Morgunblaðið - 18.11.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÞAÐ að hafa húsnæði í slæmu
ásigkomulagi og ónýtt inni í íbúð-
arhverfum hefur vond áhrif á fé-
lagsauðinn í hverfinu,“ segir Sóley
Tómasdóttir, borgarfulltrúi og for-
maður starfshóps sem gerði úttekt
á auðu verslunarhúsnæði í íbúðar-
hverfum Reykjavíkurborgar. Í út-
tektinni sem unnin var í upphafi
árs og nýlega kynnt í annars vegar
skipulagsráði og hins vegar fram-
kvæmda- og eignaráði var kerfis-
bundið farið yfir hvert hverfi fyrir
sig með aðstoð korta og ábendinga
frá íbúum og starfsfólki borgarinn-
ar. Úttektin leiddi í ljós að ástand
yfirgefins verslunarhúsnæðis í
hverfum borgarinnar er mjög
misslæmt.
Að sögn Sóleyjar er hægt að
nýta úttektina sem víti til varn-
aðar þegar kemur að því að skipu-
leggja hverfi. „Sem dæmi er alveg
greinilegt að Mjóddin dró allt lífið
út úr íbúðarhverfunum í Breiðholti
og niður í einskonar jaðarsvæði.
Það er því mikið af tómu versl-
unarhúsnæði inni í Breiðholtinu.
Það er mjög mikilvægt að við
reynum að tryggja þjónustu inni í
hverfunum þegar við skipuleggjum
borgina. Þannig stuðlum við að
auknum félagsauð og komum í veg
fyrir að íbúar þurfi að nota einka-
bílinn eins mikið og nú er.“
Sóley segist gera ráð fyrir að
niðurstaða úttektarinnar verði
höfð til hliðsjónar þegar fram-
kvæmdaáætlun borgarinnar fyrir
árið 2010 verði unnin sem og að-
alskipulag Reykjavíkur. „Mögu-
lega má nota eitthvað af þessu
húsnæði í stað þess að ráðast í ný-
byggingar eða viðbyggingar á hús-
næði borgarinnar. Þessi auðu hús
eru yfirleitt inni í hverfunum og
oftast nær tiltölulega vel staðsett.
Meðan efnahagsástandið er eins
og það er er án efa mun ódýrara
að gera við það húsnæði sem fyrir
er en að byggja nýtt.“
Melabúðin góð fyrirmynd
„Þetta er mjög gagnleg og vel
unnin úttekt,“ segir Júlíus Vífill
Ingvarsson, formaður skipulags-
ráðs. Segir hann niðurstöður
skýrslunnar komnar inn á borð
skipulagssviðs þar sem þær verði
hafðar til hliðsjónar við aðalskipu-
lagsvinnuna þar sem fjallað er um
sjálfbær hverfi. „Við höfum verið
að funda í öllum hverfum borg-
arinnar til að fara yfir og kalla eft-
ir hugmyndum inn í aðalskipulags-
vinnuna hjá okkur. Þar hefur í
mjög mörgum tilvikum komið fram
ósk um það af hálfu íbúa að það sé
þjónustukjarni og hverfisverslanir
í hverfum þeirra,“ segir Júlíus Víf-
ill og bendir á að Melabúðin á
horni Hofsvallagötu og Hagamels
hafi oft verið nefnd sem fyrirmynd
í því samhengi.
Að sögn Júlíusar Vífils hafa
borgaryfirvöld verið treg til þess
að leyfa að skipulögðum þjónustu-
kjörnum í hverfum borgarinnar sé
breytt í íbúðarhúsnæði. „Reynslan
sýnir að það er mjög erfitt að
finna hverfisverslunum stað inni í
grónum íbúðarhverfum eftir á.
Þannig að þótt starfsemi í þjón-
ustukjörnum gangi ekki eins vel
og maður hefði óskað viljum við
stundum þreyja þorrann í von um
að sú verslunarstarfsemi sem
þangað leitar geti blómstrað og
þjónað hverfinu. Sums staðar
verður þó ekki aftur snúið,“ segir
Júlíus Vífill og tekur dæmi af
Kleifarseli 18 þar sem borgin
keypti yfirgefna verslunarmiðstöð
sem í dag nýtist sem tónlistarskóli
og frístundaheimili sem þjóni
Seljaskóla.
Autt verslunarhúsnæði hefur
vond áhrif á félagsauð hverfa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tómt verslunarhúsnæði Skýrsluhöfundar benda á að við Arnarbakka sé stórt verslunarhúsnæði sem standi svo til
autt og sé í mikilli niðurníðslu. Telja þeir brýnt að gripið verði til aðgerða vegna húsnæðisins hið fyrsta.
