SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Page 48
48 6. desember 2009
M
aður er margs vísari eftir að
hafa fylgst með fjölmiðlum í
vikunni.
Við blaðamenn vitum nú
að kollegar okkar á Norðurlöndunum
hafa áhyggjur af okkur og starfsumhverfi
okkar, ekki síst hér á Morgunblaðinu.
Steingrímur J. Sigfússon deilir þessum
áhyggjum með þeim en það gerir Óskar
Magnússon hinsvegar ekki. Óskar segir
norrænu blaðamannafélögin fara með
rangt mál og veltir fyrir sér hvort ályktun
blaðamannafélaganna sé runnin undan
rifjum brottrekins blaðamanns á Morg-
unblaðinu, formanns Blaðamannafélags
Íslands. Mikil munu völd Þóru Kristínar
Ásgeirsdóttur ef hún ein nær að fá kollega
sína á Norðurlöndunum til skoðanafylgis
við sig með þessu móti.
Og fleira var í fréttum að þessu sinni.
Sá sem kom hvað verst undan vikunni er
Tiger Woods. Hrukka er komin á glans-
myndina af kylfingnum knáa og hann
viðist ekki vera sama prúðmennið í
einkalífinu og hann er á grænum golf-
völlunum.
Svo er búið að henda Ásdísi Rán út af
Facebook. Sjálf segist hún trúlega þykja
of sexý fyrir samskiptavefinn. Þá verðum
við hin að gefa okkur það að kynþokki
okkar sé ekki yfir velsæmismörkum,
fyrst við fáum að lafa þar inni óáreitt.
Hver segir svo að eingöngu séu bornar
á borð féttir af Icesave, uppsögnum og
öðrum ósköpum tengdum bankahuninu?
Byrjað er að telja niður til jóla á for-
síðum dagblaðanna, í þetta sinn í boði
fyrirtækja. Nú er tilvalið að einbeita sér
að jólunum komandi og jólagrísir eins og
undirrituð glöddust yfir gómsætum jóla-
blöðum bæði Fréttablaðs og Morg-
unblaðs. Eins hafa báðir þessir miðlar
sem og fréttastofur Sjónvarpsins og
Stöðvar tvö staðið jólavaktina nokkuð vel
og gleðilegar fréttir af jóla-tengdum við-
burðum og uppákomum ylja trúlega
flestum um hjartarætur á dimmum vetr-
arkvöldum.
Öllu má þó ofgera. Við áhlustun á Rás 2
dylst engum að Björgvin Halldórsson
ætlar að halda jólatónleika á næstunni.
Það lítur út fyrir að hápunktur jólahalds
hér á landi náist á tónleikunum góðu í
Laugardalshöllinni í dag, svo mikil er
umfjöllun Popplandsins um tónleikana.
Tónleikarnir verða án efa mjög hátíðlegir
og huggulegir þó umfjöllun um þá hamri
ekki á hlustum landsmanna heilu dag-
ana.
En jólafréttir af heimatilbúnu skrauti,
bakstri, skemmtilegum jólasiðum og
góðverkum á aðventunni eru nauðsyn-
legar á þessum síðustu og verstu tímum
fregna af yfirvofandi gjaldþrotum, upp-
sögnum í stórum stíl og gömlu góð-
ærisbraski.
Og ef enn meiri vöntun er á gleðifregn-
um má alltaf kíkja við á vefsvæði Bagga-
lúts og gera sér glaðan dag.
Birta Björnsdóttir blaðamaður
Nú verða sagðar
jóla-fréttir
Þá verðum við hin
að gefa okkur það að
kynþokki okkar sé
ekki yfir velsæm-
ismörkum, fyrst við fáum
að lafa þar inni óáreitt.
