SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Qupperneq 53
1. nóvember 2009 53
Það er ekki lengur dauða-
bragð af lífinu af því við
eigum Mozart, segir Eric-
Emmanuel Schmitt.
Eymundsson
1. Enn er morgunn – Böðvar
Guðmundsson
2. Ástandsbarnið – Camilla
Lacberg
3. Ævintýraeyjan – Ármann
Þorvaldsson
4. Nýtt tungl – Stephenie
Meyer
5. Harmur englanna – Jón
Kalman Stefánsson
6. Enginn ræður för – Run-
ólfur Árnason
7. Lubbi finnur málbein – Ey-
rún Ísfold Gísladóttir o.fl.
8. Bangsímon – A.A. Milne
9. Heimsmetabók Guinness
2010 – Forlagið
10. Hyldýpi – Stefán Máni
New York Times
1. The Lost Symbol – Dan
Brown
2. Pursuit of Honor – Vince
Flynn
3. Nine Dragons – Michael
Connelly
4. The Help – Kathryn Stoc-
kett
5. The Last Song – Nicholas
Sparks
6. A Touch of Dead – Char-
laine Harris
7. Half Broke Horses –
Jeannette Walls
8. Rough Country – John
Sandford
9. An Echo in the Bone –
Diana Gabaldon
10. The Professional – Robert
B. Parker
Waterstone’s
1. The Lost Symbol (rafbók) –
Dan Brown
2. New Moon – Stephenie
Meyer
3. Eclipse – Stephenie Meyer
4. Jamie’s America – Jamie
Oliver
5. Twilight – Stephenie
Meyer
6. The Lost Symbol – Dan
Brown
7. The Time Traveler’s Wife –
Audrey Niffenegger
8. The Girl Who Played with
Fire – Stieg Larsson
9. Heart and Soul – Maeve
Binchy
10. A Most Wanted Man –
John Le Carre
Íranski rithöfundurinn Kader Abdolah,
sem var gestur á bókmenntahátíð í haust,
hefur lýst því hvernig hann taldi réttast
að segja svo skilið við heimaland sitt að
hann lagði tungumálinu og tók upp nýtt;
flúði frá Íran og tók að skrifa bækur á
hollensku.
Fleiri dæmi eru um að menn hafi náð
langt sem höfundar á öðru tungumáli en
móðurmálinu, stundum með því að
skrifa betra mál en aðrir, eins og til að
mynda Joseph Conrad, en svo eru þeir
líka til sem sveigja og skæla nýja tungu-
málið og gera úr því eitthvað nýtt; sjá til
að mynda Aleksandar Hemon.
Hemon er fæddur og uppalinn í Saraj-
evo, sem þá var hluti af Júgóslavíu; faðir
hans úkraínskur og móðir hans Bosníu-
Serbi. Hann hóf að skrifa á móðurmáli
sínu, bosnísku, og var orðinn nokkuð
þekktur í heimalandinu, er hann hélt til
Bandaríkjanna sem ferðamaður 1992. Um
líkt leyti brutust út átök í Bosníu-
Herzegóvínu og fyrir vikið varð Hemon
innlyksa í Bandaríkjunum. Á næstu árum
sá hann sér farborða með allskyns lág-
launastörfum, en stundaði samhliða nám
í ensku og enskum bókmenntum og svo
kom að því að hann fór að skrifa á ensku
- fyrsta smásagan á ensku kom út 1995.
Sjálfur segist Hemon ekki finna svo
mikinn mun á því að skrifa á ensku eða
bosnísku, en hann skrifar reglulega á
móðurmálinu fyrir tímarit í Sarajevo.
Hann segist þó hafa sérstakt dálæti á
ensku fyrir það hve löng saga hennar
gefur honum mikið svigrúm.
Í bókinni The Lazarus Project, sem
kom út í fyrra, sést vel að enska er ekki
fyrsta tungumál Hemons, enda er málfar
á henni stundum gamaldags eða jafnvel
rangt ef maður fylgir ströngum reglum,
en það gerir bókina bara skemmtilegri
fyrir vikið, gerir hana framandlegri sem á
vel við þar sem hún fjallar að stórum
hluta um fólk sem á erfitt með að fóta sig
í framandi landi, innflytjendur í Banda-
ríkjunum í upphafi síðustu aldar.
