Organistablaðið - 01.07.1971, Qupperneq 1
ORGANISTABLADIÐ
1. TBL. JÚLÍ 1971 4. ÁRG.
Það er ekki óeðlilégt að menn spyrji nú, er 4. árgangur
Organistablaðsins hefur göngu sína, hvort 3 fyrstu árgangar
þess hafi sannað tilverurétt sinn og hvort ástæða sé að leggja
í þá vinnu og margskonar amstur, sem óhjákvæmilega fylgir
slíkri útgáfu. Við, sem skipum ritnéfnd blaðsins gerum ekki
ráð fyrir að öll svör við þessum spurningum verði á einn veg,
en þó er það álit okkar að þeir séu í meiribluta, sem telji
það einhvers vert að samtök organista eigi sér málgagn og
í því trausti hefst þessi árgangur með því, sem nú kemur út,
en það er að mestu helgað tíunda norræna kirkjutónlistarmót-
inu, sem haldið var á Islandi í júnímánuði 1970.
Ritnefndin hefur fyrir skömmu skrifað viðkomandi stjórn-
völdum bréf þar sem óskir voru bornar fram um árvissan
styrk frá hinu opinbera vegna útkomu blaðsins. An slíkra
styrkja væri útgáfa sem þessi óhugsandi með öllu.
Það fer því mikið eftir undirtektum þessarar málaleitunar
hvort áframhald getur orðið á útkomu blaðsins, þar sem aðrir
lekjustofnar þess svo sem áskriftargjöld, auglýsingar og gjafir
ná skammt ef ekki kemur annað og meira til.
Við skulum vona að hinir opinberu aðilar sýni málinu
skilning og leggi þar með sitt að mörkum til að þessi litli
visir lognist ekki útaf, heldur megi vaxa og dafna og þannig
verða að liði í hinni félagslegu og listrænu baráttu sem
Organistafélagið verður að heyja, ef það gerir kröfu til að
nokkur taki mark á því. —j
, ___ . ' . í
n ^ r _ .
lUUItulUUUJ