Morgunblaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þótt hrattgangi ástarfsdaga þingsins fram að áramótum er fjöl- mörgum spurn- ingum varðandi afgreiðslu fjárlaga enn ósvarað. Rekstrarumhverfi mikilvægra stofnana er því enn í verulegu uppnámi. Slíkt hefur svo sem hent áð- ur á þessum árstíma en meg- invandinn snýr þó að ákvörðunum um skattamál. Skilaboð um þau hafa verið mjög misvísandi, þótt aug- ljóst sé að núverandi stjórn- völd hafi ríkan vilja til að ganga skattahækkunar- veginn eins langt og þau telja sér framast fært. „Hrunið“ er notað til að rétt- læta þá vegferð. Þegar ligg- ur fyrir að skilvirkni stað- greiðslukerfis skattanna verður stórsköðuð í þessum áfanga. Það er illskiljanleg ákvörðun, sem sagan sýnir að taka mun drjúgan tíma að lagfæra á ný. En skattalaga- breytingarnar snúa ekki ein- göngu að því að ná í fleiri krónur í kassann, þótt það sé auðvitað aðalerindið. Einnig þarf að slá pólitískar keilur í leiðinni. Nú er þann- ig talað um að setja á tvö sérstök hátekjuskattsþrep og að það síðara verði í kringum 900 þúsund króna launa markið. Slíkur skattur hefði vísast skilað einhverju á ár- unum 2006 til 2008. Héðan af skilar hann sáralitlu. En hann gerir þó það gagn að athyglin er dregin frá þeim veruleika að hlutfallslega mestu byrðarnar verða lagð- ar á þá sem miðlung eða minnst hafa og er það ekki í fyrsta sinn. Því það á ekki síst að hækka margvíslega neysluskatta. Þeir munu bíta jafnfast þótt þeir verði nú látnir heita nöfnum á borð við loftslagsskatt, syk- urskatt eða heilsu- og óregluskatt. Þeim sem kom- ast ekki hjá að verja hlut- fallslega drýgstum hluta úr umslaginu sínu í neysluvörur munu ekki nýtast neitt gyll- ingarnar sem nýju neyslu- skattshækkununum fylgja í formi notalegra nafna. Þess vegna verður að auki að vera með fimleika í tekjuskatts- kerfinu, sem sáralitlu munu skila en munu á hinn bóginn gera þjált skattkerfi að þýfnu með öllu því amstri sem eldri skattgreiðendur landsins hugsa með hryllingi til. Millitekjufólk og það sem minnst hefur fer verst út úr breytingunum } Skattahækkanir í skrautumbúðum Töluverðursamdráttur hefur orðið í þjóð- félaginu og hans hefur gætt víða, jafnvel síast að- eins inn í þjóðarsálina. Þó er víða þrótt að sjá og margar greinar, einstaklingar og fyr- irtæki, sem eru að skila góðu verki. Þannig verður ekki betur séð en bókaútgáfa sé á góðu róli og frumleiki og stórhugur víða sjáanlegur. Varlega verður að fara að nefna hér verk til sannindamerkja og svo sem óþarft. En til dæmis um fjölbreytileikann má nefna Ummyndanir eftir róm- verska skáldið Óvíð (Ovidius) í þýðingu Kristjáns Árnason- ar, sem er viðburðarútgáfa. Af öðrum toga en einnig merk er 14. bók um Kirkjur Ís- lands, í einstaklega vönd- uðum og áhugaverðum bóka- flokki. Og nútíminn á sína bók meðal ann- arra í Umsátrinu eftir Styrmi Gunnarsson, fyrr- um ritstjóra Morgunblaðsins. Þar er fjallað um atburði sem skóku þjóðfélagið fyrir skömmu, uppgjör þeirra og þau álitamál sem risið hafa í kjölfarið. Þessar bækur til dæmis valdar og svo ólíkar sem þær eru benda til þróttmikils og áhugaverðs bókamarkaðar fyrir þau jól sem nálgast. Og eru þá ónefndar margar áhugaverðar skáldsögur, ævi- sögur og spennusögur, vönd- uð fræðirit og lengi mætti þannig áfram nefna. Er þessi þróttur í útgáfumálum þakk- arefni og um leið ótvírætt merki um að menn eru ekki að láta slá sig út af laginu, þótt á móti blási. Bókaunnendur þurfa ekki að kvarta þessi jólin} Brattur bókamarkaður E itt vinsælasta umræðuefnið á degi íslenskrar tungu er spilling tung- unnar tæru í munni unga fólks- ins. Miðað við það sem ég heyrði í umræðum á