Morgunblaðið - 18.11.2009, Page 27

Morgunblaðið - 18.11.2009, Page 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009 Þær plötur sem skora hæst eru með lista- fólki á aldursbili frá kannski 17, 18 upp í 25 ára. 28 » Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu kl. 12.30 í dag flytja Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona og Þórarinn Sigurbergsson gítarleikari verk eftir John W. Duarte, Joaquin Rodrigo og Oliver Kentish. Verk Olivers verður frumflutt á tónleikunum og heitir það Kveðjur. Oliver Kentish fluttist til Íslands árið 1977 til að spila með Sinfóníu- hljómsveit Íslands og hefur búið hér síðan. Hann er afkastamikið tónskáld. Árið 1994 samdi hann að beiðni bresku ríkisstjórnarinnar tónverk sem gjöf til íslensku þjóðarinnar í tilefni 50 ára afmæl- is lýðveldisins. Það var verkið Mitt fólk. Tónlist Frumflytja verk eftir Oliver Kentish Signý Sæmundsdóttir EINAR Kárason ræðir um Ofsa í hádegisfyrirlestraröð hugvísindadeildar Háskólans: Hvernig verður bók til? Þetta verður í stofu 102 á Háskóla- torgi kl. 12 á hádegi í dag. Í fyrirlestrinum ræðir Einar um tilurð skáldsögunnar, en þar stíga fram persónur frá Sturl- ungaöld og segja hug sinn í að- draganda Flugumýrarbrennu. Einar Kárason hefur lengi ver- ið einn af atkvæðamestu höfundum þjóðarinnar. Hann hefur skrifað verk af ýmsu tagi, jafnt sann- söguleg sem skálduð. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Loftræsting: farir mínar holóttar, kom út árið 1979. Allir eru velkomnir. Bókmenntir Hvernig varð Ofsi til? Einar Kárason SEXTETT Reynis Sigurðs- sonar víbrafónleikara leikur í Múlanum annað kvöld. Með- reiðarsveinar Reynis í sextett- inum eru Haukur Gröndal, Ás- geir J. Ásgeirsson, Eyþór Gunnarsson, Gunnar Hrafns- son og Erik Qvick. Sextettinn leikur tónlist úr ýmsum áttum, m.a. eftir George Shearing, Lee Konitz og Lennie Trist- ano, útsett af Reyni fyrir sextettinn. Þetta eru tónleikar sem unnendur góðrar sveiflu mega ekki láta framhjá sér fara. Tónleikar Múlans fara fram í Jazzkjallaranum, á Café Cultura, Hverfisgötu 18, gegnt Þjóðleikhúsinu og hefjast kl. 21. Að- gangseyrir er þúsund kr. en 500 fyrir nemendur. Tónlist Sextett Reynis í Múlanum Reynir Sigurðsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ROBERT Schumann þurfti að hafa meira fyrir því en flestir aðrir að fá að kvænast konunni sem hann elskaði, Clöru Wieck. Það var heldur ekkert sjálfgefið að konur á nítjándu öld fengju að giftast manninum sem þær elsk- uðu. Það var pabbi Clöru sem stóð í veginum fyrir því að þau fengju að eiga hvort annað, en eftir löng málaferli tókst það; þessar samhljóma sálir í tónlistinni fengu að eigast. Robert Schumann var einstaklega skapandi í því að tjá Clöru ást sína í tónlistinni, og hún, annálaður píanósnill- ingur, spilaði. Gæti það hafa verið rómantískara? Ekkert nógu gott fyrir Clöru En eitthvað vafðist það fyrir Schumann að semja verk í stóru formi fyrir Clöru – píanókonsert. Fyrstu tilraun gerði hann 1828, en var ekki ánægður. Þannig fór um fleiri tilraunir í píanókonsertsmíðum í þrettán ár. Kannski fannst honum ekkert nógu gott fyrir Clöru. Þá var það að að Clara fékk hugmynd, og stakk upp á því að hann stækkaði fantasíu, sem hann hafði þá samið, fyrir píanó og hljómsveit og gerði hana að konsert. Þetta gerði Schumann, og hans eini píanókonsert varð til árið 1845. Það var svo auðvitað Clara sem var í einleikara- hlutverkinu þegar konsertinn var frumfluttur í Leipzig, á nýársdag 1846. Einleikari í konsertinum á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar annað kvöld í Háskólabíói