Organistablaðið - 01.07.1971, Side 32
erfiðleikar menn að. Þessir innflytjendur voru Evrópumenn, sem
töluðu móðurmál sitt og 'bjuggu sem ókunnir menn í ókunnu landi.
í öðru lagi greindu trúfræðileg mál menn að. Þetta klauf ekki aðeins
Norðmenn frá Þjóðverjum, heldur gat einnig valdið klofningi meðal
binna norsku safnaða. Um tíma voru þannig til fjórir skar])t aðskildir
norskir siifnuðir. 1 þriðja lagi var svo vandamálið varðandi upp-
vaxandi kynslóð, er leit á sig sem Ameríkana og talaði ensku 6 daga
vikunnar en átti svo að lialda guðsþjónustu á máli, er varð þeim
smátt og smátt framandi. Slíkt olli tilfinningarlegum árekstrum og
leiddi til þess, að nokkur liluti sameinaðist hinum enskumælandi
söfnuðum, þar sem -menn gátu sungið sálma á ensku með lögurn,
sem voru fjörugri en bin lútihersku sálmalög.
Hér myndi vel hæfa að nefna einn þátt, er varð mjög mikilvægur
í kirkjulegu lífi í U.S.A. — the American Public School. Ein af
Iþeim orsökum til þess að menn fluttust til Ameríku voru trúabragða-
ofsóknir. í Ameríku gátu þeir rækt trú sína á þann liátt sem þeir
óskuðu. Til að tryggja trúarbragðafrelsi var ákveðið i stjórnarskrá
Bandaríkjanna, að ríki og kirkja yrðu skýrt aðskilin. Slíkt kom
innflytjendum í klípu. Þeir komu frá löndum ]>ar sem skólar kenndu
ekki aðins venjuleg skólafög, heldur einnig frásagnir úr Biblíunni
ásamt köflum úr hinum minni fræðum Lúthers. í Ameríku var
kennt í fyrrnefndum námsgreinum, en ekki i hinni síðastnefndu.
Hinar lúfhersku kirkjur urðu þannig að taka sjálfar að sér trúar-
'bragðakennslu. íhaldssamar kirkjur tóku höndum saman og settu á
stofn skóla. En flestum lútiherskum mönnum fannst, að s'likt mundi
hafa í för með sér einangrun frá 'þeim, er þeir í samvinnu við
hyggðust reyna að mynda hið ameríska samfélag. Þess vegna létu
menn söfnuðunum eftir að miðla nauðsynlegri trúarbragðakennslu í
sunnudagaskólunum.
í upphafi 20. aldar var einkum um að ræða tvær tegundir lútherskra
kirkjufélaga. Kirkjur í austurríkjunum með tvö hundruð ára sögu,
og síðar komnir innflytjendur. Þessi síðari hópur hefur farið í
gegnum þrjú þróunarstig. Fyrsta stig þangað til um 1890, einkennist
af því að söfnuðir voru litlir og sýndu mikla samheldni. Auk þess
notuðu menn næreingöngu hið evrópska móðurmál. Næsta þróunarstig,
frá 1890, hafði tvö tungumál. [ söfnuðunum voru oft haldnar tvær
guðsþjónustur hvern sunnudag, sín á livoru máli. Á þriðja stigi varð
allt amerískt í vaxandi mæli, og slí'kt heldur enn áfram.
32 ORGANISTABI.AÐIÐ