SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Síða 52

SunnudagsMogginn - 06.12.2009, Síða 52
52 6. desember 2009 Í slensku bókmenntaverðlaunin eru ágætis fyrirbæri þó að ekki sé nema vegna þess að þau vekja athygli á verðlaunahöfundinum og gera hann örlítið efnaðri en hann áður var. Reyndar bara pínulítið ríkari því verð- launaupphæðin er ekkert til að hrópa húrra fyrir. En rithöfundar gefa sig yf- irleitt ekki út fyrir að hugsa um peninga og taka smámolunum sem rétt er að þeim af þakklæti og auðmýkt. Nú er sennilega ekki rétti tíminn til að leggja til að þeir höfundar sem hreppa Ís- lensku bókmenntaverðlaunin fái eitthvað fyrir sinn snúð annað en heiðursskjal og einhverja þúsundkalla, en það hlýtur að koma að því að menn endurskoða pen- ingaupphæðina og hækka hana verulega. Það á að gera vel við verðlaunahöfunda. Það á líka að gera vel við góðar bækur – eins og til dæmis að tilnefna þær til verð- launa. Ekki tókst það fyllilega þetta árið hjá dómnefnd Íslensku bókmenntaverð- launanna sem tilnefndi bækur í flokki fagurbókmennta. Nefndinni tókst að steingleyma bestu skáldsögu ársins, Harmi englanna eftir Jón Kalman Stef- ánsson. Þessi gleymska er stórfurðuleg en kannski var þessi nefnd bara ekkert uppnæm fyrir stílsnilld. Maður veit aldrei hvernig dómnefndir vinna. Þessi tiltekna nefnd samanstóð af þremur einstaklingum. Maður vonar af heilum hug að þar hafi allavega verið einn einstaklingur sem hafi komið auga á skáldskapinn í bók Jóns Kalmans. Þetta vonar maður vegna þess að það er svo vond tilhugsun að þriggja manna nefnd sem á að vera skipuð smekkfólki í bók- menntum hafi verið einhuga í því að sniðganga frábært skáldverk. Þegar litið er á listann yfir tilnefndar bækur í hópi fagurbókmennta sér maður ekki að nokkur bók þar sé betri en skáld- saga Jóns Kalmans þetta árið – nema það væri smásagnasafn Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna. Sá maður gerir allt vel! Í safni hans er að finna töfrandi skáldskap sem finnst því miður ekki í nægilega rík- um mæli í öðrum bókum sem eru til- nefndar þetta árið, þótt snoturleg tilþrif megi vissulega finna í sumum þeirra. Kalman úti í kulda Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Nefndinni tókst að steingleyma bestu skáldsögu ársins, Harmi englanna eftir Jón Kalman Stefánsson. Þessi gleymska er stórfurðuleg en kannski var þessi nefnd bara ekkert upp- næm fyrir stílsnilld. Í inngangi að bókinni segir Guð- bergur að portúgölsk ljóðlist sé „sérstætt dæmi um hikandi óró- leika“. Hann rekur það til þess að hún eigi ekki sama uppruna í söguljóðum og ljóðlist nágrannaþjóðanna, Frakka og Spánverja, þó bókmenntasaga Portúgala sé gjarna talin hafa hafist með söguljóðinu „Os Lusíadas“ eftir Luís Vaz de Camões (segir sitt að þjóðhátíðardagur Portúgala er 10. júní, dánardægur de Camões, en hann var uppi 1524 til 1580). Þetta skýrir Guðbergur helst með því að bókmenntahefð Portúgals hafi tengst því sem próvensku skáldin ortu um á miðöld- um: ást, söknuð og þrá og elstu ljóðabrot- in sem til eru á portúgölsku (eða galegó- portúgölsku), ljóð frá 1220 til 1225, eru einmitt undir sterkum próvenskum áhrif- um. Að þessu sögðu miðar Guðbergur ljóða- safn sitt við árin 1900 til 2008, en það skarast reyndar lítillega því hann tekur með ljóðskáld sem fæddust fyrir 1900 en settu mark sitt á seinni kynslóðir. Í inn- ganginum segir Guðbergur að þrátt fyrir mikið umrót hafi portúgölskum skáldum alltaf verið sameiginlegt að varðveita „djúpt en oft kuldalegt og háðskt mannvit í latneskum kveðskap samhliða þörf fyrir endurnýjun þannig að innihaldið og ljóðasviðið víkkar með togstreitu milli fornra einkenna og nýsköpunar“. Inn í þá nýsköpun blandast áhrif frá