SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Side 39

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Side 39
6. desember 2009 39 ingarmöguleikar séu óþrjótandi í grenndinni. „Samstarfið við aðila á sviði afþreyingar er mjög gott og það er langt síðan gestur hefur spurt um afþreyingu sem ekki var hægt að veita.“ Sem dæmi um afþreyingu nefnir Frið- rik jöklagöngur, sem njóta vaxandi vin- sælda, vélsleðaferðir, veiðiferðir, hesta- ferðir og fjórhjólaferðir. Það er gömul saga og ný að sumarið sé tíminn í ferðaþjónustu. Friðrik segir vetrarvertíðinni hins vegar vaxa jafnt og þétt fiskur um hrygg. „Við höfum lagt aukna áherslu á vetrarvertíðina und- anfarin þrjú til fjögur ár með góðum ár- angri. Fjöldi fólks hefur áhuga á að koma hingað um hávetur, upplifa myrkrið, snjóinn og síðast en ekki síst norðurljósin. Að- dráttarafl þeirra er mikið. Ánægja viðskiptavinanna er ekki síðri á veturna en sumr- in.“ Hressir Bretar Gestina ber víða að. Friðrik nefnir fyrst Breta og Hollend- inga. – Nú, hvernig liggur á þeim í seinni tíð? „Gaman að þú skulir spyrja að því. Það liggur nefnilega al- veg ágætlega á þeim,“ segir Friðrik og brosir. „Ég hef ein- mitt spurt gesti mína talsvert um ágreining þjóðanna og stór hluti þeirra veit lítið um Icesave-málið. Það er ekki stöðugt í fréttum þar eins og hér.“ Af öðrum tíðum gestum nefnir Friðrik meðal annars Bandaríkjamenn, Japana, Spánverja og fólk frá Norðurlöndunum. Frægt var þegar Rockefeller-fjöl- skyldan gisti á Hótel Rangá og Friðrik hefur líka hýst kóngafólk og Hollywood- leikara. Hann gerir samt ekki mikið úr þessu. „Það er eðlilegt að fólki þyki gam- an að vera á hóteli þar sem frægt fólk hef- ur gist. Við höfum hins vegar farið þá leið að hengja ekki upp myndir af nafn- kunnum gestum okkar í virðingarskyni við þá. Flestir koma þeir hingað til að vera í friði og við virðum það.“ Nú og verði menn fyrir ónæði er lítið mál að skjótast yfir í aðra heimsálfu … Suður-Ameríka Ástralía Norður-Ameríka Asía Ég vildi hafa svíturnar per- sónulegar og einstakar. Hvað er þá betra en að til- einka þær heimsálf- unum? Þemað greip mig strax og á tveimur andvökunóttum tókst mér að útfæra hug- myndina í megindrátt- um og sannfæra Frið- rik um ágæti hennar. Það eru ekki nema nokkur ár síðan að Indókína opnaðist ferðamönnum eftir margra áratuga ófrið og einangrun. Okkur er nú kleift að fá innsýn í hina ríku og framandi menningararfleifð þessara landa og þetta ævintýralega og allt að því óraunverulega hitabeltis- og frumskógarlandslag sem þar er að finna.Víetnam og Kambódía eru lönd sem eru í mikilli uppbyggingu en um leið ríkja þar mjög rótgrónar og gamlar hefðir. Sums staðar gætir nýlenduáhrifa Frakka enn þann dag í dag, en búddíska menningin er þó mjög ríkjandi. Komið verður í stórar borgir, iðandi af lífi, eins og Hanoi og Saigon sem eru miðstöðvar nútíma uppbyggingar þó allsstaðar blasi hið hefðbundna við. Líflegir markaðir verða skoðaðir og lítil vinaleg þorp sótt heim. Hér hefur lítið sem ekkert breyst í tímanna rás, þar sem hrísgrjónaakrarnir umlykja þorpin við rætur frumskógarins. Meðal annars verður farið í bátsferð um árósa stórfljótsins Mekong, en einn af hápunktum ferðarinnar eru hin miklu hof í Angkor í Kambódíu. Þau eru allt frá 9. öld og mynda heila borg og eru talin hin mestu í heimi. Ítarleg ferðalýsing og allar nánari upplýsingar eru á www.baendaferdir.is www.baendaferdir.is s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Sp ör eh f. Víetnam& Kambódía 26. febrúar - 15. mars 2010 Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.