Organistablaðið - 01.07.1971, Síða 14

Organistablaðið - 01.07.1971, Síða 14
liinna einstöku liópa innan kristninnar. En þetta leiðir einnig til erfiðleika á guðfræðilegum sviðum, sökum þess að 'helgisiðirnir verða ekki sundur skildir frá þeim guðfræðikenningum, sem þeir túlka. Umræður á samkristnum grundvelli nm aðalinntak lielgisiðanna, altarisgönguna, eru nú rétt að hefjast; viðkvæmasti blettur hennar er réttmæti fórnarímyndinnar og merking. Hættulegt getur það orðið, ef hið 'gamla verður að hugsjón einungis af því, að það er gamalt, ef formið verður takmark í sjálfu sér. Rómantísk aðdáun á miðöld- um — eða réttara sagt vissu tímabili miðalda — varð til þess, að um iniðja 19. öld var gotneski stíllinn útncfndur sem hinn eini kristni arkitektúr, sem skeði með næstum ótrúlegum árangri. Lútherskan þykir einnig hafa orðið fvrir vaxandi erlendunt siðaáhrifum, einkum að því er varðar drykkjarvenjur við altarisgöngur, og 'hefur það naum- ast verið at'hugað, hvert gildi þessi siður itefur í rauninni nú á tímum. ‘Hin opinhera hámessa okkar, eins og hún er nú, er mjög góð. Hún er árangur viðreisnarstarfs, sem byggt er á nákvæmum athugun- um. Hún er fulltrúi hinnar vesturlenzku messuhefðar, staðfærð ]ió. Hin síðari lútherska séíhefð ihefur sett sín spor í hana, sérstaklega að því er varðar tvö atriði: 1) „messa“ (,,hámessa“) er ekki, eins og í upphafi var ætlazt til, eingöngu heiti á kvöldmá 1 tíðarliátíð safnaðar- ins, en getur einnig táknað predikunarguðsþjónustu með ívafi frá messusiðum: 2) Predikunin hefur einangrazt frá sínu uppha'flega sambandi við helgisiðina, sérstaklega hinni helgisiðalegu textalesn- ingu, og fyllir nú upp í hlé, sem verður á messunni; — enn frekari áherzla er lögð á þessa einangrun með því að ætla ræðuflutningi sérstakan stað í kirkjunni. Af því, sem hér hefur verið sagt, get ég orðið stuttorður um fram- tíð guðsþjónustunnar. Lausn frá hefS og einhæfingu. Það er áhuga- og undrunarvert, hve mjög staða okkar nú á tímum líkist því, sem var á tímum up])lýsingarstefnunnar. Sömu kröfur eru gerðar til endurnýjunar töluðu máli guðáþjónustunnar, til þess að færa það nær nútíma talmáli. Endursköpunarstarfið er vart fullunnið, þegar við tökum að efast um notagildi hins gamla, hefðhundna guðs- þjónustuforms fyrir nútímann. Ein aðalkrafa upplýsingartímahils- ins var frjáls þróun guðsþjónuistunnar. Viið höfum fyrir löngu viður- kennt frelsiskröfur upplýsingartímans að einu leyti í helgisiðunum, 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.