Organistablaðið - 01.07.1971, Síða 36

Organistablaðið - 01.07.1971, Síða 36
R A D D I R um kirkjutónlistarhátíð Undir yfirskriftinni „Listafiátið í Reykjavík" má segja, að þrjár tónlistarhátíðir hefjist laugardaginn 20. júnií. Sú fjórða „þjófstartaði“ með furðu mikilli leynd í Dómkirkjunni einu kvöldi áður. Það var 10. norræna kirkjutónlistarmótið. Þetta mót sóttu úrvals organistar, söngvarar og stjórnendur frá liinum Norðurlöndunum, en íslenzkir organistar og kirkjukórar komu 'hvergi nærri hinum opinberu tón- leikum. Tómleikarnir voru þrennir, fyrst í Dómkirkjunni föstudaginn 19. júní (þar var liálf tómt hús), síðan ií Frí'kirkjunni næsta eftirmiðdag (líka hálftómt) og loks í Kristskirkju á mánudagskvöld, og var troð- fullt þar. Þarna mátti fá gott yfirlit yfir iþær hræringar, sem nú eru efst á haugi meðal kirkjutónlistarmanna frændþjóðanna, og ýmislegt ný- stárlegt. Kirkjutónlistarmenn spöruðu engin tiltæk tjáningarmeðul eða tækni- lega kunnáttu. Margt af því var stundum „óskiljanlegt" venjulegu eyra. Muldur, tuldur og skvaldur er tjáningarmáti hversdagsleikans, og orðin, sem æðstu hugmyndum eru gefin, missa þar klingjandi sann- færingarinnar. Þorkcll Sigurbjörnsson. Eins og á mörgum öðrum sviðum hafa Svíar brotið öll mörk þess, sem álitið er kirkjutónlist. — —----Aftur á móti mátti finna perlur í nýrri finnskri kirkjutónlist, ágætlega fluttri af finnskum kirkju- kór, skipuðum nemum í kirkjutónlist, undir stjórn Harald Anderséns. Minnisstæð er sú birta og gleði, sem rikti, i danskri morgunguðs- þjónustu, en liina nýju finnsku messu verður að skoða vonlausa og úrelta, þar sem liinn gamli víxlsöngur gregoríanskra laga kemur í veg fyrir þátttöku safnaðarins í söngnum. Björn Björlclund. 36 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.