SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Side 18

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Side 18
18 6. desember 2009 Þ að ríkir mikil eftirvænting og kátína meðal krakkaskarans í Óliver, jólasýningu Þjóðleikhússins, en æfingar standa yfir í gamla húsinu með ríku söguna við Hverfisgötuna. Og skemmtilegt fólk er á hverju strái þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Þarna er Bergþór Pálsson sem lokar útidyrunum varlega á eftir sér, því hann þolir ekki skellinn. Friðrik Friðriksson og Álfrún Gunnlaugs- dóttir kveðja í því sem þau heilsa; þau leika ekki í atriðinu sem á að æfa. En í kaffikróknum er líf og fjör, hópur af krökkum í tölvuleik og í sóf- anum sitja Þórunn Lárusdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Valur Freyr Ein- arsson, Edda Arnljótsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Örn Árnason. Blaðamaður tyllir sér og hlustar á fjörugar umræður um Icesave og mæðrastyrksnefnd, vinsældatónlist og tónlist á jaðrinum, leikarapartíin í gamla daga þegar lesið var úr bókum og þulin ljóð og svo segir Örn frá kynnum sínum af þýðandanum Helga Hálfdanarsyni, sem birtist allt í einu ljóslifandi, í miklu stærri búk. Og hann flytur af innlifun það sem Helgi sagði hina fullkomnu hendingu: „Þröstur minn góður! það er stúlkan mín.“ Helgi var hlédrægur maður. Þegar flutt var hátíðardagskrá í Þjóðleikhús- inu á 75 ára afmæli hans, þá sat hann á aftasta bekk og yst í sætaröðinni. „Það mátti ekki beina ljósinu að honum,“ segir Örn. „Við stóðum á svið- inu og hneigðum okkur, en svo gekk Stefán Baldursson leikhússtjóri fram á sviðið með blómvönd og ætlaði að ávarpa Helga. En ekki tók lengri tíma en það fyrir Helga að láta sig hverfa úr salnum.“ Örn hlær sínum hlýlega hlátri. Sagan er sínálæg í húsinu, þó ekki væri nema fyrir ljósmyndirnar á veggjunum, í tígulegum römmum. „Ég tók mig til og merkti allar mynd- irnar,“ segir Örn, því faðir hans Árni Tryggvason leikari og trillukarl þekkti bæði leikarana og rullurnar. Ef ekki er gætt að sögunni, þá flyst vísdómurinn ekki á milli kynslóða. Fjórum kaffibollum eftir komuna í leikhúsið, þar sem krakkar hlaupa reglulega inn á kaffistofuna og út aftur, þá kveður blaðamaður. Hann náði aldrei að komast í salinn til að fylgjast með æfingunni, því samræðurnar voru svo skemmtilegar, en var sem betur fer með Kristin Ingvarsson ljós- myndara með sér. Á útleið bregður Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur fyrir í fal- legum grænum kjól. Svo tekur Lindargatan við. Krakkagengi í leikhúsinu Bak við tjöldin Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kristinn@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.