Organistablaðið - 01.07.1971, Page 30

Organistablaðið - 01.07.1971, Page 30
ingunum hefur kirkjan átt greiðastan aðgang að nýjum hverfum, vegna samhands síns við ])á frumhópa samfélagsins, sem fjölskyldan ennþá er. En er þetta nóg? Getur kirkjan látið sér það nægja að byggja aðeins yfir litla söfnuði? Kunnugleikann verður að færa út og víkka með því að veita tækifæri til hinnar miklu samkenndar. Hverju má spá um framtíð venjulegrar safnaðarkirkju, sem ætluð er til reglubundinna sunnudagsguðsþjónusta? Þróunin gengur nú í átt til íjölbreytni. Auk hinna venjulegu langhúskirkna, munu rísa uj)]) margar aðrar kirkjur, óliíkar að gerð. Skipuleggja verður safn- aðarlífið á réttan hátt með tilliti til þeirrar þungamiðju, sem guðs- þjónustan snýst um. Altarið, hjarta messuhússins, 'hefur meir en nokkru sinni fyrr orðið sameiningartákn. A sínum nýja stað, þ. e. nær söfnuðinum, þýðir þetta, að Kristur sé mitt á meðal barna sinna. Hin gamla stað- setning predikunarstólsins hefur verið gagnrýnd — væri ekki rétt, að i lians stað kæmi „ambon“ (forn gerð predikunarstóls. Ath. þýð.) til að varðveita sambandið við ihelgisiðina? Skírnarfonturinn er á réttum stað í kirkjuskipinu sem stöðug áminning um ævarandi gildi skírnarinnar. Kirkja framtiðarinnar er gerð fyrir helgisiði, sem allur söfnuður- inn tekur þátt í, fyrir sameiginlega þátttöku í messunni. Söngkórinn og orgelið skulu einnig vera í sama sjónmáli. Með því er ekki sagt, að tónlistin hafi ekki sjálfstætt listagildi við lilið guðáþjónustunnar. Þetta síðast nefnda orð, list, má færa svo út, að það gildi um allt guðshúsið. Kröfuna um einfaldleika má ekki misskilja. Endurtaka verður, að kirkja á að vera fögur. Óbrotin er ekki hið sama og kurfs- leg. Fegurðin er einnig guðs gjöf, og á að vera vel komin i lians hús. Kirkjubyggingin er ekki aðeins til í nauðsynjaaugnamiði. Hún er hluti af lofgjörð og þakkarfórn, sem liinum kristna ber að færa guði sínum. Hún er tákn, sem tengir það, sem var og verða mun, kirkjuhúsið í íortíð, nútíð og framtíð. (Jtdráttur úr fyrirlestri á 10. norræna kirkjutónlistar- mólinu 1970. - Frú Rannveig Agústsdótlir þýddi. 30 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.