verður Finninn Antti Siirala, en hann þykir öðrum fremri í túlkun róm- antískra píanókonserta. Af Clöru og Robert er það að segja að hann dó langt um aldur fram frá Clöru og átta börnum. Tilfinningaþrungin og rómantísk sinfónía Góðvinur þeirra beggja var Jóhannes Brahms og eftir andlát Roberts varð hann náinn sálufélagi Clöru, og not- aði líka tónlistina til að tjá henni aðdáun sína og kærleika. Seinna verkið á tónleikum kvöldsins er sinfónía hans nr. 4, síðasta sinfónían sem hann samdi. Enn var það Clara sem fékk fyrst að heyra og fylgjast með. Sinfónían var frumflutt undir stjórn höfundarins haust- ið 1885 og hefur notið mikilla vinsælda æ síðan, enda bæði dramatísk og stórbrotin og kraumandi af tilfinningum. Gerðu allt fyrir Clöru  Sinfóníuhljómsveitin leikur verk eftir Schumann og Brahms  Clara var sólin í lífi beggja  Ungstirnið Eva Ollikainen stjórnar  Antti Siirala leikur einleik Eva Ollikainen Henni er spáð frægð og frama í karlaveröld hljómsveitarstjóranna. Síðustu tónleikar Tónlist-ardaga Dómkirkjunnarfóru fram á sunnudag fyrirnær fullri Hallgrímskirkju eða um 1.000 manns. Viðburðurinn markaði jafnframt síðustu Tónlist- ardaga undir forsjá Marteins dóm- kantors, er varð sjötugur í ár. Þótt það hafi að vísu komið fram í þeim fáu dagblöðum er enn láta sig fleira en dagfarsfroðu skipta hefði margur konserthaldari sennilega látið annars eins getið í tónleika- skrá. Því var hins vegar ekki að heilsa að sinni. Frágangur plaggs- ins var allur hinn lakónískasti. Hann eyddi ekki orði um tímamótin á ferli stjórnandans, hvað þá um verk og tilurðarár, og birti aðeins íslenzkar inntaksþýðingar söng- textanna án neinna frumtexta. Miðað við stundum fjálglegar fer- ilskýrslur flytjenda á sama prent- vangi virtist manni hér sparlega farið með ærið tilefni. En sumum dugir víst að láta verkin tala. Alltjent talaði árangurinn í þessu tilviki sínu máli af óvefengjanlegri mælsku. Enda minnist maður þess varla að hafa heyrt jafnglæsilegan Dómkór í nærfellt áraraðir. Vissulega hjálpaði ríkulegur hljómburður Hallgrímskirkju til. Einkum í samanburði við skrauf- þurra heyrð Dómkirkjunnar, er oft hefur komið manni til að óska að færa mætti hálfan ómtíma Skóla- vörðuhofsins ofan í Kvosina – til ágóða fyrir hvorttveggja guðshús. Reyndar var hann fullríflegur fyrir hröðustu kaflana í messu Dvoráks. En oftast myndaði hann hæfilega blómstrandi ómgjörð fyrir kór í auðheyrðu toppformi, er náði, ekki sízt í ægifögru tékknesku mess- unni, nærri gleðitárafellandi áhrif- um. Í fullkomnu samvægi við pott- þéttan orgelleik Guðnýjar Einarsdóttur, að meðtöldu af- bragðsgóðu framlagi einsöngv- aranna. Framkallaði lokaverkið verðskuldaða standandi hyllingu áheyrenda. Þar á undan átti Guðný glimrandi öruggan orgeleinleik í fjölbreyttri Fantasíu Þorkels Sigurbjörnssonar. Stykkið bar á köflum keim af naum- huga snertlu með skemmtilega litrík- um innskotskontröstum, stundum djassleitu hljómferli og dúndrandi stórskotaendi. Það var að lokinni a cappella-mótettu Brahms við „Hátíð- ar- og spakmæli“ (1889?), er fróðlegt hefði verið að fá að vita meira um. Þótt verkið virtist tvíkóra, og kalla á öllu aðskildari „spezzati“-skipan en upp á var boðið (fyrir vikið fóru ör- ustu andköllin nánast í graut), var flest geysivel flutt við ávallt þjála og skáldlega mótun. Margt býr að vænlegu upphafi, og í þessari öfugu tilurðarröð er aðeins eftir að nefna fyrsta verkið – Hljóður lýt ég hátign þinni. Eftir frábæra túlkun Dómkórsins á heiðskírt tíma- lausri tónsetningu Marteins H. Friðrikssonar á sálmi Hjálmars Jóns- sonar var aðeins hægt að gera jafn vel, eða betur. En það gekk líka eftir! Dómkór í toppformi Dómorganisti Marteinn H. Frið- riksson stjórnar Dómkórnum. Hallgrímskirkja Kórtónleikar bbbbm Brahms: Fest- und Gedenksprüche. Þor- kell Sigurbjörnsson: Fantasía um „Auf meinen lieben Gott“. Dvorák: Messa í D. Þóra Einarsdóttir sópran, Sesselja Krist- jánsdóttir alt, Gissur Páll Gissurarson tenór, Águst Ólafsson bassi og Dómkór- inn ásamt Guðnýju Einarsdóttur orgel. Stjórnandi: Marteinn H. Friðriksson. Sunnudaginn 15. nóvember kl. 17. