Organistablaðið - 01.07.1971, Side 15

Organistablaðið - 01.07.1971, Side 15
l>að er að því er varðar sálniaval. Fyrr var farið eftir því, sem stóð í handbókinni nm sálmaval; í Svíþjóð var þetta falið prestum árið 1811. Annars liöfum við ekki viljað frelsi, sem leitt gæti til handa'hófs, en einkennandi er það, að nú standa yfir tilraunir með þetta. I Sví- þjóð er þessi tilraunastarfsemi þannig vaxin, að hún gæti leitt af sér verulegar breytingar á guðsþjónustum. Nú er það ekki lengur eftirsóknarvert að einhæfa guðsþjónustur, eins og gert var á 17. öld. Kirkjan gelur ekki lengur lokað augunum fyrir fjölbreytni safnaðar- ins, söfnuðirnir eru ólíkir innbyrðis, og hver einstakur söfnuður samanstendur af ólí'kum einstaklingum. Einhæft guðsþjónustulíf upp- fyllir jjess vegna ekki þarfir hins raunverulega safnaðar. Þetta getur auðvitað |)ýtt það, að enn kunni að vera þörf fyrir hefðbundna helgisiði. Messan hefur sem sé ennþá sitt tækifæri. En í ákafanuin við endursköpun hennar skyldu menn gæta samkvæmni, svo að hinn eiginlegi tilgangur hennar, að vera ytri mynd kvöldmáltíð- arbátíðar safnaðarins, verði aftur upp tekinn málamiðlunarlanst. Hin sérstaka predikunarguðsþjónusta er allt of mikilvægt guðsþjón- ustuform til þess að Jmrfa að vera eins konar lemstruð messa. En það er heldur engin ástæða til þess að takmarka form kvöldmáltíðarhá- líðar við hefðbundna messu. I rauninni getur frjáls altarisganga fvrir fólk, sem er ókunnugt kirkjulegum hefðum, orðið þannig, að jiað nálgist mjög þakkargjörð þá, er tíðkaðist í frumkristni. En þá verður mönnum mikill vandi á höndum að sjá til þess, að samræimi og regla ríki í kirkjusamfélaginu, án þess að okerða Irelsið of mikið, eða með öðrum orðum að meta gildi reglulegrar, vndurtekinnar sunnudagsguðsjjjónustu við mikilvægi sérguðsjijónustu, hoðun fagnaðarerindisins, ]>arfir miinni hluta hópanna. Þótt merkilegt megi virðast, hugleiddi Lúther mjög þörfina fyrir Heiri tegundir guðsþjónustu. I formála fyrir Deutsche Messe talar hann um nauðsyn á Jjrem tegundum guðsþjónustu: i fyrsta lagi latneskri guðslþjónustu fyrir ungt námsfólk, J>ví næst fáhrotinni þýzkri •nessu fyrir fólkið, og að lokum innilegri guðsþjónustu fyrir sann- truaðar manneskjur. Hið íðast nefnda form guð’bjónustunnar gat Lúther vissulega ekki gert að veruleika, fyrst og fremsl vegna Jiess að ekki var til neitt það fólk, sem þarfnaðist slíkrar messu. En hug- 'nyndin um guðsþjónustur, sem eru frábrugðnar hverri annarri allt 'dtir mismunandi þörfum, fær að minnsta kosti blessun siðabótar- niannsins. ORGANISTABI.AÐIÐ 15

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.