Organistablaðið - 01.07.1971, Qupperneq 25
um og öðrum formsmíðum. Því er haldið fram, að Iþessi gömlu og að
mestu óskiljanlegu form hafi aðeins ópersónuleg áhrif á nútímann,
þ. e. liann hefst ekkert að, en í mesta lagi, að hann tekur á móti.
Aftur á móti séu guðsþjónustur um ákveðin efni gerðar „neðan frá“,
ef svo mætti að orði ikomast, þar sem viðmiðunin er ihinn spyrjandi
maður. Venjulega eru þessar guðsþjónustur gerðar úr garði af hópi
manna. Þær eiga að vera guðsþjónustur hversdagslífsins, þar sem
sífellt er rætt við orð Guðs um neyð og vandamál heimsins. Hér er
leiðin ekki frá gefnum texta til predikunar, heldur frá vandamálinu lil
textans og síðan til predikunarinnar. Slika guðslþjóiuistu er ekki unnt
að endurtaka aftur og aftur fyrir eama fólki, af því að hún verður
einhliða og lítt sveigjanleg. Hún er því haldin aðeins einu sinni. Hún
á í grundvallaratriðum að vera lil trúboðs og auka athafnasemi, en
oft verkar hún eins og olnbogaskot, en einnig til upplýsingar um
efnið, sem um er fjallað.
Guðsþjónustur sem þessar eru enn óljósar og á tilraunastigi, frá
sjónarmiði guðfræði og helgisiða. Þær eru verðmætur þáttur í guðs-
þjónustulífinu sem viðbót við liina fö'stu hámessuskipan og mun verða
svo í auknum mæli. Þetta er mjög erfitt snið og því oft til mikils gagns.
Það er komið fram á sjónarsviðið til frambúðar; enginn veit, hve
lengi, enda skiptir það ekki mestu máli. Sérstakir tilraunahópar í
söfnuðinum flytja oft slíkar guðsþjónustur, en slíkir liópar eru nú í
flestum löndum í stærri borgum. Þeir eru afsprengi hinnar sérkenni-
legu helgisiðavakningar á sjöunda tug aldarinnar. Einnig í Osló sá
sfíkur tilraunahópur dagsins ljós árið 1968: „Forum Experimentale“,
og starfar hann í ýmsum deilduin: Helgisiðir, sálmasaga, helgileikir,
fjölmiðlar.
Hljómlist og hljóðfœri.
1 hinum nýju guðsþjónustuformum er einatt tekin upp ný gerð
tónlistar og hljóðfæra, ólíkt liinu hefðbimdiia. En tónlistarsvið guðs-
þjónustunnar er víðáttumikið og erfitt um að fjalla, og tel ég mig
lítt færan um að kveða upp úrskurð í þeim efnum hvað þá að marka
stefnuna. Ég læt mér því nægja að benda á nokkur atriði.
Um orðalag
er það að segja, að vér ættum heldur að tala um „tón'listina í kirkj-
unni“ en „tónlist kirkjunnar.“ Síðari orðin eru varl nógu heppileg til að
tulka hina margbreytilegu tónlist, sem kirkjan 'hefur notfært sér og
ORGANISTARI.AÐIÐ 25