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST KÍNVERSKI rit- höfundurinn Su Tong hlaut á mánudag Man- bókmenntaverð- launin í Asíu, systurverðlaun Booker-verðlaun- anna, fyrir bókina The Boat to Re- demption. Man- bókmenntaverðlaunin eru mjög virt og verðlaunaféð sem Tong fékk í sinn hlut var 10 þúsund dalir. Sagan segir frá forystumanni í Kínverska kommúnistaflokknum sem er gerður útlægur ásamt syni sínum eftir að upp kemst að sú saga sem hann hefur sagt, að hann sé son- ur þekkts fórnarlambs úr bylting- unni, er ekki sönn. Þrír dómarar dómnefndarinnar sögðu að bókin væri „töfrandi saga af skálki“. Inn í söguna fléttast pólitískt ástand í Kína og fleiri ferðalög sem mannskepnan tekst á hendur í lífinu. Su Tong varð heimsþekktur fyrir sögu sína Wives and Concubines sem var kvikmynduð árið 1991. Skálkur á flótta Su Tong Su Tong hlaut Man Asia-verðlaunin STÓRA bókastefnan í Kaupmanna- höfn var haldin um helgina. Í tilefni af bókastefnunni birti Gallup í Dan- mörku niðurstöður nýrrar ransókn- ar sem sýna að bókin á síður en svo undir högg að sækja gagnvarp sjón- varpinu og netinu. Í rannsókninni kom fram að þvert á það sem margir hafa haldið, þá styður hangs á netinu við bóklestur, því netfíklar eru oftar en ekki líka miklir bókaormar. Hinn dæmigerði lesandi er ekki lengur kona á aldrinum 40-70 ára með mikinn og almennan áhuga á menningu, heldur er yngra fólk í mikilli sókn í bóklestri, og ekki síður karlmenn en konur. Forleggjarinn Jakob Kvist, sem Berlingske Tidende ræðir við af til- efninu, segir að sókn karla í bóklest- ur megi að nokkru rekja til aukinnar útgáfu á áhugaverðum ævisögum og bókum sem skrifaðar eru með að- ferðum blaðamennskunnar, sér- staklega um íþróttafólk. „Slíkar bækur falla karlmönnum í vel geð.“ Karlar kíkja oftar í bækur „Báðar sinfóníurnar voru sérlega glæsi- legar í flutningi hljómsveitarinnar undir öruggri stjórn Evu Ollikainen, en hún er aðeins 25 ára gömul. Segjast verður eins og er að það er skemmtileg tilbreyting að sjá konu stjórna hljómsveit; enn sem kom- ið er eru konur á þessu sviði alltof fáar. Túlkun Ollikainen bar vott um djúpt list- rænt innsæi og því væri óskandi að hún kæmi hér fram aftur í allra nánustu fram- tíð.“ Þannig skrifaði Jónas Sen eftir tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í fimm stjörnu dómi, haustið 2007, þegar Eva Ollikainen kom fyrst til að stjórna hljómsveitinni. Þá stjórnaði hún sinfóníum eftir Schubert og Carl Nielsen og nýjum saxófónkonserti eftir Veigar Margeirsson. Eva, eins og flestir mestu hljómsveitar- stjórar Finna, lærði hjá Jorma Panula í Síbelíusarakademíunni og Leif Segerstam. Árið 2003 sigraði hún í alþjóðlegu hljóm- sveitarstjórakeppninni sem kennd er við meistarann mikla, Jorma Panula. Þótt hún sé aðeins 27 ára í dag hefur hún þegar haslað sér völl sem ein bjartasta vonin í sinni grein, og hefur þegar unnið með öllum helstu sinfóníuhljómsveitum Norðurlandanna, með London Philharm- onic og Hljómsveitinni Fílharmóníu. Með djúpu listrænu innsæi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.