SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Blaðsíða 31
6. desember 2009 31 Í sland er sjálfstæð þjóð. En það er ekkert sjálfsagt við það. Íslendingar voru undir erlendri krúnu öldum saman, þar til 17. júní árið 1944. Og harðbýlið svo mikið að Íslendingum fjölgaði ekki í 900 ár. Engu að síður litu Íslendingar á sig sem þjóð; sjálfstæðið bjó í huganum og var formgert á Þingvöllum. Auðvitað má rekja það að hluta til einangrunar landsins en ekki síð- ur ríkrar sögu og menningararfleifðar. Þess vegna er mikilvægt að halda vel utan um söguna. Og liður í því er bréfin og skjölin og munirnir sem Íslendingar geyma á söfnum þjóðarinnar, þar sem finna má merkilegar heim- ildir um liðna tíð. Nýverið barst Borgarskjalasafninu ómetanleg gjöf með skjölum og munum úr eigu Ólafs Thors, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Ólafur sat á þingi og var forystumaður í íslenskum stjórnmálum í fjóra áratugi. Enginn hefur oftar verið forsætis- ráðherra en hann. Stjórnmálasaga hans spannar kreppuárin, heimsstyrjöldina síðari, stofn- un lýðveldis og inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Hans verður ávallt minnst fyrir forgöngu hans í landhelgismálinu og fyrir að hafa lagt grunn að viðreisnarstjórninni. Í þessu blaði er fjallað um gjöf afkomenda Einars H. Kvarans á bréfasafni, sem afhent verður 10. desember, og varpar ljósi á merkan tíma í sögu þjóðarinnar. Í bréfasafninu eru nokkur bréf frá Valtý Guðmundssyni, sem eru til merkis um að Íslendingar komu til greina við afhendingu nóbelsverðlauna snemma á þriðja áratugnum og að Einar H. Kvaran var nefndur í því samhengi. Stuttlega er komið inn á það í ævisögu Einars, Í nærveru sálar, sem skrifuð var af Gils Guðmundssyni, en þar segir að um sumarið 1923 hafi birst grein í sænsku blaði um að tímabært væri að Íslendingar fengju nóbelsverðlaunin og að stungið hefði verið upp á því að Einar yrði fyrir valinu. En málið kom fyrr til tals innan nóbelsnefndarinnar því Valtýr skrifaði Einari 16. nóvem- ber árið 1922: „Nóbelsnefnd Vísindafélagsins sænska skrifaði mér í fyrra, að samþykkt hefði verið að bjóða mér (líkl. sem prófessor í ísl. tungu og bókmenntum) að koma fram með til- lögur um veitingu á nóbelsverðlaunum í bókmenntum fyrir 1922. En ég var þá svo önnum kafinn að ég gat ekki snúist við því … Þar sem ég nú býst við, að tilboðið standi áfram og hef skilið þetta tiltæki nefndarinnar (með að snúa sér til mín) svo, að henni mundi ljúft, að ein- hver íslenzkur rithöfundur yrði þessara verðlauna aðnjótandi, þá vildi ég gjarnan stuðla að því, að svo mætti verða. Og ég sé þá ekki annan líklegri en þig.“ Valtýr skrifaði svo aftur 10. febrúar árið 1923: „Ég sendi „innstilling“ mína til nóbels- nefndarinnar 26. jan. (þorði ekki að gera það seinna, þar sem ekki er tekið tillit til neins, sem kemur eftir 1. febr.). Hún var 64 bls. í „kvarti“ … Ég vona að það verði ekki mér að kenna, ef þú færð ekki verðlaunin, því ég varði til þess hálfs annars mánaðar vinnu og reyndi að brúka það vit, sem mér er áskapað. Ég býst við – eftir verðlaunareglunum að dæma – að allt komi til að velta á Sögum Rannveigar ... Skyldi svo fara (sem ég fastlega vona), að þú fengir nób- elsverðlaunin, væri gott að hér lægi góð mynd af þér. Og gætir þú máski sent mér eina við tækifæri. En ekki liggur á því.“ Ekki gekk þetta eftir, Íslendingar máttu bíða rúma þrjá áratugi enn eftir nóbelnum, og skrifaði Valtýr 17. nóvember árið 1923: „En „ekki er öll nótt úti enn“, sagði draugurinn, og ert þú ekki sá fyrsti, sem ekki hefur sigrað í fyrstu atrennu, og þó fengið verðlaunin síðar.