Morgunblaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 8. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 310. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er mbl.is «ÍÞRÓTTIR GUÐRÚN GLÍMIR ENN VIÐ AFLEIÐINGAR HÖGGSINS «SVÍNIÐPÉTUR Lífið snýst líka um að eiga góða vini 96 ára Faxafeni 5 • S. 588 8477 Mjúkir pakkar ! Orginal heilsukoddi Kr. 15.120,- Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is STYRMIR Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir upp þeirri alvarlegu spurningu hvort aðgerðir eða aðgerðaleysi rík- isstjórnar Geirs H. Haarde í aðdraganda hruns- ins í fyrra kunni að varða við lög um ráðherra- ábyrgð og að einhverjir ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde verði dregnir fyrir landsdóm, í bók sinni Umsátrið – Fall Íslands og endurreisn, sem kemur út hjá bókaforlaginu Veröld í dag „Ég hef ekki hugmynd um það hvort það verður niðurstaðan, en ástæða þess að ég fjalla um þetta álitaefni með þeim hætti sem ég geri eru ummæli Páls Hreinssonar, formanns rann- sóknarnefndar Alþingis, frá því síðsumars í sum- ar,“ sagði Styrmir í samtali við Morgunblaðið í gær. Eitthvað hlýtur að liggja að baki Þar vísar Styrmir til útvarpsviðtals við Pál Hreinsson, formann rannsóknarnefndar Alþing- is, frá því í ágústlok, þar sem hann sagði m.a. að engin nefnd hefði orðið að flytja þjóð sinni jafn erfið tíðindi og rannsóknarnefndin mundi flytja henni. „Það hlýtur eitthvað að liggja að baki þessum ummælum og ég hef velt því fyrir mér hvað það gæti verið. Það er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að rannsóknarnefndin hafi verið að íhuga þá spurningu hvort beita ætti lög- um um ráðaherraábyrgð í þessu samhengi,“ sagði Styrmir. Styrmir segir að ekki sé ólíklegt að ofan- greind spurning eigi eftir að komast á dagskrá í umræðum um skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis, sem eigi að birtast í byrjun febrúar 2010. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná sambandi við Pál Hreinsson í gær.  Hver var ábyrgð stjórnvalda? | 11 Ráðherrar fyrir dóm?  Þeirri spurningu velt upp í nýrri bók hvort aðgerðir eða aðgerðaleysi fyrri ríkis- stjórnar varði við lög  Vísað til ummæla formanns rannsóknarnefndar Alþingis LIÐ Laugalækjarskóla fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, en úrslitakeppnin fór fram í gærkvöldi í troðfullu Borgarleikhúsi. Eins og sjá má réðu sigurvegararnir sér vart fyrir kæti. Hagaskóli hafnaði í öðru sæti en Seljaskóli í því þriðja. | 30 Morgunblaðið/Ómar LAUGALÆKJARSKÓLI VANN SKREKK Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is EARL Collier mun taka við af Kára Stefánssyni sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gangi áætlanir eftir. Collier hefur verið stjórnarmaður í DeCode Genetics, móðurfélagi ÍE, um árabil. Með aðkomu erlendra fjárfesta að ÍE á starfsemi fyrirtæk- isins að vera tryggð næstu tvö árin. Kári mun verða starfandi stjórn- arformaður og einbeita sér að rann- sóknum og þróun á greiningartækj- um, en Collier mun sjá um almennan rekstur fyrirtækisins. Collier hefur verið framkvæmdastjóri hjá banda- ríska lyfjafyrirtækinu Genzyme um nokkurn tíma og segir Kári hann hafa mikla reynslu á því sviði sem ÍE starfi á. Samþykki bandarískur dómstóll beiðni DeCode um greiðslustöðvun mun hefjast uppboðsferli. Saga In- vestments, félag í eigu erlendra fjár- festa, hefur þegar lagt fram bindandi tilboð, en öðrum verður heimilt að bjóða í fyrirtækið. Gert er ráð fyrir því að kröfuhafar eignist um 20 pró- senta hlut í fyrirtækinu. | 12 Hættir Kári Stefánsson mun hætta sem forstjóri gangi áætlanir eftir. Starf ÍE tryggt í tvö ár Kári Stefánsson hættir sem forstjóri og Earl Collier tekur við  ÞÚSUNDIR lánþega hafa af- þakkað greiðslujöfnun fasteigna- veðlána hjá Íbúðalánasjóði, bönk- um, lífeyrissjóðum og öðrum fjármálafyrirtækjum. Frestur til að segja sig frá greiðsluaðlöguninni rennur út á föstudag. Liðlega fjórtán þúsund manns höfðu í gær afþakkað greiðslujöfn- un hjá Íbúðalánasjóði. Það eru rúm 29% lántakenda hjá sjóðnum og svarar það til liðlega fjórðungs allra fasteignaveðlána sjóðsins. Hlutfallslega færri virðast afþakka þetta úrræði hjá bönkunum. »16 29% afþakka greiðslujöfn- un hjá Íbúðalánasjóði  AUKNING virðist hafa orðið á skemmtunum á börum borg- arinnar þar sem tilboðum um sér- stök kreppu- tilboð á bjór er beint að fram- haldsskólanem- endum. Fimmtudagskvöldin eru orðin að unglingakvöldum á bör- unum. Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu hefur haft afskipti af slíkum kvöldum og telur að meira sé um að ungu fólki sem ekki hefur aldur til að kaupa áfengi sé hleypt inn á skemmtistaði. Eftirlit með stöðunum hefur verið aukið. »6 Aukið eftirlit með ungling- um á skemmtistöðum  ÞÓTT umræðan snúist mikið um kreppu, atvinnuleysi, aukna skatta og minni kaupmátt virðist ekkert lát vera á ásókn í jólahlaðborð veit- ingastaða og eru margar helgar til jóla uppbókaðar. Andrés James Andrésson í Veisluturninum í Smáranum segir að allt sé að verða uppbókað um helgar til jóla. „Það eru allir sam- mála um að það sé miklu meira um að vera nú en í fyrra,“ segir hann. Guðrún Veronika Þorvaldsdóttir á Hótel Borg tekur í sama streng. »5 Jólahlaðborðin laða að fleiri gesti en í fyrra HÆSTA ein- staka krafan í þrotabú Lands- bankans er frá breska inni- stæðutrygg- ingasjóðnum og nemur 925 millj- örðum króna. Líf- eyrissjóðir lands- ins krefjast samtals um 100 milljarða. Heildarkröfur í þrotabú Landsbankans nema um 6.500 millj- örðum króna. Þar af nema forgangs- kröfur tæplega 2,9 milljörðum. Inn- an við helmingur þeirra hefur verið samþykktur eða kröfur sem nema 1273,5 milljörðum króna. Heild- arfjöldi krafna er um 12.000 og hefur ekki verið tekin afstaða til allra. Hannes hæstur einstaklinga Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, á hæstu kröfu einstaklinga, 1,2 milljarða króna. Margir fyrrverandi starfsmenn lýsa kröfum í þrotabúið. Hæsta sam- anlagða krafan er frá Steinþóri Gunnarssyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra verðbréfasviðs Landsbankans. Krafa hans nemur 490 milljónum króna. | 4 Hæsta kraf- an var 925 milljarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.