SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 22
22 6. desember 2009 Morgunblaðið/Kristinn Aðför að sálinni Einelti er ein dapurlegasta birtingarmynd mannlegra samskipta. Enda þótt umræða um einelti hafi opnast á umliðnum árum á fjöldi fólks ennþá um sárt að binda af þeim sökum, ekki síst grunnskólabörn sem oftar en ekki eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér. Einelti Signý Gunnarsdóttir signyg@mbl.is Hvað er einelti? Það er skilgreint sem einelti þegar einstaklingur sem er sterkari líkamlega og/eða félagslega beitir annan ein- stakling síendurteknu áreitni sem hann á erfitt með að verjast. Sár af völdum eineltis geta fylgt þolandanum ævilangt og í verstu tilfellunum leitt til sjálfsvígs. Er munur á stríðni og einelti? Það er talað um stríðni þegar ein- staklingi eða hópi barna er skapraun- að af öðrum einstaklingi eða hópi. Stríðni þarf ekki að magnast upp í einelti þó að það gerist stundum. Það er því mikilvægt að stöðva alla stríðni áður en hún fær tækifæri til að þróast í eitthvað annað og verra. Staðreyndir um einelti Rannsóknir sýna að um fimm þúsund börn eru lögð í einelti hér á landi á hverju ári og eru það að meðaltali um tvö börn í hverjum bekk. Afleið- ingar eineltis geta fylgt þolandanum ævina á enda og eru þolendur líklegir til að flosna upp úr námi og eiga oft erfitt með að fóta sig á vinnumarkaðnum. Þolendur eru einnig líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða á lífsleiðinni. Mikið hefur samt sem áður breyst á Íslandi með aukinni vitundarvakningu og segist Þolákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi, sjá mikinn mun í þeim skólum sem hafa starfað eftir áætluninni síðan 2002. Árlega eru lagðar kannanir fyrir nemendur þeirra skóla sem starfa eftir Olweus og er eineltið áberandi að minnka í þeim skólum sem hafa tekið þátt í starfinu frá upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.