“ Og þetta er aðeins brot af því sem bréfasafnið hefur að geyma, sem nú verður hýst á þjóð- deild Landsbókasafnsins, innan um ótal merkileg bréf Íslendinga fyrr og síðar. Það er öllum þjóðum nauðsynlegt að þekkja sína sögu og byggja á lærdómi eldri kynslóða. Rætur sjálfstæðis þjóðarinnar „Mér finnst bara lífið í heild svo mikil hátíð að ég gleymi stundum að halda stórhátíðir til að merkja sérstaka daga.“ Þráinn Bertelsson er nýorðinn 65 ára. „Það er hægt að fara í það óend- anlega í skreyt- ingum. Sumir hafa farið yfir kílómetra af seríum í garðinum hjá sér!“ Brynjar Kjærnested, fram- kvæmdastjóri Garðlistar. „Stundum hefur verið sagt að við höfum besta heilbrigðiskerfi í heimi. En það er ekki þannig.“ Jón Atli Árnason, gigtarlæknir á sjúkrahúsinu á Akranesi og Læknasetrinu, um aukningu at- gervisflótta úr læknastétt. „Ég fékk að vita að skóli lífsins er sá skóli sem skipti öllu máli og ég hef útskrifast úr þeim skóla með hæstu einkunn.“ Kleopatra Kristbjörg, forstjóri Gunnars Majones, segist ung hafa ákveðið að menntun væri óþarfi. „Þrátt fyrir alla erfiðleika er gam- an að vera til og lífið er sjaldnast svo ömurlegt að maður geti ekki hlegið.“ Mikael Torfason rithöfundur sem sent hefur frá sér skáldsöguna Vormenn Íslands. „Mörkin mín voru því „lummur“ en ekki „slummur“ að þessu sinni og ég ætla að vera kominn í skyttustöðuna áður en allt fer í gang í Aust- urríki.“ Logi Geirsson lék í vinstra horninu í sínum fyrsta handboltaleik með Lemgo í átta mánuði. „Ég hefði séð eftir því alla ævi ef ég hefði ekki tekið tilboðinu.“ FH-ingurinn Kristján Gauti Emilsson sem gengur til liðs við drauma- félagið, Liverpool, í næstu viku. Ummæli vikunnar Fjárfestar eða reiðir rukkarar? En sumt liggur þó nokkuð ljóst fyrir. Þeir erlendu aðilar sem nauðugir viljugir festast inni sem stórir eigendur að þessum bönkum eru ekki að koma hingað sem þolinmóðir fjárfestar með fé sitt. Þeir eru í hlutverki reiða rukkarans sumir hverjir og aðrir í hlutverki vogunarmanna sem eru hvik- ulustu fjárfestar á markaði. Þetta eru menn sem keyptu kröfur á bankana á hrakvirði á meðan trú á framtíð þeirra var engin. Þeir ætla að komast í bækur bankanna sem eigendur, kreista fé út úr þeim, meðal annars með því að notfæra sér þá stöðu sem skuldugir kúnnar bankanna, sem þó hafa nokkurt greiðsluþol, eru í. Ríkisvaldið hefur nýverið ítrekað að það muni ábyrgjast upp í topp þær innistæður sem verða muni í þessum bönkum, sem verða undir stjórn manna, sem enginn veit hvaða markmið hafa, önnur en þau að komast sem fyrst út úr þessum bönkum með sem mestan skammtímagróða. Enga leiðsögn að fá Um þessa stöðu hefur ekki farið fram nein umræða í þjóðfélaginu, enda er landið meira og minna stjórnlaust, nú þegar verst gegnir. Það þykir fínt að hafa framtíðarsýn í stjórnmálum. Og það þykir líka einkar þægilegt að hafa framtíðarsýn sem helsta umræðuefnið, því það er froða í buskanum, sem ekki þarf að taka á. Framtíðarsjáendurnir geta bað- að sig í buskanum en þurfa ekki að taka á erfiðum úrlausnarefnum dagsins, og telja sig ekki einu sinni þurfa að fjalla um þau mál svo almenningur heyri. Og ef áberandi verður að þeir séu alltaf úti við sjón- deildarhringinn en aldrei heima í hlaði þar sem verkefni dagsins bíða, þá er hægt að henda sér um hæl inn í fortíðina og búa til alkunnar staðreyndir með endurteknum fullyrðingum. Það er að minnsta kosti þekkt og alkunn aðferð. Morgunblaðið/RAX Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.