SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Qupperneq 4

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Qupperneq 4
4 6. desember 2009 6-10 Vikuspeglar Svisslendingar banna mínarettur við moskur, Tiger Woods í kröppum dansi og verstu kynlífslýsingar í bókmenntum. 18 Krakkaskarinn í Óliver Skyggnst bak við tjöldin á æfingu á jólasýningu Þjóðleikhússins. 26 Vill lyfta umræðunni Kolbrún Bergþórsdóttir tók hús á Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur kynfræð- ingi sem er nýbúin að senda frá sér bók. 28 Í frumskóginum á Krakatá Ragnar Axelsson segir söguna bak við myndina. 34 Að kikna undan afborgunum Vilhjálmur Bjarnason fasteignasali vill að erlend lán verði gerð ís- lensk, annars verði mörg þúsund manns gjaldþrota. 36 Bitastætt bréfasafn Afkomendur Einars H. Kvarans afhenda þjóðdeild Landsbókasafnsins bréfasafn hans í næstu viku. 40 Leyndardómar hollustufæðisins Auður Ingibjörg Konráðsdóttir starfar sem heilsukokkur. Lesbók 48 Ljóð fyrir sálina Einar Falur Ingólfsson ræðir við Ingunni Snædal í tilefni af nýrri ljóða- bók hennar, Komin til að vera, nóttin. 54 Draumfarir, hrunadans og óútreiknanlegar tilfinningar Umsagnir um bækur Ara Trausta Guðmundssonar, Steinunnar Sigurðardóttur og Sindra Freyssonar. 36 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Augnablikið E lskulegur, ungur þjónn í svörtu vesti kemur að borðinu og spyr kurteislega: Má bjóða þér kaffi? „Ha! Mér? Ja... Nei. Ertu að gera grín að mér?“ Ég hvessi á hann augun. Mig langar satt að segja í gott kaffi eftir matinn en þori ekki að taka áhættuna á því að þjónninn ætli að eitra fyrir mig. Eða saki mig um að hafa klipið sig í rassinn. „Grínast?“ spyr þjónninn og virðist alveg eins hafa átt von á spurningunni. „Alls ekki. Ég spurði bara hvort það mætti bjóða þér kaffi.“ Ég stekk upp úr stólnum, þríf ekki í konuna mína en hún þekkir augnaráðið þegar ég er ótta- sleginn og fylgir mér út á hlaupum. Það skal viðurkennt að ég var ekki í jafnvægi. Nýbúinn að klappa hraustlega fyrir óvenjulegri en skemmtilegri þjónustu nokkurra starfsmanna Leikfélags Akureyrar og Arnrúnar Magnúsdóttur verts á Friðriki V sem fer með hlutverk eins þjóns- ins í verkinu Þjónn í súpunni. Ég held að minnsta kosti að hún hafi verið í hlutverki; geymir tyggjóið vanalega ekki á gólfinu. Eða var það ekki lokaklappið? Var ég narraður? Var leikritinu lokið þegar þjónninn bauð mér kaffi? Hvernig gat ég verið viss? Ekki færri en þrjár þjónustustúlkur sökuðu mig um að hafa klipið sig í afturendann – eða strokið, það kom svo sem ekki skýrt fram; áreitni var það að minnsta kosti – meðan á málsverðinum stóð. Alli Bergdal varla farinn úr salnum; skjóðufullur kokkur sem angraði gestina með reglulegu milli- bili og kveikti á endanum í frammi í eldhúsi; af því að hann missti helv.. glóðina úr sígarettunni á vit- lausan stað. Þar sem fyrir nokkrum misserum var opnaður hinn rómaði veitingastaður Friðrik fimmti í gilinu á Akureyri segist bróðir Friðriks, Kristján níundi, hafa tekið völdin. Hann tjáði að minnsta kosti gestum það í anddyrinu, áður en sest var að borð- um á fimmtudaginn, að Friðrik hefði gefist upp eftir að kreppan skall á. Tvennt skildi Friðrik eftir, eins og Kristján orðar það; húsið, sem töluvert þurfi að lappa uppá, og hana Öddu sína, sem sé reyndar ágætis þjónn, það megi hún eiga, en sé að öðru leyti eiginlega bara fyrir. „Farðu inn í geymslu og leggstu á gólfið!“ Í súpunni eru sveppir tíndir af ömmu, segir Kristján. Altso, amma tíndi sveppina. Örugglega væri hægt að tína sveppi af ömmunni en hann hefur ekki sérstakan áhuga á því. Asni var ég að setjast í hornsætið. Gesturinn í því sæti er líklega alltaf sá sem klípur þjónana í rassinn. Var að spá í að launa þeim lambið gráa með því að láta vaða en fékk mig ekki til þess. Sé þó hálfpartinn eftir því... En ég má teljast heppinn miðað við suma. Hvenær lýkur sprellinu og hvenær tekur raun- veruleikinn við á ný? Ætli Kristjáni hafi verið al- vara með því að hann ætli að rífa Hótel KEA og setja þar upp auglýsingaskilti? skapti@mbl.is Arnrún Magnúsdóttir vert á Friðriki V, leikur þjón. Hún tyllti sér í gluggann í pásu með fullan munn af tyggjói. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tyggjó í súpunni Laugardagur 5. og sunnudagur 6. desember Íslandsmót í atskák 2009 fer fram báða dagana í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Tefldar verða tvær 25 mínútna skákir og verði jafnt skal tefla 7 mín- útna bráðabana þar til hrein úrslit fást. Öllum er heimil þátttaka og skal teflt með útsláttarfyrirkomulagi. Íslandsmótið í atskák Við mælum með… Laugardagur 5. desember Jólamarkaður Smugunnar verður haldinn á Klapparstíg 28 frá kl 12- 17. Flóamarkaður, myndlist, hand- unnið jólaskraut, ljósmyndasýning, jólakort, jólagjafir og margt fleira. Risamarkaður verður í KR- heimilinu, Frostaskjóli 35, frá kl. 12- 17. Eins og verið hefur eru öllum vel- komið að koma með það sem þeim dettur í hug að selja. Ungmennaráð Vesturbæjar verður með jólapappír og jólakort til sölu. Veitingar, kakó- sala unglinga í Frosta og fleira. Sunnudagur 6. desember Friðarsúlan – Imagine Peace tower. Opin listsmiðja og notaleg sam- verustund fyrir börn og fullorðna verður í Viðeyjarstofu frá kl. 14:30- 16:30. Unnið verður út frá friðarsúlu Yoko Ono og orðunum „hugsa sér frið“.                                     ! "       

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.