Í sem stystu máli segir bókin frá rúss-
neskum gyðingi, Lazarus Averbuch, sem
heimsækir lögreglustjórann í Chicago og
færir honum bréf. Fyrir einhverjar sakir
skýtur lögreglustjórinn Lazarus til bana.
Hundrað árum síðar langar annan inn-
flytjanda í Chicago, bosníska rithöfund-
inn Brik, til að komast að því hvað varð
þess valdandi að bréfi var svarað með
byssukúlum. Fljótlega verður löngunin
að þráhyggju og hann heldur til Rúss-
lands til að komast að því hvað gerðist í
raun og um leið reyna að átta sig á því
hvað gerðist eiginlega í hildarleiknum í
Sarajevo löngu síðar.
arnim@mbl.is
Forvitnilegar Bækur The Lazarus Project
Bosníski rithöfundurinn Aleksandar Hemon varð landflótta og tók upp nýtt tungumál.
Móðurmálið víkur fyrir
nýju lífi í nýjum heimi
H
versu oft höfum við ekki dáðst að því í ljóðagerð Gyrðis
Elíassonar hve næmt auga hann hefur fyrir smáatriðum í
myndum. Eða hversu mörg lög tilvísana eru í kvæðum
hans, hve meðferð ljóss og skugga er snilldarleg og
hvernig hann vefur smágerðar grunkveikjur inn í skáldskap sinn.
Fáir verða sviknir af því að lesa nýja ljóðabók hans Nokkur almenn
orð um kulnun sólar. Stundum virka ljóðin svo áreynslulaus að það
er eins og skáldið hafi ekkert fyrir því að yrkja. En ætli reyndin sé
ekki sú að þau ljóð hafi krafist mestrar yfirlegu. Það er nefnilega
ekki einboðið að skáld fái í senn góða hugmynd og geti útfært hana
á jafneinfaldan og glæsilegan hátt og Gyrðir gerir.
Hvað efni og blæ varðar er þessi bók á margan hátt svipuð fyrri
bókum Gyrðis. Hann á orðastað við frú Melankólíu, sem hann gerir
raunar að plöntu í einu kvæðinu, leikur sér með andstæður myrk-
urs og ljóss, byggir sum ljóðin upp á snaggaralegri tilvísun og kall-
ast á við skáld og listamenn fyrri tíma. Einföld ljóðmynd sem hann
kallar „Septembersýningu úti á landi“ umbreytist í frægt málverk
eftir Vincent van Gogh. Þar segir frá vegi í gulu grasi sem vindurinn
bærir og hverfist í haustsólinni í kornakur undir bláum himni „og
hrafnarnir / eru krákur“.
Þó að sum ljóðin megi heita þunglyndisleg og dökk er meiri kald-
hæðni og kímni í ljóðum þessarar ljóðabókar en í mörgum hinum
fyrri. Umfram allt er skáldið meistari myndbyggingarinnar eins og
gleggst má sjá í því ljóði sem bókin sækir titil sinn í:
Myrkrið leggst að
glugganum. Ég sé
fjaðurham þess í
lampaglætunni,
hvernig hann
gljáir kolsvartur.
Ein fjöður
berst inn um opna
fagið með golunni.
Ég dýfi henni í
blekbyttuna og
skrifa nokkur orð
um sólina, nokkur
almenn orð um
kulnun sólar.
Hér er falleg myndvinnsla, sem stafar frá sér sterkri kennd og
kveikir grun um ógn sem fólgin er í nokkrum almennum látlausum
orðum.
Ef ég ætti hatt tæki ég hann ofan fyrir þessari ágætu bók.
Skrifað með
fjöður úr fjaður-
hami myrkurs
Ljóðabók
Nokkur
almenn orð um
kulnun sólar
eftir Gyrði Elías-
son, Uppheimar
2009 – 104 bls.
Skafti Þ. Halldórsson