SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Page 10
10 6. desember 2009
Undanfarin ár hefur lestrarfélagið
Krummi veitt íslenskum rithöf-
undum viðurkenningar fyrir kyn-
lífslýsingar. Verðlaunagripurinn
kallast Rauða hrafnsfjöðrin og
þótt ekki sé beinlínis verið að
verðlauna slæmar kynlífslýsingar
er það reyndar oft raunin í ljósi
þess hvað rithöfundum eru mis-
lagðar hendur á þeim vettvangi.
Fyrst voru verðlaunin veitt
2007 og þá sigraði Eiríkur Örn
Norðdahl fyrir „Eitur fyrir byrj-
endur“, 2008 varð Elísabet Jök-
ulsdóttir hlutskörpust fyrir „Heil-
ræði lásasmiðsins“ og Hermann
Stefánsson hreppti verðlaunin
2008 fyrir „Algleymi“. Tilnefn-
ingar eru jafnan birtar á vefnum
hrafnaspark.blog.is. Dæmi þaðan:
„Högni sarð Dísu með styrk
górillunnar, fimi kattarins og
slægð höggormsins. Dísa lét bara
taka sig. Hún lét einfaldlega
ginna sig út í raðfullnægingu eftir
raðfullnægingu, stundi bara og
gapti eins og hún hefði aldrei upp-
lifað annað eins.“
(Úr Eitur fyrir byrjendur eftir Ei-
rík Örn Norðdahl.)
„Ferð mín í eldhúsið var jafn
draumkennd og stinnur líkaminn
sem skók sig við hlið mér. Ég
strauk fingrunum eftir brjóstunum
og niður eftir bakinu þar til hún
settist klofvega yfir andlit mitt.
Rök skapahárin bærðust við
munninn eins og saltlausn í lopa
eða andnauð og ég hugsaði að
þetta væri dauðinn.“
(Úr Fljótandi heimi eftir Sölva
Björn Sigurðsson.)
„Lawrence fannst hann finna
breytingu á henni þegar þau komu
heim á hótel. Hann fann hana þeg-
ar þau voru komin upp í og hann
tók utan um hana og strauk mjó-
an hálsinn, axlirnar og brjóstin.
Þá var aftur farið að rigna.“
(Úr Aldingarði Ólafs Jóhanns
Ólafssonar.)
Rauða hrafnsfjöðrin
Eiríkur Örn með hrafnsfjöðrina.
R
ithöfundar eru eins misjafnir og þeir eru
margir og þeim gengur misvel að túlka til-
finningar og binda í orð. Mestur virðist
vandi þeirra þó vera þegar kemur að hisp-
ursmálum og ræður sjálfsagt sitthvað eins og inn-
byggð (lærð) blygðunarsemi. Hvað sem því líður hafa
ýmsir orðið til þess í gegnum tíðina að verðlauna sér-
staklega álappalegar kynlífslýsingar í skáldverkum og
komst í heimspressuna fyrir stuttu þegar enska bók-
menntatímaritið Literary Review birti tilnefningar
sínar.
Literary Review hefur veitt þessi verðlaun, sem
mætti kalla skammarverðlaun, frá 1998 og sumir
handhafar þeirra hafa verið rithöfundar í fremstu
röð, til að mynda John Updike, Norman Mailer, Tom
Wolfe og Sebastian Faulks, en aðrir minni spámenn
eins og gengur. Færri konur hafa reyndar komist á
listann – hugsanlega vegna þess að þeim er betur lag-
ið að skrifa um kynlíf eða þá að þær eru ekki eins
uppteknar af því.
Á tilnefningalistann komust eftirfarandi bækur:
John Banville fyrir „The Infinities, Nick Cave fyrir
„The Death of Bunny Munro“, Jonathan Littell fyrir
„The Kindly Ones“, Richard Milward fyrir „Ten Stor-
ey Love Song“, Sanjida O’Connell fyrir „The Naked
Name of Love“, Amos Oz fyrir „Rhyming Life and
Death“, Anthony Quinn fyrir „The Rescue Man“,
Philip Roth fyrir „The Humbling“, Paul Theroux fyrir
„A Dead Hand“ og Simon Van Booy fyrir „Love Beg-
ins in Winter“.
