Organistablaðið - 01.07.1971, Síða 10

Organistablaðið - 01.07.1971, Síða 10
fáguð“, skrifar ihann, „og einnig predikunarstarfið". En svo sem predikunarstarfið liefur spillzt fyrir tilverknað andlegra harðstjóra, svo hefur einnig guðsþjónustan spillzt fyrir tilverknað hræsnara. En svo sem vér nú ekki niðurleggjnm predikunarstarfið, en viljum færa það í rétt liorf, iþá er það heldur ekki ásetningur vor að gera guðsþjónustuna að engu, heldur færa hana á ný í sín réttu not“. fW A 12, 32; Formula missae). Það 'hefur valdið nokkrum ruglingi, að Lúther telur hnignun predikunarinnar helzta galla á guðsþjónustulífi sins tíma, og að veigamesta viðfangsefnið sé endursköpun predikunarinnar. En við sjáum, að hann teflir ekki predikuninni mót helgisiðunum, en vill endurskapa livort tveggja. Ætlunin er ekki að breyta messunni í predikunarguðsþjónustu, ekki einu sinni að gera predikunina að sjálfstæðu guðsþjónustuatriði, sem gæti keppt við aharisgönguna — að líkja megi lútherskri guðsþjónustu við spoíbaug með tveim brennipunktum er síðari tíma uppátæki — 'heldur ihitt, að í augum Lúthers er messan aðeins messa, kvöldmáltíðarhátíð, og í messuna á predikunin að halda innreið sína að nýju og taka sinn sess, án þess að sú staðreynd haggist; á sama hátt á ilíka að predika við hvaða safn- aðarguðsþjónustu sem er, þ. e. a. s. við almenna tíðagerð. Enginn vafi leikur á því, að útlistun Lúthers á, hvernig halda skuli kristna messu i Formula missae, er ekkert annað en kvöldmáltíðarbátíð, altarisganga. „Vér munum nú taka messuna í þjónustu vora sem sakramenti eða guðsjrjall eða sem 'þakkargjörð, eins og hún heitir með réttu eftir gríska orðinu eucharistia, eða vér munum kalla hana brauð Krists eða kvöldmáltíð Krists eða minni Krists og altarisgöngu fólksins, eða hvað eina annað, sem oss þóknast, svo fremi vér ekki köllum hana fórn eða iðju.“ Þrátt fyrir þessa ótvíræðu ætlun, varð predikunarguðsþjónusta með eða án altarisgöngu að höfuðguðáþjónustu lúthersks siðar. Ég mun ekki reyna að rekja ]rað nú, hverjar orsakir lágu til þess, að hin lútherska guðsþjónustufyrirmynd varð aldrei að veruleika. Þegar árið 1537 bárust fyrirmæli til Danmerkur og Noregs frá Bugenhagen um predikunarguðsþjónustu með messusiðum, en án altarisgöngu. í Svíþjóð barðist Laurentius Petri gegn þessari þróun og vildi, að hafinn yrði áróður fyrir tíðari altarisgöngum til þess að forða messu- föllum. Ef ekki var unnt að hafa altarisgöngu, var haldin einföld jiredikunarguðsþjónusta, án þess að viðhafa helgisiði messunnar. í 10 ORGANISTAISI.AÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.