SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Síða 21
6. desember 2009 21
„... stóri sig-
urinn var að
koma aftur á fót
knattspyrnuliði, fá 40
til 50 stráka, ný-
komna úr grenjunum
á Hverfisgötu, úr
harðri neyslu vímu-
efna, til að mæta á æf-
ingar, spila leiki,
halda hópinn í rút-
unni, borða og grilla
saman.“
náttúrunnar og Bíódaga með Friðriki Þór. En í
heimildarmyndum, ekki síst um þetta efni, verða
ýmsar óvæntar uppákomur á vegi manns.“
Enn hlæja báðir.
„Þá er maður ekki beinlínis að semja, því heim-
ildirnar fara sína leið. Ég mætti stundum og fylgd-
ist með leikjunum, en fékk þá Bjarna Grímsson,
Árna Benediktsson og Ara Matthíasson til að halda
þeim heimildum til haga.“
– En þú klæddist ekki stuttbuxum?
„Nei, mér stóð það ekki til boða,“ segir hann og
hlær. „Mínum knattspyrnuferli lauk fyrir löngu.
Ég held mig við sundlaugarnar. En ég sá strax
kjarnann í efninu og það var ýmislegt sem ég vissi
að myndi gera sig í mynd, eins og æðruleys-
isbænin. Þannig að mín fingraför eru á knatt-
spyrnunni upp að vissu marki. En það sem vakti
áhuga minn voru mennirnir. Við Einar vorum
málkunnugir, en ég þekki Eyþór Frímannsson
betur, hina aðalpersónuna. Svo tók ég viðtal við
fleiri og hefði getað lengt myndina; efnið var
ótæmandi. En þegar handrit er skrifað verður að
halda sig við aðalatriðið og saga Einars Pálma tók
yfirhöndina, enda var hann leiðtoginn í liðinu.
Eins og Billy Preston sagði: „That’s the way God
planned it.“ Það var eins og aðrir tækju leikstjórn-
ina yfir.“
„Já-á,“ segir Einar Pálmi. Enn hlær hann. Létt
yfir norðanmönnum. Og Einurum.
Haldið út í óvissuna
„Aðeins brotabrot af samtölunum við Einar og Ey-
þór komst í myndina,“ segir Einar Már. „En Frið-
rik Þór kenndi mér að taka í burtu það sem er gott
og manni þykir vænt um, ef það er nauðsynlegt til
að styrkja heildina. Það má segja að myndin hafi
skrifað sig sjálf. Þetta er svolítið skylt skáldsögu að
því leyti; maður leggur af stað, veit hvert förinni
er heitið, en villist eða sér skemmtilegri leiðir – og
heldur út í óvissuna.“
– Myndin stendur undir nafni.
„Fótboltinn er táknrænn fyrir þessa baráttu,“
segir Einar Már. „Fyrirfram er staðan oft vonlaus,
en þó er alltaf þessi stórkostlega von. Það er þemað
í ljóðabókinni Ég stytti mér leið framhjá dauð-
anum, að mönnum verður fyrst ljóst hvað lífið er
stórkostlegt þegar þeir hafa klúðrað því. Þá rennur
upp fyrir þeim ljós. Það er sigur í tapleik.“
– Þetta er líka innblástur fyrir þjóðina?
„Já, svona er staðan í dag. Við getum sigrað í
þessum tapleik. Við ræddum það raunar lengi, ég
og nafni, þegar ég tók viðtölin skömmu eftir hrun,
hverjar væru hliðstæður þjóðfélagsins og áfeng-
isneyslunnar; þessar hliðstæður sem birtast í
stjórnleysi alkóhólismans og græðgisvæðingu
samfélagsins. Og líka í því hvernig stjórnvöld, sem
lenda í varnarstöðu, grípa til skýringa sem minna á
skýringar alkóhólistans.“
„Við vorum með tvö dæmi um risafyllirí fyrir
framan okkur þegar við unnum myndina, annars-
vegar það sem myndin fjallar um og svo þjóðina í
heild sinni,“ segir Einar Pálmi.
– Og þú hefur hrópað inn á völlinn, eins og Ein-
ar Pálmi gerði í myndinni!
„Á vissan hátt,“ segir Einar Már. „Nú veit ég
ekki hvort ég var bakvörður eða í hvaða stöðu ég
var. En Hvítbókin ber með sér, að ég nýti mér
kerfið sem við notum til að sigrast á sjúkdómnum,
til að takast á við mein samfélagsins. Það að hafa
fengið innsýn í veröld alkóhólismans hefur dýpk-
að skilning minn á þjóðfélaginu. Þó að ég viti það
líka, að alkóhólismi á sér ekki nema að takmörk-
uðu leyti félagslegar skýringar, því sjálfur sjúk-
dómurinn verður til í huganum og ef hann er ekki
þar fyrir, þá þróast hann. Það veit enginn hvort
hann fæðist alkóhólisti eða verður það, en þegar
maður er orðinn alkóhólisti skiptir það engu máli.
