SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Qupperneq 37
6. desember 2009 37
Einar H. Kvaran
lést árið 1938. Í
umslagi í bréfasafn-
inu eru vélrituð
blöð með yfirskrift-
inni: „Sýn Haf-
steins Björnssonar
í fríkirkjunni við út-
för Einars“:
„Þegar ég kom
inn í kirkjuna sá ég
að hún var fag-
urlega ljómuð og
jafnframt tók ég eft-
ir miklum mann-
fjölda, er mér virtist
vera í nokkurri fjar-
lægð. Ég sá þegar
Einar H. Kvaran,
móður hans, séra
Harald Níelsson og
virtust mér þau
sitja fyrir framan
fólkið, er ég sá að
baki þeim. Tók ég
nú eftir að einn og
einn kom úr hópi þessum, gekk til hans og tók í hönd hans. Ég
spurði Finnu hvað þetta ætti að þýða. Sagði hún mér þá, að
menn þessir væru að þakka honum fyrir það, er hann hefði gert
fyrir þá, bæði hér í heimi og eins eftir að þeir hefðu flutt yfir
landamærin.
Að vörmu spori hvarf þetta mér sýnum, en ég sá nú aftur Einar
H. Kvaran og fylgdist móðir hans með honum. Var sem að þau
svifu fremur en gengju, er þau færðu sig nær. Sá ég þessu næst
að hann gekk til konu sinnar, tók í hönd hennar og klappaði henni
á kinnina og slíkt hið sama gerði móðir hans. Gengu þau því
næst til sætis, er þeim virtist hafa verið búið vinstramegin við alt-
arið. Sá ég þetta gerast meðan verið var að syngja fyrsta sálminn.
Þessu næst sá ég koma hóp ungra barna til hans. Sum settust
á hné hans, önnur tóku í hönd hans og öll vildu þau snerta hann
og vera sem næst honum. Ég minnist ekki að hafa séð jafn ást-
úðlegt augnaráð frá föður til barna sinna, eins og það, er hann
sendi þeim.“
Sýn frá útför Einars
Ljósmynd frá miðilsfundi sem Einari hafði
borist.
Langfínasti
snillingurinn
í óbundnu máli
Einar H. Kvaran var stórmenni á sínum tíma og það er
merkilegt að fá stórt og merkilegt safn svona löngu eft-
ir að hann deyr,“ segir Bragi Þorgrímur Ólafsson sagn-
fræðingur í handritadeild Landsbókasafnsins.
„Þarna leynist mikið af nýjum upplýsingum um
stjórnmálin, bókmenntirnar, spíritismann, árin í
Winnipeg og Vesturheimi, og það er sjaldgæft að fá
svona stórt bréfasafn í einni afhendingu. Einar kom
víða við á ævinni.Hann var í Lærða skólanum, fór til
náms í Kaupmannahöfn, síðan til Kanada, aftur til Ís-
lands, Akureyrar og Reykjavíkur, og hann kynntist
öllum þessum stöðum.
Það er því engin spurning að í þessu safni leynist
mikið af merkilegum bréfum t.d. frá Íslendingum í
Vesturheimi. Yfirleitt komu bréf samferðamanna hans
inn á skjalasöfnin um miðja síðustu öld og það gefur
vísbendingu um að enn sé til fólk úti í bæ, sem lumi á
merkilegum bréfasöfnum, og full ástæða er til að hvetja
það til að skila þeim á söfn.“
– Vakti eitthvað athygli þína, svona í fljótu bragði?
„Fyrst leit maður á stóru nöfnin, svo sem Einar
Benediktsson, Matthías Jochumsson og Ólöfu frá Hlöð-
um. Þarna eru til dæmis nýjar upplýsingar um ritsíma-
málið. Svo er skemmtilegt að Matthías skrifar bréf til
Einars, sem gegndi þá starfi ritstjóra, og sagðist vera að
þýða mjög merkilega bók, sjötta bindi af Sögum her-
læknisins, og bað hann að fjalla vel um bókina í
blaðinu, því hann hefði svo mikil völd sem ritstjóri.
Það gefur skemmtilega mynd af þeim völdum sem rit-
stjórar höfðu á þessum tíma, fyrir daga útvarps og
sjónvarps.“
– Og hafa enn!
„Jú einmitt,“ segir Bragi og hlær. „Innskot blaða-
manns! Það var ansi öflug blaðaútgáfa á þessum tíma og
oft heitar deilur þeirra á milli. Svo sendir Ólöf frá Hlöð-
um bréf til Einars og mig langar til að lesa úr því fyrir þig:
„Sjálfsagt er það illa gjört af mjer, að eyða tíma frá yð-
ur, en jeg þarf endilega að þakka þér fínu nautnina sem
jeg á vísa þegar jeg næ mjer í eitthvað nýtt að lesa eptir
yður. Eptir minni tilfinningu eruð þjer nú langfínasti
snillingurinn í óbundnu máli, en vitaskuld styðst það álit
mitt við litla eða enga lærdómslega þekkingu og hefir því
ekki gildi, nje gagnar öðrum en mjer, en sú tilfinning
gjörir yður mjer einkamætan og gefur mér ósvikinn un-
að.“
Þetta er nú mikil hæverska hjá Ólöfu! Í safninu er líka
mikið af fjölskyldubréfum og bréfum um spíritismann,
þar sem sést vel hvað þetta var sterk trú og umdeild.
