SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Qupperneq 51

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Qupperneq 51
1. nóvember 2009 51 Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, átti samtal við Svavar Guðnason árið 1959, fyrir hálfri öld, þegar Svavar stóð á fimmtugu. Samtalið er endurbirt í nýju úrvali samtala Matthíasar sem Skólavefurinn gefur út. Matthías spyr Svavar með- al annars að því hvort ekki hafi verið miklir fordómar út í afstraktmálverkið í Kaup- mannahöfn þegar hann byrjaði að mála, rétt eins og hér. „Jú, alveg rétt. Fyrsta afstraktsýning sem ég tók þátt í þar í borg, var haldin í Charlottenborg, og ég held það hafi verið með fyrstu afstraktsýningum í Dan- mörku. Þetta var stór sýning með fjölda málverka, og voru þau flest í modern- ískum stíl. Dag nokkurn í byrjun sýningar komu tveir stórvirðulegir forstjórar, stönzuðu í ganginum og horfðu á málverkin um stund, síðan snýr annar sér að einum okkar og segir: „Er þetta list?“ og benti á eitt af málverkunum sem héngu á forstofuveggnum. Málarinn fór auðvitað hjá sér, en sagði þó: „Jú, það ætla ég.“ Þá gretti forstjórinn sig og segir: „Já, einmitt. En það get ég sagt yður, ungi maður, að ef þetta héngi á kamrinum mínum, mundi ég fjandinn hafi það fara út í skóg að skíta.“ Já, ég segi það satt, svona var nú þetta góði í þá daga, en eitt- hvað hefur það nú lagast upp á síðkastið.“ Listirnar breytast rétt eins og fólkið Svavar fór líka að tala um list og fordóma við Matthías. „Fólk á að kaupa myndir, sem það getur ekki fellt sig við,“ segir hann. Það er jafnnauðsynlegt og að setja joð í sár. Það er athyglisvert, að maður, sem sker sig í fingur með óhreinum hnífrata, setur ekki sykurmull í sárið, heldur joð. Áður fyrr var salt sett í sár, stundum var jafnvel haft gall með. Menn skilja, að það getur verið nauðsynlegt að svíði í sár, en ef málverk eða ljóð eru annars vegar, þá vilja menn ekki annað en sykurvatn. Foreldrar hafa mikla löngun til að þröngva sínum smekk upp á börn sín, en það er engu minna ofbeldi en t.d. að þröngva stjórn- málaskoðunum upp á fólk. Á foreldrunum hvílir mikil ábyrgð, þegar þau velja börn- um sínum listaverk. Þeir eiga alls ekki að hugsa um, hvaða list sé að þeirra geði. Þeir eiga að minnast þess, að listirnar breytast rétt eins og fólkið.“ Svavar Guðnason undirbýr opnun sýningar í Listamannaskálanum fyrir hálfri öld. „Fólk á að kaupa myndir, sem það getur ekki fellt sig við“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Vetrarbrautin nefnist þetta málverk sem Svavar Guðnason málaði árið 1958 og byggir á hvössum geómetrískum formum. Öll verkin sem hér birtast eru í eigu Listasafns Íslands. Bryggjuna málaði Svavar árið 1937 og vinnur með þekkjanleg form báta og bryggjunnar. Steðjinn er frá árinu 1946.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.