SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Side 35

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Side 35
6. desember 2009 35 samningum eru ákvæði um neyðarrétt sem nota má ef menn verða fyrir meiri háttar náttúruhamförum, styrj- öldum eða meiri háttar fjármálakreppu, en yfirleitt virðist þetta nú merkja að bankinn þurfi þá ekki að standa við sitt! En það hljóta allir að vita að þetta á ekki að vera ein- hliða réttur.“ – Ef við förum þína leið þurfa einhverjir að borga kostnaðinn. Eru það ekki bara skattgreiðendur, núna þegar ríkið er búið að yfirtaka bankana? „Nei það þurfa ekki og eiga ekki að vera skattgreið- endur. Bankarnir hafa verið á ábyrgð ríkisins en nú eru kröfuhafar að taka þá yfir sem eru að mér skilst, mikið til vogunarsjóðir og að hluta til þeir sem komu íslensku hag- kerfi á hausinn. Út af hverju er það svona mikið launung- armál hverjir þessir nýju eigendur eru, hvað er verið að fela. En þessir nýju aðaleigendur nýju bankanna vita að 70-80% af fyrirtækjum hérna eru með erlend lán auk um 20% heimila. Ef heimili með erlend lán fara á hausinn er líklegt að straumur fólks úr landi verði enn meiri en nú.“ Mikið svigrúm hjá nýju bönkunum „Bankarnir tóku ódýr lán erlendis til eins til fjögurra ára en lánuðu mér og öðrum þennan sama gjaldeyri til hús- næðiskaupa í 40 ár. Fall krónunnar hækkaði síðan lán heimilanna upp úr öllu valdi. En ef lánunum verður breytt eins og ég legg til mun það gagnast öllu samfélag- inu. Heimturnar verða meiri í kerfinu og kröfuhafar bankanna, sem fullyrt er að hafi margir keypt kröfurnar af þeim sem lánuðu bönkunum á sínum tíma á aðeins 10 eða 20 prósent af nafnvirðinu, vilja auðvitað geta rekið bankana með hagnaði í framtíðinni. Nýir eigendur bankanna eru með geysilegt svigrúm af því að þeir fengu þessar kröfur á svo lágu verði og geta vel leiðrétt lánin á sanngjarnan hátt. Það er enginn að biðja um að skuldirnar verði felldar niður heldur að þetta verði gert þannig að sem flestir geti staðið undir skuldunum sínum. Það verður ekki hægt að reka þessa banka ef þús- undir fjölskyldan flytja úr landi eða fara á hausinn, auk fjölda fyrirtækja.“ Enn er ekki fyllilega ljóst hvaða lausnir bankarnir munu bjóða skuldunautum sínum og enn síður hvernig forsendur á að miða við þegar greiðslu- byrðin er reiknuð út nokkra áratugi fram í tím- ann. Margir tortryggja einnig bankana og segja að þeir muni áreiðanlega gæta þess að vera bæði með belti og axlabönd. Fari eitthvað úrskeiðis muni höggið lenda á lántakendum. Vilhjálmur segir að samþykki skuldarar leið bankanna varðandi lækkun höfuðstóls lána sé mikil hætta á að þeir hafi þar með afsalað sér lagalegum rétti til að fá lánið endurmetið á rétt- látan hátt þegar til þess kemur. Og hann er sannfærður um að til þess muni koma. „Það er því augljóst að þessi leið er alls ekki hagstæð fyrir skuldarana. Aftur á móti græðir bankinn örugglega á þessu því að hann gerir ráð fyrir því að hækka vextina það mikið að þeir vegi upp á móti höfuðstólslækkuninni. Það þýðir á mannamáli að enn eina ferðina á að taka skuld- arana í bakaríið.“ Hann bendir á að ný lög ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir að greiðslubyrði lána í íslenskum krón- um lækki um 17% að meðaltali en þau hækkuðu um á að giska 27% á samanburðartímabilinu. „Það þýðir að greiðslubyrðin vegna hækkunar ís- lensku lánanna minnkar um 65 % þannig að fyrir þann sem er með íslenskt lán er þetta úrræði ekki alslæmt ef hann er sáttur við að skulda óbreytta fjárhæð.