Organistablaðið - 01.07.1971, Síða 17
etingsbækur munu í framtíðinni skera úr um það, hvort liinn trúar-
legi 'áhugi ungu kynslóðarinnar, sem óvéfengjanlega er fyrir hendi,
nær að bera nokkurn þvílíkan ávöxt, sem komið gæíi að sameigin-
legu gagni tillu kirkjulífi.
Það er þó að minnsta kosti augljóst, að hljóðfæraleikur hefur hafið
innreið sína í guðsþjónustuna. Orgelið hefur einokunaraðstöðu, sem
l>að getur varla haldið til lengdar. Við erum að liverfa aftur til
erfiðari taktsetningar í söng gömlu sálmalaganna. En samtímis not-
um við orgelið, sem er lélegt takthljóðfæri, til að sj)ila undir. Þetta
leiðir a f sér deyfðarlega notkun tigins liljóðfæris. Söfnuðurinn mun
alls ekki uppgötva rytmiska fegurð kirkjuvísunnar, ef liann fær ekki
betri stuðning en þann, sem orgelið getur í té látið, til að njóta ’hljóð-
fulls almennt. Við megum ekki láta stjórnast af fordómum og röngum
bugmyndum um, að til sé eitthvað „heilagt" (sakralt) og „vanheil-
agt“ (j)rofant) í tónlistinni. í liinni „ókristilegu“ (avsakraliserade)
kirkju framtíðarinnar, mun orgelið vera bara eitt af mörgum hljóð-
færum, sem notuð verða.
Nýju formin ver'öa aö geta rúmaö gömlu guöspjöllin.
Látin hefur verið í ljós vantrú á framtíð guðsþjónustunnar i nú-
verandi mynd. En formið er ekki hið mikilvægasta, heldur innihaldið.
fnnihald guðsþjónustunnar er fagnaðarboðskapurinn, og einhverja
Wynd 'hlýtur túlkun hans ætíð að taka á sig. Nærvera Krists í kirkj-
’tnni er bundin vissum, fábrotnum myndum guðspjallsins, orðsins
°g sakramentisins. Frumheimildir guðspjallanna höfum við í ritning-
unni, en skilningur okkar á innihaldi þeirra byggist á aldalangri
túlkunarhefð kirkjunnar. Einnig eru framkvæmdir á helgisiðum
liður í þessari hefð. Þeir hafa þess vegna ekkert gildi i sjálfu sér, en
eru aðeins túlkun guðspjallanna. Hefðirnar eru skapaðar af mönnum
°g þjóna sínum tíma. Okkur, sem höfum hlotið þaö hlutskipti að boða
fagnaðarerindið í dag, ber skylda til að leita hinna ’hæfustu mynda
l)ess, einnig með guðsþjónustu framtíðarinnar í lmga.
Fyrirlestur fluttur á 10. norrœna kirkjutónlistarmótinu 1970.
Frú Rannveig Agústsdóttir þýddi.
ORGANISTABLAÐIÐ 17