SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Qupperneq 22

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Qupperneq 22
22 6. desember 2009 Morgunblaðið/Kristinn Aðför að sálinni Einelti er ein dapurlegasta birtingarmynd mannlegra samskipta. Enda þótt umræða um einelti hafi opnast á umliðnum árum á fjöldi fólks ennþá um sárt að binda af þeim sökum, ekki síst grunnskólabörn sem oftar en ekki eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér. Einelti Signý Gunnarsdóttir signyg@mbl.is Hvað er einelti? Það er skilgreint sem einelti þegar einstaklingur sem er sterkari líkamlega og/eða félagslega beitir annan ein- stakling síendurteknu áreitni sem hann á erfitt með að verjast. Sár af völdum eineltis geta fylgt þolandanum ævilangt og í verstu tilfellunum leitt til sjálfsvígs. Er munur á stríðni og einelti? Það er talað um stríðni þegar ein- staklingi eða hópi barna er skapraun- að af öðrum einstaklingi eða hópi. Stríðni þarf ekki að magnast upp í einelti þó að það gerist stundum. Það er því mikilvægt að stöðva alla stríðni áður en hún fær tækifæri til að þróast í eitthvað annað og verra. Staðreyndir um einelti Rannsóknir sýna að um fimm þúsund börn eru lögð í einelti hér á landi á hverju ári og eru það að meðaltali um tvö börn í hverjum bekk. Afleið- ingar eineltis geta fylgt þolandanum ævina á enda og eru þolendur líklegir til að flosna upp úr námi og eiga oft erfitt með að fóta sig á vinnumarkaðnum. Þolendur eru einnig líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða á lífsleiðinni. Mikið hefur samt sem áður breyst á Íslandi með aukinni vitundarvakningu og segist Þolákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi, sjá mikinn mun í þeim skólum sem hafa starfað eftir áætluninni síðan 2002. Árlega eru lagðar kannanir fyrir nemendur þeirra skóla sem starfa eftir Olweus og er eineltið áberandi að minnka í þeim skólum sem hafa tekið þátt í starfinu frá upphafi.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.