SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 25
6. desember 2009 25 V ið vorum ekki að lemja hann en þetta var annars konar skepnuskapur. Við vorum til dæmis að taka fötin hans og bleyta þau, taka skóladótið hans og því um líkt. Þessar aðfarir okkar voru honum þó ekki verstar heldur var það höfnunin. Hann vildi alltaf vera vinur okkar,“ segir karlmaður á fimmtugsaldri þegar hann rifjar upp þátttöku sína í rúmlega þrjátíu ára gömlu einelt- ismáli. Hann hefur í fjölda ára glímt við samviskubit vegna gjörða sinna og telur þarft að viðeigandi úrræði séu til jafnt fyrir gerendur sem og þolendur. „Oft á tíðum eru úrræði ekki meir en svo að viðkomandi gerandi er tekinn til hliðar og það er lesið duglega yfir honum rétt eftir að atvikið á sér stað. Mér finnst líka vanta inn í umræðuna hvernig við ger- endurnir eigum að vinna okkur út úr þessu þegar lengra er liðið. Það kann að hljóma undarlega en það er bara verulega vont að hafa þetta á samviskunni.“ segir hann. Hugsanlega vegna þátttöku sinnar í einelti á unglingsárum er hann sérstaklega smeykur um börnin sín. Þó að þau hafi ekki enn upplifað einelti segir hann þau með- vituð um ljótleika þess. Hann hefur ekki rætt þátt sinn í eineltinu við þau og vill ekki láta nafns síns getið þeirra vegna en telur mik- ilvægt að rödd gerand- ans fá líka að heyrast. „Þetta var hreinn og klár ótuktarskapur og illska í okkar tilfelli. Okkur fannst við vera fjórir kóngar og hann bauð okkur birginn og okkur þótti það bara nóg. Auðvitað var ekkert sem hann gerði sem réttlætti framkomu okkar. Mér fannst þetta spennandi á þessum tíma og hreint út sagt þá leið mér ekki illa eftir á. Mér þótti þetta bara fyndið og spennandi, því miður. Svo vitkast maður eftir á. Það er svo ekki fyrr en ég kem í fram- haldsskóla sem ég geri mér grein fyrir hversu rangt eineltið var og svo seinna helltist sektarkenndin yfir mig. Ég skil ekki hvernig í ósköpunum mér datt þetta í hug,“ segir hann. Eineltið byrjaði þegar drengirnir voru 12 ára gamlir og stóð það yfir í þrjú ár. Hann segir bekkjarfélagana og önnur börn hafa verið meðvituð um eineltið og þau hafi ekki brugðist við því en hann telur ekki við þau að sakast. Hann veit til þess að þolandinn hafi reynt að segja frá en kvörtun hans hafi ekki hlotið neinn hljómgrunn. „Við [gerendurnir] bjuggum allir við besta atlæti sem hægt var að hugsa sér. Það var ekkert að hjá okkur og við komum allir frá fyrirmynd- arheimilum. Kannski var það einmitt vegna þess sem kvart- anir þolandans hlutu ekki þá athygli sem þær áttu skilið? Við höfum aðeins rætt þetta okkar á milli og mér finnst eins og allir glími við samviskubitið. Þetta var alveg skelfi- legur kafli sem ég lokaði á allt of lengi. Okkur vegnar öllum vel í dag og þolandanum líka. Ég hef rætt oft við hann og við erum sáttir í dag. Það er bara samviskan sem er alltaf að naga mann. Það er nefnilega miklu auðveldara að fá fyr- irgefningu frá fórnarlambinu heldur en frá sjálfum sér,“ seg- ir hann. Eineltið hætti ekki vegna inngrips heldur dró úr því smám saman með auknum þroska drengjanna. Hann segir mikinn mun á skilningi þjóðfélagsins á einelti í dag og fyrir þrjátíu árum en hefur þó fundist vanta inn í umræðuna hvernig hjálpa eigi gerendum sem berjast við drauga fortíðar. „Ég held að þetta hljóti að angra alla sem níðast svona á öðrum einstaklingi. Ég tel að það séu margfalt fleiri en ég sem eru að eiga við samviskubitið í dag,“ segir hann. „Það er nefni- lega miklu auð- veldara að fá fyrirgefningu frá fórnarlambinu heldur en frá sjálfum sér.“ Gerendur glíma við samviskubit Einkenni gerandans Foreldrum reynist oft erfitt að viðurkenna og takast á við það að barnið þeirra leggi önnur börn í einelti. Það gagnast samt sem áður barninu seint að gera lítið úr slæmri framkomu þess og því skiptir máli að gerandinn fái viðeigandi aðstoð, ekki síður en þolandinn. Sam- starf við skóla eða starfsmenn, þar sem eineltið á sér stað, skiptir hér sköpum. Viðhorf gerandans til ofbeldis er yfirleitt jákvæðara en almennt gerist. Gerandinn á erfitt með að fara eftir reglum og hefur mikla þörf fyrir að ráðskast með aðra. Hann er oft skapbráður og fljótfær og beitir valdi og hótunum til að fá vilja sínum framgengt. Gerandinn á erfitt með að setja sig í spor annarra en er fær um að kjafta sig út úr erfiðum aðstæðum. Gerandinn er oftar vinsælli meðal jafningjanna en þolandinn. Viðbrögð foreldra Það er mikilvægt að foreldrar gefi barninu nægan tíma og geri ekki lítið úr reynslu þess af einelti. Það er aldrei við barnið að sakast sé það lagt í einelti. Það skiptir miklu máli að halda ró sinni þegar rætt er við barnið því það veit ekki á gott að rjúka upp og leita í bræði til gerandans og foreldra hans. Barnið er hrætt við að vera barnið sem „klagaði“. Hafið strax samband við skólayfirvöld og kennara, ræðið áhyggjur ykkar og fáið leiðbein- ingar. Gott getur verið að leita til námsráðgjafa skólanna eða panta tíma hjá ráðgjafa Regnbogabarna. Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi, veitti ráðgjöf. Nánari fróðleik um einelti má finna í nýútkomnum bæklingi Heimilis og skóla, Einelti – góð ráð til foreldra. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.