þessum mæta há- tíðisdegi í ár geta yngsta kynslóðin og sú elsta víst ekki lengur átt samskipti í fermingar- veislum því þær skilja ekki hvor aðra. Margir hafa áhyggjur af framtíð íslenskunnar í með- förum unga fólksins og er það m.a. rökstutt þannig að unglingar geti ekki lengur lesið bæk- ur Halldórs Laxness því þeir skilji hvorki staf- setninguna né orðaforðann og gefist því upp. Fyrir nokkrum árum var safn verka Hall- dórs gefið út með hefðbundinni stafsetningu, m.a. í tilraun til að höfða til ungs fólks. Bækur nóbelsskáldsins virðast stundum vera notaðar sem mælikvarði á vitsmuni fólks og andlega getu en ég sé ekki ástæðu til að hafa áhyggjur þótt Atóm- stöðin eða Salka Valka séu ekki efstar á óskalista allra unglinga. Í fyrsta lagi er það rangtúlkun að sérviskuleg stafsetning sé unglingunum fyrirstaða. Ég sé ekki betur en þau hafi gott auga fyrir og eigi auð- velt með að lesa furðulegustu stafsetningu, styttingar og afbakanir miðað við þeirra eigið ritmál á netinu, það vant- ar ekki. Á hinn bóginn mættu þessir áhyggjufullu unn- endur íslenskunnar spyrja sig hvort það sé sanngjarnt að ætlast til þess af unglingum í dag að þeir samsami sig stéttabaráttu og pólitík fjórða áratugar síðustu aldar þeg- ar þeir eiga í mesta basli með að skilja sjálfa sig. Sjálf var ég mikill lestrarhestur sem krakki en þegar á mig fóru að vaxa brjóst fékk ég að heyra að það væri nú synd, fyrst ég væri svona dugleg að lesa, að ég læsi ekki alvörubækur. Ekki þessar barnabækur alltaf hreint. Ég tók mig því til 13 ára og þrælaði mér í gegnum Sölku Völku, en allt þetta tal um bolsévika fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Ég ákvað því að ég væri ekki alveg tilbúin í þetta ennþá og sem betur fer segi ég, því það þýddi að ég átti Sjálf- stætt fólk til góða seinna þegar ég hafði for- sendur til að njóta hennar og leyfa Halldóri að snerta alla mína tilfinningastrengi. Ég veit það hins vegar fyrir víst að margir jafnaldrar mínir sem voru látnir lesa Halldór í grunnskóla eru enn sannfærðir um að bækur hans séu hund- leiðinlegar, þannig lifa þær í minningu þeirra sem ekki hafa lagt í þær aftur. Lestur er stór hluti þess að rækta með sér málvitund og orðaforða en ef ætlunin er að hvetja börn og unglinga til lestrar er væn- legra til árangurs að beina að þeim lesefni við þeirra hæfi en ekki ætla þeim um of. Þótt heimsbókmenntirnar höfði ekki til þeirra við fermingu er ekki þar með sagt að þau njóti þeirra ekki síðar ef þeim lærist á annað borð að njóta þess að lesa. Og hvað varðar meðferð þeirra á tungumál- inu okkar er sjálfsagt að benda þeim á það sem réttara þykir en ástæðulaust að hafa áhyggjur þótt þau kryddi netsamtöl með furðulegum ritstíl og afbökuðum orða- forða, enda er það auðvitað alkunna að ekkert orð er skrípi ef það stendur á réttum stað. una@mbl.is Una Sighvatsdóttir Pistill Tungumálið okkar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is G reiðslujöfnun verð- tryggðra íbúðalána, sem komið var á með lögum að frumkvæði Árna Páls Árnasonar félagsmála- ráðherra, vefst enn fyrir mörgum og margir leita sér ráðgjafar um hana hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS), bönkum og hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heim- ilanna. Flestir sem hringja spyrja hvort það borgi sig að hafna greiðslu- jöfnun og hversu mikið greiðslubyrð- in lækki. Nú þegar hafa rúm 29% lántak- enda hjá ÍLS afþakkað greiðslujöfn- un á sínum lánum, á um fjórðungi úti- standandi lána hjá sjóðnum. Til samanburðar má nefna að í fyrradag höfðu hjá Landsbanka Íslands rúm- lega 13% lántakenda, eða 1.393 manns, afþakkað greiðslujöfnun af