Í bankahruninu kenndi hver öðrum um og þjóðfé-
lagið varð meðvirkt að finna skýringar, sem liggja í
félagslega veruleikanum, eins og að hafa átt erfiða
æsku...“
„... og verið lokaður inni í kústaskáp sex ára,“
skýtur Einar Pálmi inn í.
„Þegar tilraunir er gerðar á öpum og hundum,
þá laðast ákveðinn hópur að áfenginu, en það hef-
ur ekkert með misnotkun að gera, þannig að slíkar
skýringar eru oft lítið haldreipi,“ segir Einar Már.
– Hvað fannst liðinu um myndina?
„Strákarnir voru ánægðir,“ segir Einar Már.
„Enda stóð aldrei til að sækja skýringar eða afsak-
anir, þetta er ekkert öðrum að kenna. Þetta eru
stoltir menn sem hafa frá miklu að segja, mjög
klárir og skemmtilegir. Og þetta fall sem er í
myndinni gerir hana enn sterkari. Kona sem séð
hafði myndina, og á ekki í neinum vandræðum
með áfengi, sagði við mig að nú horfði hún allt
öðrum augum á útigangsmenn. Hún hefði verið
full af fordómum, þetta væri fólk sem kæmi henni
ekki við, en nú hugsaði hún með sér að það ætti sér
sögu, væri menntað og ætti börn. Í kjarnann er
þetta sama sagan og ég segi í Englum alheimsins og
Rimlum hugans. Nema þetta er heimildarmynd og
fólk getur séð það í sjóndepli, til dæmis hvað Einar
í báðum þessum hlutverkum, hefur mikið að
gefa.“
„Þetta er rússíbanasyndróm,“ segir Einar Pálmi.
– Hvernig líður þér í dag?
„Ég hef það fínt,“ svarar hann. „Hvernig viltu
að ég svari þessu? Ég er bara frjáls og ánægður ein-
staklingur, rek mitt eigið fyrirtæki, borga mína
skatta og skyldur.“
– Það er nú meira en flest fyrirtæki!
„Já, ég er eftirsóttur, hef engan tíma til þess að
sitja í viðtölum,“ segir hann og hlær.
„Myndin eykur hróður hans,“ segir Einar Már.
„Annaðhvort það eða ég fæ aldrei kúnna aftur,“
svarar Einar Pálmi.
„Ég hef engar áhyggjur af því að sú verði raun-
in,“ segir Einar Már. „Svo við peppum upp sjálfs-
vitund þjóðarinnar, þá sýndum við myndina á
kvikmyndahátíð í Danmörku og af því tilefni var
efnt til umræðufundar um alkóhólisma. Þá feng-
um við spurningar frá áhorfendum um það,
hvernig mennirnir þyrðu að vera í mynd og segjast
vera alkóhólistar. Það er ennþá bannorð í Evrópu
og sama viðhorf heyrði ég um daginn í Frakklandi.
En hér á Íslandi þekkjum við orðið svo marga sem
hafa fengið þessa hjálp, það finnst einhver í hverri
fjölskyldu eða vinahópi. Og þetta er ekkert feimn-
ismál lengur. Ég er hvorki marktækari né ómark-
tækari, þótt ég hafi farið í áfengismeðferð.“
Stutt þögn.
„Ja, frekar marktækari,“ bætir hann við.
Þeir hlæja.
„Gott hjá þér,“ segir Einar Pálmi. „Þannig að ég
er þá mjög marktækur maður, miðað við allar
mínar meðferðir!“
„Fæstir sem leita sér hjálpar á þessu sviði upplifa
það sem neina hömlun,“ segir Einar Már. „Það er
frekar að þeir öðlist fleiri tækifæri. Við viljum gott
þjóðfélag, þar sem menn hafa færi á að bæta ráð
sitt. Og það má gilda á öllum sviðum mannlífsins!“
„Þess vegna finnst mér mikilvægt að sýna þessa
mynd í skólum og á vinnustöðum,“ segir Einar
Pálmi. „Eina mottóið sem ég hef í lífinu er að
dæma ekki annað fólk. En svo bættist við, þegar
útgáfa á því blaði hófst, að ég ætla aldrei í Séð &
heyrt.“
GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000
Ein gjöf sem
hentar öllum
Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að
gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina.
Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans.
N
B
Ih
f.
(L
an
d
sb
an
ki
nn
),
kt
.4
71
0
0
8
-0
2
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
39
89
1
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
9
23
69
Upplýst umræða
um nýtt skattafrumvarp
og áhrif þess á atvinnulífið
Í tilefni af nýju skattafrumvarpi býður Deloitte
til opins upplýsingafundar um frumvarpið,
miðvikudaginn 9. desember kl. 16.00–17.30
á 20. hæð í Turninum við Smáratorg.
Fundurinn er öllum opinn og enginn
aðgangseyrir.
Heitt kaffi verður á könnunni.
www.deloitte.is
Skatta- og lögfræðisvið Deloitte