Morgunblaðið - 18.11.2009, Side 17
17
Í Þingholtunum Sagt er að kettirnir eigi níu líf og ef heimfæra má það upp á hæfni þeirra til að lifa af í borgarumhverfinu er ekki hægt annað en fallast á það. Liprir borgarkettir skjótast á milli bíla,
fara almennt sinna ferða án tillits til vilja mannfólksins og meta mikils sjálfstæði sitt. Afbrigði frelsis getur verið að bregða sér upp í tré til að forðast ys og þys borgarlífsins um stundarsakir.
Golli
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009
ÞESSI pistill er skrifaður á degi
íslenskrar tungu. Þá barst í tal,
hversu gott mál starfsmenn ríkis-
útvarpsins fluttu á árum áður, en
ambögur heyrðust ekki. Nöfn eins
og Helgi Hjörvar, Vilhjálmur Þ.
Gíslason, Andrés Björnsson og
Jón Magnússon fréttastjóri komu
upp í hugann. Og snillingarnir,
sem svo voru kallaðir, Friðfinnur
Ólafsson, Guðmundur Sigurðsson,
Helgi Sæmundsson, Karl Ísfeld og
Steinn Steinarr. Þeir voru fengnir
til að botna í útvarpssal og slógu í
gegn. Margir botnanna urðu
fleygir eins og „Klakksvík yrði
Kópavogi / kærleiksríkur vina-
bær“ eða „við sína píu Singman
Ree / söng á kvíaveggnum“. Svav-
ar Gests gaf út hljómplötu með
snillingunum árið 1980 og einnig
var gefinn út pési með vísunum.
Í Morgunblaðinu 7. nóvember
stendur skrifað, að gestir þátt-
arins „Orð skulu standa“ eigi að
botna þann sama dag þennan
fyrripart:
Nú er upphaf nóvember,
næstum komin jólin.
Vitaskuld hélt ég að prent-
villupúkinn, sem er allra púka
verstur, væri að skemmta skratt-
anum með því að kippa eignarfalls
s-inu aftan af mánaðarheitinu. En
svo var ekki. Viku síðar birtist
botn Hlínar Agnarsdóttur:
Dettur svo inn desember,
en djísus, hvar er sólin?
Og þeir voru fleiri botnarnir.
Sama kvöld kom kær gestur í
heimsókn og færði mér Hlývindi,
ljóð og laust mál eftir Stephan G.
Stephansson. Ég sýndi honum
kveðskapinn og hann sagði eins og
við sjálfan sig: „Þetta er ekki
gott.“
Ég þakka í lok þessa pistils
þeim starfsmönnum ríkisútvarps-
ins, sem leggja metnað sinn í að
flytja gott mál og gæta sanngirni í
efnisvali og meðferð þess. Sér-
staklega þakka ég þeim mætu
konum, sem sjá um tónlistarþætti
á rás 1. Það verður ekki betur
gert.
Halldór Blöndal
Það var þá ekki prentvilla
Höfundur er fyrrverandi
forseti Alþingis.
Fiskveiðistefna Evr-
ópusambandsins hefur
mistekist, um það ríkir
einhugur í fram-
kvæmdastjórn þess.
Þúsundum tonna af
fiski er varpað fyrir
borð á ári hverju
vegna þess að engar
reglur koma í veg fyrir
brottkast. Í því sam-
hengi getur reynsla
Norðurlandaþjóða komið að góðu
gagni þegar unnið er að endur-
skoðun á sameiginlegri fisk-
veiðistefnu Evrópusambandsins.
Framtíðarsýn framkvæmda-
stjórnarinnar um fiskveiðistefnuna
er að árið 2020 verði sjávarútvegur
fjárhagslega arðbær, rányrkja úr
sögunni, fiskveiðistofnar hafi náð
jafnvægi og fiskveiðistjórnun verði
einföld og ódýr í framkvæmd. Nor-
rænu ríkin styðja þessi markmið
og vilja leggja sitt af mörkum til
þess að sú sýn geti orðið að veru-
leika. Sá raunveruleiki sem blasir
við í Evrópu er þó allt annar.
Hann einkennist af ofveiði, bágum
efnahag, alltof stórum fisk-
veiðiflota, fyrirferðarmiklu styrkja-
kerfi og minnkandi veiði.
ESB kynnti á vordögum græn-
bók um endurskoðun fisk-
veiðistefnunnar og auglýsti þá eftir
áliti annarra aðila. Norræna ráð-
herranefndin, sem er samstarfs-
vettvangur norrænu ríkisstjórn-
anna, hyggst leggja fram álit sitt á
grænbókinni. Þá vinnur ráðherra-
nefndin að því að taka saman yf-
irlit um fiskveiðistjórnunarkerfi
norrænu ríkjanna í von um að það
geti nýst á vettvangi ESB. Stjórn
fiskveiða er ólík á Norðurlönd-
unum en dæmi eru um margar
vænlegar leiðir. Góður árangur
Norðurlanda í alþjóðlegum sam-
anburði er sönnun þess.