“ Lögin geri ráð fyrir aðeins 27% meðaltals- lækkun á greiðslubyrði erlendu lánanna sem augljóslega breyti litlu fyrir þá sem eru með slík lán vegna þess að þau hafa hækkað miklu meira en krónulánin. „Nýju lögin gera ekkert annað en að lengja í ólinni en herða snöruna um leið,“ segir Vilhjálmur.“ Eigna- og skuldastaða fjölskyldna Tvær fimmmanna fjölskyldur keyptu hvor sinn enda í parhúsi á höfuðborgarsvæðinu 1. september 2007. Hvort hús kostaði 40.000.000 kr. og hvor fjölskylda lagði fram 20.000.000 kr. í útborgun og tók lán fyrir mismuninum. Fjölskylda A tók lán í IKR hjá Íbúðalánasjóði á 4,15% vöxtum. Fjölskylda B tók lán í JPY/CHF hjá frjálsum banka með libor vöxtum og 2% vaxtaálagi til að byrja með. Fjölskylda A Fjölskylda B Íslenskt lán Erlent lán 1 Hinn 1. september 2007 við kaup á eigninni Verðmæti hússins við kaup, hinn 1.9. 2007 40.000.000 40.000.000 Eigið fé lagt til kaupanna 20.000.000 20.000.000 Lán tekið til kaupanna hjá lánastofnunum -20.000.000 -20.000.000 Eign fjölskyldnanna í hvoru húsanna fyrir sig 20.000.000 20.000.000 Afborgun af hvoru láni fyrir sig, ca 87.000 97.000 2 Hinn 1. september 2009 tveimur árum síðar Verðmæti hússins 1.9. 2009,m.v. 12% lækkun frá 1.9. 2007, samkvæmt FMR 35.200 000 35.200 000 Eigið fé lagt til kaupanna 20.000 000 20.000 000 Skuld við lánastofnanir, m.v. vísitöluhækkun og gengishrun -25.300.000 -47.600.000 Eign fjölskyldnanna í hvoru húsanna fyrir sig 9.900.000 -12.400.000 Afborgun af hvoru láni fyrir sig, ca 124.000 217.000 3 1.12. 2009 miðað við framkvæmd hugmynda Íslandsbanka um lækkun höfuðstóls Verðmæti hússins m.v. að verð hafi ekki lækkað frá 1.9.2009 35.200.000 35.200.000 Eigið fé lagt til kaupanna 20.000.000 20.000.000 Skuld ca m.v. leiðréttingu Íslandsbanka 10% íslenskt, 25% erlent frá 1.9. 2009 -22.770.000 -35.400.000 Eign í húsinu m.v. tillögur Íslandsbanka 12.430.000 -200.000 Afborgun af hvoru láni fyrir sig, ca samkvæmt reiknivél Íslandsbanka 151.000 232.000 4 1.12. 2009 miðað við leiðréttingu erlendra lána í íslensk en án vísitöluleiðréttingar Verðmæti hússins, m.v. 12% lækkun frá 1.9. 2007 35.200.000 35.200.000 Eigið fé lagt til kaupanna 20.000.000 20.000.000 Skuld 1.12. 2009 m.v. að erlenda lánið sé reiknað út eins og íslenskt frá upphafi -25.300.000 -25.300.000 Eign fjölskyldnanna í hvoru húsanna fyrir sig 9.900.000 9.900.000 Afborgun af hvoru láni fyrir sig, ca 124.000 124.000 5 1.12. 2009 miðað við ofangreindar hugmyndir, þ.e. að breyta vísitölunni til 1.1. 2008 og reikna lánin út frá því Verðmæti hússins, m.v. 12% lækkun frá 1.9. 2007 35.200.000 35.200.000 Eigið fé lagt til kaupanna 20.000.000 20.000.000 Skuld m.v. leiðréttingu og vísitölu 1.1. 2008 -21.200.000 -21.200.000 Eign eigenda í húsinu m.v. leiðréttingu á vísitölunni aftur til 1.1. 2008 14.000.000 14.000.000 Afborgun af hvoru láni fyrir sig, ca 104.000 104.000 Tölur í íslenskum krónum. Útreikningar: Vilhjálmur Bjarnason IKR 20.000.000 kr. JPY 10.000.000 kr. CHF 10.000.000 kr. Nýju lögin gera ekkert annað en að lengja í ólinni en herða snöruna um leið. „Lengja í ólinni en herða snöruna“ – meira fyrir áskrifendur Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 föstudaginn 18. desember 2009. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeim mögu-leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2010. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl mánudaginn 4. janúar 2010. Heilsa og lífsstíll

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.