslunni sem er afslöppuð og temmilega kærulaus um leið og hún er uppfull af spilagleði. Rod og Faces nutu mikillar hylli í upphafi áttunda áratug- arins, ekki síst vegna þessarar verkalýðs- nálgunar við rokkið þar sem tær, ölfyllt gleði stýrði mönnum og var dagskipunin, dagskipunin segi ég en það var varla að það rynni af mönnum einn einasta dag á þessum tíma. Fleiri sólóplötur áttu eftir að fylgja en Rod hefur ekki enn náð að hitta á þá óræðu töfra sem leika um þessa bráðvel heppnuðu plötu. arnart@mbl.is Poppklassík Every Picture Tells a Story – Rod Stewart Beint af kúnni Peter gamli Gabriel er blessunarlega ekki af baki dottinn og á næsta ári kemur út ný hljóð- versplata frá þessu stríðshrossi sem í eina tíð léði hinni merku sveit Genesis raddbönd sín. Er þetta fyrsta plata Gabriels í sjö ár, eða síð- an Up kom út 2002, og mun hún bera titilinn I/O. Það var Bob Ezrin sem tók upp plötuna í Air-hljóðverinu í London síðastliðinn júlí. Platan verður órafmögnuð og mikið stjörnu- stóð verður víst á henni og munu listamenn- irnir glíma við lög hver annars. Gabriel og hans fólk harðneita að gefa upp hvaða lista- menn þetta eru en Gabriel flutti lag Pauls Simons, „Boy in the Bubble“, á tónleikum á dögunum og ætti það að gefa einhverjar vís- bendingar. Útsetningar verða mikilúðlegar og dramatískar og er það John Metcalfe sem sér um þær. Stjörnurnar flykkj- ast að Gabriel Þessi síða er prýðilegur vettvangur til að árétta að slúðurdrottningin Amy Winehouse er að upplagi tónlistarmaður, ótrúlegt en satt, og það meira að segja mjög fær, en plata hennar, Back to black, er ein af eft- irminnilegri plötum síðustu ára. En hvað er að frétta af næstu plötu, spyrjum við óþreyjufull? Island, útgáfufyritæki söngkon- unnar, hefur nú staðfest að ný plata komi út á næsta ári. Darcus Beese, einn af topp- unum þar, segist hafa heyrt nokkrar prufu- upptökur sem lofi einkar góðu. Winehouse ku þá hafa verið „án eiturlyfja“ í ár og hefur hún meðal annars dvalið á Karabísku eyj- unum til að ná fókus. Vonum það besta, tón- listargyðjan yrði a.m.k. glöð ef Winehouse drattaðist af stað í þessa blessuðu plötu. Ha? Býr Amy Wine- house til tónlist? Amy Winehouse L eonard Cohen var búinn að vinna sér orð sem ljóðskáld og skáldsagnahöf- undur áður en hann kom sér á fram- færi sem tónlistarmaður. Hann vakti fyrst athygli sem lagasmiður, en tróð líka upp á þjóðlagahátíðum og komst fyrir vikið á samning hjá Columbia-útgáfunni sem gaf út fyrstu plötu hans, Songs of Leonard Cohen. Sú seldist ekki ýkja vel heima fyrir, en þess betur í Evrópu, aðallega í Bretlandi og Frakklandi. Songs from a Room kom út 1969. Því er þetta allt rifjað upp hér að í vikunni komu út í fyrsta sinn upptökur frá því er Leonard Cohen söng á tónlistarhátíðinni á Isle of Wight 31. ágúst 1970. Cohen var þá hálffertugur og ekki til stór- ræðanna að maður hefði haldið, sérstaklega í ljósi þess að um það leyti sem hann átti að fara á svið var allt á suðupunkti hátíðarsvæðinu; síðasti dagur hátíðarinnar, gestir ríflega 600.000, búnir að rífa niður allar girðingar og brenna það sem brennandi var, en meðal þess sem fjörgað hafði svo fólk var mögnuð frammistaða Jimi Hendrix, en af öðrum sem spilað höfðu þann dag má nefna Free, Donov- an, The Moody Blues og Jethro Tull. Cohen lét það þó ekki hafa áhrif á sig, hann er pollrólegur á sviðinu, heldur sig við sitt innhverfa raul þar sem orðin eru í aðal- hlutverki, söngurinn oft falskur og gítarspilið ekki til að hrópa húrra fyrir en það kemur ekki að sök; áheyrendur létu heillast og öll spenna hvarf út í veður og vind. Hljómur á upptökunum er frábær, enda var hátíðin kvikmynduð og menn vel græjaðir, en einnig stóð til að taka sérstaklega upp tónleika Miles Davis og því nokkur viðbúnaður. Cohen spilaði í klukkutíma og korter, að- allega lög af Songs of Leonard Cohen og Songs from a Room, sem voru einu plötur hans sem þá höfðu komið út. Á tónleikunum tók hann líka þrjú lög sem þá voru ný af nálinni, Famous Blue Raincoat, Diamonds in the Mine og Sing Another Song, Boys, en þau enduðu á plötunni Songs of Love and Hate, sem hann tók upp mánuði síðar og kom út í mars 1971 (og ég man eftir að hafa legið yfir dolfallinn veturinn 1971-72. Þvílík snilld! fannst mér þá). Þess má geta að útgáfan af Sing Another Song, Boys sem er á Songs of Love and Hate er einmitt tónleikaupptakan frá Isle of Wight. Leonard Cohen á sviðinu á Isle of Wight 31. ágúst 1970 með hljómsveit sinni sem gekk undir nafninu Herinn. Innhverfi raularinn stöðvar háreystina Í síðustu viku kom út diskur með áður óheyrðum tón- leikaupptökum Leonards Cohens frá Isle of Wight- hátíðinni 1970 þegar hann heillaði 600.000 manns. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Isle of Wight er eyja undan suð- urströnd Englands. Þar voru haldnar þrjár rokkhátíðir á átt- unda áratug síðustu aldar og síðan teknar upp aftur á þessari öld og standa enn. Hátíðin 1970 er goðsagna- kennd fyrir þá sem þar tróðu upp og nægir að nefna Kris Kristofferson, Supertramp, The Groundhogs, Gilberto Gil, Taste, Procol Harum, John Sebastian, Joni Mitchell, Tiny Tim, Miles Davis, Ten Years After, Emer- son, Lake & Palmer, The Doors, The Who, Melanie, Sly & the Fa- mily Stone, Donovan, The Moody Blues, Jethro Tull, Jimi Hendrix, Leonard Cohen, Richie Havens og Hawkwind. Leonard Cohen anno 1970. Goðsagna- kennd hátíð Það er sæmilegasti vandræðagangur á kúl- istunum í Strokes um þessar mundir og söngvarinn og meginlagasmiðurinn, Julian Casablancas, hefur því skotið út sólóplötu. Kallast hún Phrazes for the Young og kemur út núna á mánudaginn. Tölvupopp, kántrí og hitt og þetta er á matseðlinum og hinn hæfi- leikaríki – og bráðmyndarlegi – Casablancas virðist njóta haftaleysisins í botn. Julian Casablancas Söngvari Strokes með sólóplötu Peter Gabriel Tónlist

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.