Formaður skipulagsráðs segir það ósk íbúa að hafa þjónustukjarna í göngufæri
Í HNOTSKURN
»Úttekt borgarinnar áauðu verslunarhúsnæði í
íbúðarhverfum má nálgast í
heild sinni á vef Reykjavík-
urborgar.
»Starfshópurinn að bakiskýrslunni starfaði í um-
boði framkvæmda- og eign-
aráðs í kjölfar tillögu sem
lögð var fram af hálfu full-
trúa Vinstri grænna og Sam-
fylkingar í ráðinu.
»Á samráðsfundumskýrsluhöfunda með
fulltrúum íbúa og starfsfólks
hverfanna komu fram skýrar
óskir um aðgerðir í þágu
þeirra hverfa sem verst
standa og að borgaryfirvöld
sporni gegn því að frekara
húsnæði leggist í eyði.
TÆPLEGA
18.000 Íslend-
ingar vilja að
tannlækningar
fyrir börn yngri
en 18 ára verði
ókeypis, sam-
kvæmt því sem
fram kemur á
Facebook. Á síðu
hópsins er á það bent að tann-
læknakostnaður hérlendis sé mörg-
um barnafjölskyldum þung byrði
og næstum ofviða. „Á Norð-
urlöndum er þjónusta tannlækna
ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára.
Nema hér á landi. Hér þurfa for-
eldrar að borga allt að 50% af
kostnaði við tannlækningar barna
sinna. Sem veldur því aftur að tann-
heilsa barna hér er ein sú versta á
Norðurlöndunum,“ segir á síðunni.
Vilja ókeypis
tannlækningar
18 ára og yngri
BLEIKA slaufan,
sem árlega er
seld til styrktar
leitarstarfi
Krabbameins-
félags Íslands,
hefur aldrei selst
betur en í ár.
Átakið stóð yfir í
október og
keyptu Íslend-
ingar alls 43.000
slaufur til stuðnings við góðan mál-
stað. Krabbameinsfélagið er afar
þakklátt fyrir viðtökurnar og segir
Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri
þess, að stuðningur almennings sé
félaginu sérlega mikilvægur, það sé
samtakamáttur fólksins í landinu
sem hafi náð að gera Krabbameins-
félagið að því sem það er í dag.
Aldrei fleiri bleikar
slaufur keyptar
Bleik Sif Jakobs
hannaði slaufuna.
Á TVEIMUR fyrstu mánuðum fisk-
veiðiársins hefur rúmlega helm-
ingur veiðiheimilda í skötusel verið
nýttur. Á sama tíma á síðasta fisk-
veiðiári veiddist þriðjungur skötu-
selskvótans. Veiðitímabilið í skötu-
sel hefur á undanförnum árum
verið á sumrin og haustin en svo
virðist sem meiri kraftur sé í haust-
veiðunum en áður.
Humaraflinn var 236 tonn í októ-
ber samanborið við 33 tonn í fyrra
og úthafsrækjuaflinn var 245 tonn
en var 39 tonn í október í fyrra. Ís-
lensk skip hafa nú veitt 484 tonn af
humri það sem af er fiskveiðiárinu
sem er 20,6% af leyfilegum veiði-
heimildum í humri. aij@mbl.is
Auknar haustveiðar
á humri og skötusel
NORRÆNU matarverðlaunin voru
afhent í Skíðaskálanum í Hveradöl-
um á mánudagskvöld. Verðlaunin
þetta árið hlaut Hótel Arctic í Ilul-
issat á Grænlandi og tók hótelstjór-
inn, Erik Bjerregaard, við verð-
laununum.
Verðlaunin eru veitt af Norrænu
ráðherranefndinni fyrir að koma
norrænum matarhefðum á fram-
færi á nútímalegan hátt í heimi al-
þjóðavæðingar. Samhliða var hald-
in ráðstefna á Grand Hótel með það
að markmiði að veita yfirsýn yfir
stöðu matvælaiðnaðar á Norður-
löndum hvað varðar öryggi og ný-
sköpun.
Norrænu matar-
verðlaunin afhent
Í takt við tímann
Grillaður kj
úklingur,
2l Pepsi eð
a Pepsi Ma
x
kr.998
kr.
pk.229
Wasa hrök
kbrauð
2 tegundir
MEIRA FYRIR MINNA!
kr.
kg998
Ýsurúllur,
3 tegundir
kr.
pk.249
Del Castell
o pasta
4 tegundir
kr.
pk.279
Capri Sonn
e safar
stykki
í pk!
5