Þarna leynast líka upplýsingar um leiklistasöguna, en
Einar kom mikið við sögu Leikfélags Reykjavíkur. Hérna
er t.d. bréf frá einum leikara, Árna Eiríkssyni, sem skrif-
aði frá Kaupmannahöfn árið 1904, en þá var Leikfélag
Reykjavíkur nýstofnað: „Við verðum að fá leikhús í
Reykjavík hvað sem það gildir. Þessi ruslahrúga sem við
höfum núna gengur ekki lengur.““
Drykkjuvísur í handriti Einars frá námsárunum.
Morgunblaðið/Ómar
Deilan um ritsímann
„Eitt heitasta deilumálið á Íslandi árið 1905 er rit-
símamálið svokallaða,“ segir Bragi.
„Upphaf málsins má rekja til þess að í sept-
ember 1904 skrifaði Hannes Hafstein undir upp-
kast að samningi við danskt félag, Stóra norræna
ritsímafélagið, um lagningu ritsíma til Íslands. Þeg-
ar fréttist af þessu varð mikið umrót meðal Íslend-
inga, en talið var að samningurinn yrði afar dýr fyr-
ir landið og að heppilegra hefði verið að semja
frekar við fyrirtæki sem notaði loftskeytatækni.
Eitt þeirra var Marconifélagið í London sem hafði
Einar Benediktsson á sínum snærum til að greiða
götu þess á Íslandi. Í apríl 1905 fór Einar til Lond-
on til viðræðna við félagið og úr varð að það ætl-
aði að reisa móttökustöð fyrir loftskeyti í Reykjavík
og sýna Íslendingum að loftskeytatæknin væri
mun heppilegri lausn en ritsíminn. Allt er þetta
leynileg áætlun, enda um eldfimt mál að ræða
heima á Íslandi. Þannig má benda á hið fræga
bændauppþot 1905, þegar bændur flykktust til
Reykjavíkur til að mótmæla ritsímanum, sem
dæmi um það.
Í mars 1905 skrifar Einar bréf til Einars H.
Kvaran undir yfirskriftinni „Privatissime“ og segir
frá þessum fyrirætlunum:
„Kæri vin! Jeg hef mjer í sömu svipan fengið
ýtarlegt brjef Marconifjelagsins með nýrri uppá-
stungu sem jeg er viss um að muni gleðja þig og
alla vini góðra ráðstafana um telegrafmálið. Fjelag-
ið hefur uppálagt mjer að fara stranglega leynilega
með fyrirætlan þess, en með því að við höfum hjer
samvinnu fyrir hendi báðir, hvor á sinn hátt, og jeg
treysti fullkomnlega discretion þinni, álít jeg mjer
nú þegar að gjöra þjer kunnugt aðalatriðið í brjefi
félagsins, sem er það, að þeir vilja á sinn eigin
kostnað nú í vor setja upp station hjá Reykjavík,
sem sendist á skeytum við Poldhustation þeim
sem þegar hefur fungerað eins og þjer mun vera
kunnugt. Að þessu sinni verð jeg að láta mjer
nægja að biðja þig í kyrrþey, og án þess að nokkur
maður fái pata af þessu, að útvega þjer sem
blaðaritstjóra í framtímanum áreiðanlega upplýsing
um það eptir áliti frá einhverjum lögfræðingi í
Reykjavík sem mikils eru metnir (t.d. hjá þeim báð-
um Kr. Jónssyni og Jóni Jenssyni) hvort mögulegt
muni vera að lögum að neita marconi um heimild
til þess á sínu eigin landi að byggja og nota slíka
station.“
Bréfið endar á þessum orðum:
„Með kærri kveðju og von um að íslenska þjóðin
þurfi með framtímanum ekki að sjá eptir að við
höfum tekið höndum saman í hraðskeytamálinu.“
Í júní koma svo hingað til lands menn frá Mar-
conifélaginu og reisa 50 metra háa loftstöng á
túni við Rauðará (þar sem Höfði er nú). Innan
nokkurra daga eru fréttaskeytin farin að berast til
Íslands með glænýjum erlendum fréttum. Þetta
vekur heilmikla athygli og blöðin fjalla mikið um
þetta tækniundur. Úr verður þó að Stóra norræna
ritsímafélagið fær samninginn við Ísland og ekkert
verður af áætlunum Marconifélagsins.“
Bréf Einars Benediktssonar til Einars um ritsímamálið.