SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Side 49

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Side 49
6. desember 2009 49 Eftir Pétur Sigurgeirsson 1. Hátt rís kirkja Akureyrar, orð Guðs til vor ber. Ljóssins áhrif, ekki setjum undir mæliker. Uppi’ á hæð þar öll vér sjáum, upplýst musterið. Guð í Kristi, syni sínum, sættist manninn við. 2. Jesús trúar traustið veitir, trú í gleði og sorg. Fögur hér er útsýn yfir Eyjafjarðarborg. Tifar klukkan tímans stundir, tónar æviskeið. Guðs eilífð, ár og stundir, eignist hver þá leið. 3. „Ó, Guð vors lands“ – geisli sólar, grunntónn lífsins er. Sálmaskáldið Sigurhæða, sannleikann fram ber. Þjóðskáld hinna „háu tóna“ hér og boðar Krist sem er hirðir hjarðarinnar. Há er Guðdómslist. Klukkan á framhlið kirkjunnar, sem minnst er á í öðru erindi ljóðsins, leikur á hverjum klukkutíma lag eftir Björgvin Guðmundsson tónskáld. Lagið táknar ævi- skeið mannsins frá bernsku til elli. Klukkan slær tóna úr laginu á stundarfjórðungs fresti, fyrst 4 tóna, síðan 8, svo 12, en á heilum tíma alla 16 tóna lagsins. Í loka er- indi ljóðsins er vitnað til ummæla Davíðs frá Fagraskógi þar sem hann kallar séra Matthías „skáld hinna háu tóna.“ Séra Matthías er eitt af okkar mestu trúarskáldum, það var hann sem gaf okkur Þjóðsönginn, „Ó Guð vors lands.“ Hann endaði sinn embættisferil sem þjónandi prestur á Akureyri, hann var elskaður og dáður, ekki síst af almenningi. Þegar útvarpsþátturinn Nýárshringing hóf göngu sína í útvarpinu um 1960 og klukkur kirknanna hljómuðu sólarsinnis um landið, var kirkjan á Akureyri kynnt sem Matthíasarkirkja. Það var ekki eina tilfellið sem hún var kölluð þessu nafni. Þetta meðal annars sýnir áhrifamátt þjóðskáldsins, sem óneitanlega fer vel miðað við aðstæður (samanber, Hallgrímskirkjan í Reykjavík) En þessi tvö skáld bera af öðrum skáldum í kveðskap að flestra áliti, samanber „Passíusálmarnir“ og „ Ó, Guð vors lands.“ Kristján Halldórsson úrsmíðameistari á Akureyri gaf klukkuna og klukkuspilið sem prýðir stafn Akureyrarkirkju. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Akureyrarkirkja í brekku Sigurhæða Lag: Yfir fornum frægðarströndum. „Þar las ég meðal annars fyrir línuflokk RARIK. Það var skemmtilegt. Þetta eru ekki árennilegir drengir en þeir komu eftir lesturinn og vildu fá áritaðar bækur. Ein- hverjir þeirra sögðu þetta flottustu ljóð sem þeir hefðu heyrt.“ Ingunn las hluta ljóðanna upp á Bók- menntahátíð í Reykjavík í haust og þar fékk hún líka góð viðbrögð. „Já, og það var gott því að þá var ég ekki búin að lesa þau fyrir neinn nema strákana sem eru með mér í ljóðaklúbbi. Ég var ekki viss um hvernig fólk myndi taka þessu. Ég kveið ægilega fyrir því að lesa fyrir alla þessa „hátimbruðu fræðinga“ – en það gekk vel.“ – Finnst þér þú vera einangruð frá bók- menntaheiminum fyrir sunnan? „Ja, bara eins og ég kæri mig um. Hér fyrir austan er ákaflega heilbrigð afstaða til listaheimsins. Fólki finnst þetta hvorki merkilegra eða ómerkilegra en hvað ann- að. Það heldur manni vel á jörðinni.