Sjálfbærni með tilliti til um-
hverfis-, félags- og
ekki síst efnahags-
mála er lykilorð í
norrænni sýn á fisk-
veiðistefnu til fram-
tíðar. Við teljum að
ESB geti nýtt sér
reynslu Norð-
urlandaþjóða á þrem-
ur sviðum:
Í fyrsta lagi hvað
varðar að setja skýr-
ar reglur til að koma
í veg fyrir gífurlegt
brottkast á fiski sem
leiðir til hnignunar fiskistofna. Ís-
lendingar, Norðmenn og Fær-
eyingar hafa bannað brottkast. Í
reynd felur það í sér að landa ber
öllum veiddum afla. Danir hafa
gert tilraunir með eftirlitsmynda-
vélar um borð í fiskveiðiskipum.
Núgildandi reglur ESB veita sjó-
mönnum lagalega heimild til að
varpa aflanum fyrir borð þar sem
bannað er að landa fiski umfram
kvóta eða undir lágmarksþyngd.
Norræna ráðherranefndin telur að
ESB eigi að íhuga bann við brott-
kasti.
Í öðru lagi fiskveiðistjórnun sem
byggist á að veita veiðiheimildir til
útgerðarfyrirtækja, sem hefur gef-
ið góða raun á Norðurlöndum. Þær
heimildir kveða til dæmis á um há-
marksafla eða afmörkuð hafsvæði
þar sem leyfilegt er að stunda fisk-
veiðar. Íslendingar voru meðal
fyrstu þjóða sem komu á ein-
staklingsbundnum og framselj-
anlegum aflakvóta (ITQ) fyrir út-
gerðarfyrirtæki en Norðmenn voru
fyrstir til að innleiða heimildir til
togveiða. Enginn vafi leikur á því
að íslenska kvótakerfið skapar
bestan fjárhagslegan grundvöll
með lágmörkun kostnaðar, auknum
gæðum og hámörkun verðmætis
aflans. Fiskveiðistjórn sem byggist
á veiðiheimildum hefur því hag-
stæð áhrif á stærð veiðiflota, end-
urheimt fiskistofna og aukna arð-
semi.
Í þriðja lagi meðákvörðunarrétt
í fiskveiðistjórnun. Í stuttu máli
felur það í sér að hagsmunaaðilar
hafi áhrif á ákvörðunarferli. Sem
dæmi um slíkt má nefna samtök
norskra útgerðarmanna sem hafa
hönd í bagga við reglusmíð um
skiptingu veiðikvóta og áhrif
danskra sjómanna á reglur um
skelfiskveiðar.
Þá er öflugt styrkjakerfi til út-
gerða útbreitt vandamál sem hefur
leitt til þess að fiskistofnar hafa
rýrnað og fjárfest hefur verið of
mikið í fiskveiðiskipum. Endanlegt
markmið hlýtur að vera að sjávar-
útvegur í ESB geti þrifist án
beinna fjárstyrkja. Ný fisk-
veiðistefna ætti einnig að byggjast
á staðbundnu ákvörðunarferli –
þar sem ákvarðanir eru ekki ein-
ungis teknar í fundarherbergum í
Brussel heldur einnig á stjórn-
sýslustigum þar sem menn hafa
betri innsýn í aðstæður í ein-
stökum byggðarlögum.
Um leið og Norræna ráðherra-
nefndin vill vekja athygli á nor-
rænum leiðum sem skilað hafa ár-
angri gerir nefndin sér ljóst að
aðstæður eru ólíkar í ríkjunum
vegna ólíkrar sögu og þjóðfélags-
aðstæðna. Lausnir sem gefið hafa
góða raun á Norðurlöndum henta
ekki endilega sunnar í álfunni.
Sjávarútvegsráðherrar ESB-
ríkjanna funda í Brussel 19. og 20.
nóvember þar sem þeir munu m.a.
ræða fiskveiðistefnu sambandsins.
Þar sem Svíar gegna formennsku í
ESB um þessar mundir, mun Eskil
Erlandsson, landbúnaðar- og skóg-
ræktarráðherra, leiða fundinn og
nota tækifærið til að vekja athygli
á þeim leiðum sem norrænu ríkin
hafa valið í sjávarútvegsmálum.
Ný fiskveiðistefna ESB á að
ganga í gildi árið 2013. Fisk-
veiðistefna til framtíðar á að leiða
til sjálfbærni í sjávarútvegi Evr-
ópu. Við teljum að ESB eigi að
nýta sér reynslu Norðurlandaþjóða
af fiskveiðistjórn og stuðla þannig
að sjálfbærri þróun.
Eftir Halldór
Ásgrímsson »Reynsla Norður-
landaþjóða getur
komið að góðu gagni
þegar unnið er að end-
urskoðun á sameigin-
legri fiskveiðistefnu
Evrópusambandsins.
Halldór Ásgrímsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Norrænu ráðherranefndarinnar.
Fiskveiðar ESB með norrænu ívafi