ríflega ellefu prósentum húsnæðis- lána hjá bankanum, eða 1.909 lánum. Ekki fengust í gær svör frá Íslands- banka og Kaupþingi um þennan fjölda hjá þeirra viðskiptavinum, en fyrrnefndar upplýsingar benda til þess að hærra hlutfall af viðskipta- vinum bankanna en viðskiptavinum ÍLS telji sig hafa fulla þörf fyrir greiðslujöfnun. Svanhildur Guðmundsdóttir, sviðs- stjóri þjónustusviðs hjá ÍLS, segir marga sem leita ráðgjafar gera sjálf- krafa ráð fyrir því að greiðslubyrðin á sínu láni muni lækka, en það sé ekki alltaf gefið. Annað atriði sem margir velta fyrir sér er það hvað verður um lengingu lánsins, biðreikninginn sem verður til, ef fólk byrjar í greiðsluaðlögun en hættir síðan í henni eftir ákveðinn tíma. Svarið við þeirri spurningu, að sögn Svanhildar, er að biðreikning- urinn er unninn niður aftur með stíf- ari afborgunum. Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðu- maður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, segir að allt frá hruni hafi mikið verið um að fólk hringi þangað til að fá hlutlaust álit á þeirri ráðgjöf sem það fær í bönkunum. Það eigi einnig við um ráðgjöf bankanna um greiðslujöfnunina. „Það er ennþá mikið vantraust á bönkunum,“ segir Ásta Sigrún. Hún kveður hins vegar ekki hægt að kvarta yfir upplýs- ingagjöf bankanna um það. Hún sé yfirleitt mjög góð. Ásta Sigrún segir ennfremur mik- inn rugling í gangi um það hvaða lán falli undir almenna greiðslujöfnun. Margir haldi að gengistryggð lán geri það. Einnig rugli margir greiðslujöfn- un saman við önnur úrræði, svo sem greiðsluaðlögun. Hins vegar þarf lán að vera í skilum til að geta farið í almenna greiðslu- jöfnun. Ef lánið er ekki í skilum þarf að semja sérstaklega við viðkomandi lánardrottin um það. Ef lánið er í ann- ars konar sértækri meðferð, svosem frystingu eða greiðsluaðlögun, þá þarf því fyrst að ljúka áður en lánið getur farið í almenna greiðslujöfnun. Ásta Sigrún segir einnig mikið spurt út í greiðslujöfnunarvísitöluna, sem byggist á atvinnustigi og launaþróun. Margir vilji fá spá um hvernig þeir þættir muni þróast og biðja jafnvel um að sér sé sagt hvað þeir eigi að gera. Ásta leggur hins vegar áherslu á að hver og einn þurfi að taka sjálfstæða ákvörðun um hvað sé best fyrir sig. Þúsundir lántakenda vilja borga upp í topp Morgunblaðið/ÞÖK Skuldir Mörg lán standa í skugga kreppunnar, líkt og þessi hús standa í skugga af háum turni. Margir ráða þó við sitt og vilja ekki greiðslujöfnun. Þrátt fyrir að greiðslujöfnun verðtryggðra húsnæðislána sé almenn regla og sérstaklega þurfi að segja sig frá henni hafa þúsundir Íslendinga ákveðið að halda sínu striki í afborgunum. 14.276 manns höfðu í gær af- þakkað greiðslujöfnun hjá Íbúðalánasjóði. Það eru rúm 29% lántakenda hjá sjóðnum. Þetta fólk hefur afþakkað greiðslujöfnun af 23.245 lán- um, sem eru 25,4% allra lána hjá sjóðnum. Þar af er meiri- hlutinn á höfuðborgarsvæð- inu, 9.124 manns, en 5.152 á landsbyggðinni. Eftir aldurshópum er hlut- fall þeirra sem afþakka greiðslujöfnunina, hafa efni á því, áberandi hæst meðal fólks á miðjum aldri. Hátt í þriðjungur fólks á sextugs- aldri hefur beðist undan greiðslujöfnun. Örlítið lægra hlutfall fólks á sjötugsaldri hefur gert það, eða 32%. Um 30% fólks á fimmtugsaldri hefur sömuleiðis gert það en þegar komið er niður á fer- tugsaldurinn fellur þetta hlut- fall í rúm 21%. Hlutfallið er enn lægra hjá fólki undir þrí- tugu, eða um 15%. Yngra fólk hefur því meiri þörf fyrri greiðslujöfnun en eldra. Hlutfallið hjá fólki yfir sjö- tugu er í meðallagi miðað við hina hópana, 26,7%. 29% segja nei takk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.