ljóðagerð annarra málsvæða enda hafa portúgölsk skáld gjarna tekið mið af erlendri samtímaljóðagerð. Helsta umrótið í portúgalskri ljóðagerð var einmitt ekki löngu eftir aldamót þegar bókmenntatímaritið A Águia boðaði nýja tíma. Á fyrstu áratugum aldarinnar var mikil gerjun í portúgölskum bók- menntum og tónlist og þannig má segja að sú fado-hefð sem við þekkjum í dag hafi orðið til á þeim árum. Þá kom líka fram Fernando Pessoa, það ljóðskáld portú- galskt sem bókmenntapáfinn Harold Blo- om taldi annað helstu skálda tuttugustu aldar með Pablo Neruda. Áhrif Pessoa á portúgalska ljóðagerð voru þó ekki nema óbein, enda kom minnst af því út sem hann ritaði fyrr en löngu eftir andlát hans. Þeir eru sjálfsagt margir sem þekkja Pessoa, enda má segja að hann hafi komist í tísku fyrir nokkrum árum, en portúgölsk ljóðlist er væntanlega sem lokuð bók fyrir þorra manna hér á landi. Úr því bætir Guðbergur Bergsson með þessari bók; greiningu á ljóðahefð Portúgals, þýðingu á lykilljóðum á fimmta tug ljóðskálda og að auki stuttu æviágripi þeirra og stöðu í portúgalskri bókmenntasögu. Holdsveiki Ljóðið líkist holdsveiki á holdsveikraspítala eru skáldin í samvist hvert við annað og rýna hvert í annars kaun (Jorge de Sena (1919-1978), ísl. þýð. Guðbergur Bergsson) „Sérstætt dæmi um hikandi óróleika“ Öll dagsins glóð heitir bók sem hefur að geyma úrval ljóða frá 1900 til 2008 eftir nærfellt fimmtíu helstu skáld Portúgals í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar sem gerir einnig grein fyrir hverju ljóðskáldi. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Guðbergur Bergsson: Portúgölsk skáld varð- veitu djúpt en oft kulda- legt og háðskt mannvit. Ég bý við þau forréttindi að hafa lestur að atvinnu. Ég les bækur og kenni þær, ég les bækur og skrifa um þær, ég les bækur og gef þær út. Betra gæti það ekki verið. Af þessu leiðir að lestur einnar viku getur spannað nokkrar aldir, fjölmörg lönd og alls konar bókmenntategundir. Og þessi vika var nokkuð dæmigerð fyrir þessa sérstöku blöndu þegar saman komu meðal annars nýjar íslenskar jólabækur, Frú Bovary eftir Flaubert, fræðigreinar Helgu Kress og Hanif Kureishi. Jólabækurnar er ég rétt byrjuð að narta í og aðeins farin að skrifa um á Bók- menntavefnum og of snemmt að fara að fjölyrða nokkuð um. Að kenna skáldsög- ur veitir manni hins vegar þá gleði að lesa bækur aftur og aftur. Og allir vita hvers konar breytingum lesturinn tekur við mismunandi árferði og aðstæður. Frú Bovary er verk sem maður ætti að lesa á nokkurra ára fresti og ekki spillir þar fyr- ir dásamleg þýðing Péturs Gunnarssonar, sem Bjartur endurútgaf fyrir nokkrum árum í einstaklega fagurbleikri kilju sem ætti að prýða hvert heimili. Það er bráð- nauðsynlegt að endurútgefa góðar þýð- ingar – nógu er nú lítið til af þeim. Handrit að greinasafni Helgu Kress, Óþarfar unnustur, sem var að koma út, las ég einnig nýverið og veitir innblástur á alla lund, þar sem saman fer metn- aðarfull fræðimennska og skýr og fagur stíll, svo upp ljúkast heimar. Sjálfsævisögur eru minn veikleiki, ástríða og lifibrauð, og nýlega hef ég ver- ið að skoða hvernig breska rithöfund- inum Hanif Kureishi tekst upp við að skrifa um föður sinn í My Ear at His He- art. Verk Kureishi hafa löngum verið á mörkum hins sjálfsævisögulega, en hér stígur hann skrefið til fulls og veitir nýja innsýn í eldri verk, eins og hið vinsæla The Buddha of Suburbia. Lesarinn Gunnþórunn Guðmundsdóttir lektor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands Forréttindi að hafa lestur að atvinnu Rithöfundurinn Hanif Kureishi skrifar um föður sinn í bókinni My Ear at His Heart. Morgunblaðið/Þorkell Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.