Fjölmiðlar
Eftir Birtu Björnsdóttur
birtabjorns@gmail.com
Í
síðustu bókum sínum orti Ingunn
Snædal um virkjanaáform í sinni
heimasveit, á Jökuldal, og um
kennileiti í íslenskri náttúru. Í nýrri
ljóðabók, Komin til að vera, nóttin, er
sjónarhornið persónulegra og innhverf-
ara, og ort er á opinskáan hátt um ást, til-
finningar og skilnað. Eitt ljóðið endar
þannig:
frostið í tilliti þínu
kaldur blettur á baki mér
þegar ég fór
„Jú,“ segir Ingunn þegar ég spyr hana
um þessa breytingu á ljóðheiminum, að
nú sé horft inn í stað út áður. „Ég var hálf-
stressuð yfir því að fólk hefði ekki áhuga á
að lesa ljóð þar sem ég velti mér upp úr
sjálfri mér. En ég varð að láta slag standa.“
Þetta er símaviðtal. Ingunn er heima
hjá sér í Brúarási á Fljótsdalshéraði þar
sem hún er barnakennari. Eftir heims-
hornaflakk og Reykjavíkurdvöl á liðnum
árum er hún komin heim í sveitina og seg-
ir að snjó hafi kyngt niður og börnunum í
skólanum finnist það gaman. „Það birtir
aðeins. Það hefur verið svo helvíti dimmt.
Annars bölvar maður því alltaf í kennsl-
unni þegar byrjar að snjóa því að börnin
koma rennandi blaut inn úr öllum frímín-
útum. En þetta er fínt, það er margt verra
en snjórinn.“
Ljóðin eru annars umræðuefnið og ég
segi að í fyrri bókum hafi hún beint sjón-
um að landinu.
„Eigum við að kalla það að róa á
örugg mið?“ Ingunn hlær. „Mörgum Ís-
lendingum finnst gaman að lesa um landið
sitt, ég tók því varla mikla áhættu þegar ég
skrifaði Guðlausa menn, hugleiðingar um
jökulvatn og ást – þótt ég hafi ekki hugsað
það þannig þegar ég skrifaði bókina. Hún
kom bara.“
– Það er nú ákveðin áhætta í þeirri
bók, hún er pólitísk.
„Pólitík er bara partur af lífinu. Ég hef
skoðanir á öllu.“
Þegar ég hef á orði að varla hafi allir
sveitungarnir verið sammála gagnrýni
hennar í þeirri bók á virkjanaáform segir
Ingunn þá þekkja sig; hún rekist illa í
hópi. „Sveitungar mínir taka mér eins og
ég er. Það er gott að vera komin heim.“
Ekki árennilegir drengir
Ingunn hefur verið að lesa upp úr nýju
bókinni og segist hafa lesið á Vopnafirði á
föstudaginn var.
Held að það sé
gott fyrir sál-
ina að lesa ljóð
Ingunn Snædal hefur á síðustu árum vakið
athygli fyrir skorinorð en myndrík ljóð þar sem
sjónum hefur iðulega verið beint að landinu og
náttúrunni. Í nýrri bók horfir Ingunn meira inn á
við og fjallar um ást, tilfinningar og skilnað.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Lesbók
S
ögumaður í þessari miklu bók
Böðvars Guðmundssonar er
barnabarn Önnu Láru Knud-
sen, stúlku sem er af helstu ætt
Íslands á fjórða áratug síðustu aldar, og
tónlistarmannsins Jóhannesar Kohlhaas
sem sendur er hingað til lands af þýsku
alræðisstjórninni á árunum fyrir seinna
stríð. Sagan af Önnu Láru Knudsen og Jó-
hannesi Kohlhaas gerist á tíma mikilla
sviptinga, þegar gamall heimur er að
víkja fyrir nýjum og þeirri skipan sem
varað hafði um aldir er bylt svo rækilega
að ekkert sat eftir nema rústir einar.
Anna Lára er fædd inn í heim sem er í svo
föstum skorðum að ekkert rúm er fyrir
þá sem stinga í stúf og álíka er komið fyr-
ir Jóhannesi; það ráða aðrir stefnu lífs
hans allt þar til hann situr í hjónabandi
uppi á Íslandi, eiginlega gegn vilja sínum,
því það skín í gegn að elska Önnu Láru er
meiri en hans.
Bókin er byggð á heimildum að hluta
og í henni bregður fyrir fjölmörgum
Gamall heimur
víkur fyrir nýjum
Bækur
Skáldsaga eftir
Böðvar Guðmundsson
Enn er morgunn
bbbmn
384 bls. Uppheimar 2009.