Sumar lýsingarnar eru þess eðlis að ekki er hægt að
birta þær hér og þá af tillitssemi við hugsanlega les-
endur en ekki af blygðunarsemi, en dæmi eru um
notkun á sjávarsamlíkingum í tveimur bókanna:
„Hún faðmar hann þétt að sér og þrýstir líkama
sínum að honum svo indælir seglbátar venda fram og
aftur yfir úthaf baksins. Með fingurgómunum rekur
hún hvítfyssandi öldur yfir húð hans … Því hærra
sem unaðsöldur hennar rísa því meira svellur honum
móður og því meiri gleði hefur hann af því að fresta
eigin sælu þar til hálfkæfðar stunur hennar losna úr
læðingi – þar til flóðbylgjan ber hana með sér eins og
pappírsbát yfir grynningarnar.“
(Amos Oz )
„Hann var á floti í dimmgrænum sjó, öldurnar
brotnuðu á honum, aðeins örfá sundtök að breiðri
ströndinni … Hún stundi mjúklega þegar hann
smeygði sér inn í hana; í birtunni frá eldinum stækk-
uðu augu hennar og geisluðu og hann sá í djúp þeirra
líkt og hann horfði í grænt grunnsævi þar sem öldur
gæla við steina og bein. Og líkt og flóðbylgja fann
hann hvernig unaður og alger sorg flæddu yfir hann.“
(Sanjida O’Connell)
Dæmi út öllum tilnefndu bókunum má finna á vef-
setri Literary Review, literaryreview.co.uk, en þar er
líka hægt að lesa kafla úr sigurbókunum í gegnum ár-
in þar á meðal þessi perla eftir Tom Wolfe:
„… fingurnir leituðu undir nærbuxnateygjuna stuna
stuna stuna stuna stuna heyrðist í Hoyt á meðan
fingurnir skriðu skriðu skriðu skriðu og struku
struku struku struku þar til þeir voru fáeinum
tommum frá jaðri skapahára hennar – Hvað er að
tarna! – nærbuxur hennar voru svo blautar niður …
nú voru fingurnir komnir að ytri mörkum skapahára
hennar og myndu fljótlega sökkva í raka óreiðuna
sem beið einmitt … þarþar.“
Svo fór á endanum að bókin The Kindly Ones eftir
bandaríska rithöfundinn John Littell hreppti „heið-
urinn“ og þá aðallega fyrir þessa setningu:
„Ég fékk fullnægingu skyndilega, kippur sem
tæmdi huga minn eins og skeið hefði skafið innan úr
linsoðnu eggi.“
Engum sögum fer af því hvernig Littell tók þessari
viðurkenningu og ekki fer spurnum af því hvað við-
komandi rithöfundum fannst um tiltækið, en þó barst
yfirlýsing frá Caniongate, útgefanda Nicks Caves um
það að hann væri mjög ánægður með tilnefninguna,
enda rími hún mjög vel við innræti sögupersónunnar,
þ.e. hann hafi verið að lýsa frumstæðri karlrembu
með kynlífsþráhyggju. Svo sem gott og blessað en
hefði ekki mátt lýsa athöfnum svo ókræsilegs karakt-
ers af meira listfengi?
Verðlaun
fyrir lélegt
kynlíf
Rithöfundar
streða við
samfaralýsingar
„Öldurnar brotnuðu á honum,“ skrifar Sanjida O’Connell.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vikuspegill
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Jonathan Littell, sem er sonur rithöfund-
arins Roberts Littells, vakti mikla athygli
fyrir bókina Les Bienveillantes sem kom
út árið 2006, en hún segir frá fyrrverandi
liðsforingja í SS sveitum Þjóðverja sem
tók þátt í fjöldamorðum á gyðingum í hel-
förinni. Bókinni var gríðarvel tekið í
Frakklandi og hlaut þar helstu bók-
menntaverðlaun. Hún kom út á ensku í
byrjun þessa árs undir heitinu The Kindly
Ones, og hefur fengið misjafna dóma;
henni hefur verið hampað sem meist-
araverki og hún löstuð fyrir tilgangs-
lausan hrylling og tilgerð.
Meistaraverk
eða hryllingur?