“ Talið berst aftur að nýju bókinni og sýn- inni inn á við; eru skáld ekki sífellt að yrkja um ástina, vonbrigði og söknuð? „Þegar ég hafði skrifað þetta fór ég að hugsa um að þetta væri bara eitthvert ást- arbull, nú hlytu allir að vilja lesa um hrun og kreppu. Þetta er auðvitað sígilt við- fangsefni og ég var hálffeimin við að skrifa um það sem þúsundir hafa skrifað um á undan mér, og oft betur. En ef tilfinning- arnar eru sannar verður maður þá ekki að trúa á verkið? Ef ólíkt fólk kemur og þakkar mér fyrir? Mér er ekki alltaf hælt; eitt ungskáld sagði ljóðin pen og indæl, einföld og auðskilin. En er það nokkuð vont? Mér þætti verra ef bara bókmennta- fræðingar læsu ljóðin. Ég vil frekar að fólkið í landinu lesi þau, og hafi gaman af. Ég held að það sé gott fyrir sálina að lesa ljóð, það er betra en margt annað í þessum heimi. Þegar ég les gott ljóð seytlar eitthvað til mín og breytir pínulitlu um það hvernig ég upplifi heiminn á eftir. Það er svo dásamlegt.“ „Þetta er auðvitað sígilt viðfangsefni og ég var hálffeimin við að skrifa um það sem þúsundir hafa skrifað um á undan mér, og oft betur,“ segir Ingunn Snædal um efni nýju ljóðabókarinnar. Morgunblaðið/Ómar Mér þætti verra ef bara bókmennta- fræðingar læsu ljóð- in. Ég vil frekar að fólkið í landinu lesi þau, og hafi gaman af. þekktum persónum úr Íslandssögunni í bland við heimsþekktar fígúrur, en Ís- lendingana er auðvelt að þekkja þótt þeir komi fram undir dulnefnum. Eins fer ekki milli mála að Knudsensætt Böðvars er byggð á afkomendum þeirra Maríu Kristínar Claessen og Sigurðar Thorodd- sen þótt víða sé fært í stílinn og meira gert úr völdum þeirra og áhrifum til að krydda söguna. Sögusviðið berst á milli landa eftir því hvort verið er að segja frá Önnu Láru (Ís- land og Danmörk) eða Jóhannesi Kohl- haas (Þýskaland) og um leið segir Böðvar sögu þessa örlagatíma á tuttugustu öld- inni. Eðlilega er farið fljótt yfir sögu, en hefði að míni viti mátt fara hraðar yfir; á köflum breytist bókin í einskonar mann- kynssögu og margt það sem sagt er frá gagnast ekki til að miða sögunni áfram eða gefa okkur fyllri mynd af persónum hennar. Vonandi er ég ekki að spilla skemmt- uninni fyrir væntanlegum lesendum með að ljóstra upp um það að Jóhannes er handtekinn og fluttur úr landi, en nefni það hér í því ljósi að eitt af því sem Anna Lára reynir að gera manni sínum til góðs í varðhaldi hans er að senda honum bók- ina Buddenbrooks, ættarsöguna miklu eftir Thomas Mann; skemmtileg vísun því Böðvar er einmitt að skrifa sögu af hnignun ættar þótt á ólíkum tíma sé. Enn er morgunn segir mikla sögu átakanlegra örlaga og gerir það vel; bókin er skemmtileg aflestrar og heldur manni við efnið. Sá galli er helstur á henni að Knudsenarnir eru fulllitlausir af svo mik- illi ætt að vera. Það er meira líf í sam- skiptum alþýðumanna í bókinni og mér finnst Kohlhaas-fjölskyldan þannig mun líflegri og trúverðugri. Fyrir einhverjar sakir hefur Böðvari ekki tekist eins vel upp með Önnu Láru og fjölskyldu hennar eða það að hann heldur aftur af sér fyrir einhverjar sakir. Árni Matthíasson

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.