Morgunblaðið - 18.11.2009, Side 4

Morgunblaðið - 18.11.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009 Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is SAMÞYKKTAR forgangskröfur í þrotabú Landsbankans eru 1273,5 milljarðar króna, en heildarupphæð forgangskrafna er 2,857 milljarðar. Þetta kemur fram í kröfuskrá slit- astjórnar Landsbankans sem Morg- unblaðið hefur undir höndum. Heild- arupphæð krafna sem lýst var í þrotabú bankans nemur tæplega 6.500 milljörðum króna, en ekki hef- ur verið tekin afstaða til nærri því allra krafnanna. Heildarfjöldi krafna var um 12.000. Langflestir lífeyrissjóða landsins lýstu kröfum í þrotabúið. Lang- stærstu kröfuna gerir Stapi lífeyr- issjóður, ríflega 38 milljarða, en samanlögð krafa lífeyrissjóða var um 100 milljarðar króna. Fjöldi fyrrverandi starfsmanna lýsir kröfu í bú skilanefndarinnar, en stærsta samanlagða krafan kemur frá Steinþóri Gunnarssyni, fyrrum framkvæmdastjóra verðbréfasviðs Landsbankans, en heildarkrafa hans nemur 490 milljónum króna. Nær allar þær forgangskröfur sem hafa verið samþykktar nú þegar eru til- komnar vegna Icesave-innlánareikn- inganna, enda langstærstu einstöku kröfurnar í búið komnar frá breska og hollenska innistæðutrygg- ingasjóðunum. Stærsta einstaka krafan er frá hinum breska, og nem- ur 925 milljörðum króna. Miðað við nýjustu upplýsingar um verðmat eigna Landsbankans munu end- urheimtur eigna vegna greiðslu á Icesave nema um 87-94%, og því er ljóst að þeir sem eiga launakröfur munu ekki fá mikið upp í þær. Engin launakrafa hefur verið samþykkt enn sem komið er. Páll Benedikts- son, talsmaður skilanefndar Lands- bankans, segir að reiknað sé með 5-7 árum í að vinna úr eignum Lands- bankans. Hins vegar verði byrjað að greiða inn á höfuðstól Icesave- skuldarinnar jafnóðum og eins fljótt og unnt er, en fyrstu greiðslur eru háðar því hvaða samkomulagi ís- lensk stjórnvöld ná. 6.500 milljarða kröfur  Heildarkröfur lífeyrissjóða nema rétt tæplega 100 milljörðum, þar af á Stapi ríflega þriðjung  Skilanefnd gefur sér 5-7 ár til að vinna úr eignum þrotabúsins Heildarkröfur í þrotabú Lands- bankans nema um 6.500 millj- örðum króna, og þar af nema for- gangskröfur tæplega 2,900 milljörðum. Innan við helmingur þeirra hefur verið samþykktur. Morgunblaðið/Sverrir Háar kröfur Langflestir lífeyrissjóða landsins lýstu kröfum í þrotabú Landsbankans. Hæstu kröfuna gerir Stapi líf- eyrissjóður, ríflega 38 milljarða, en samanlögð krafa lífeyrissjóða í búið var um 100 milljarðar króna. Kröfur einstaklinga Hannes Smárason fyrrum forstjóri FL Group 1.200 Steinþór Gunnarrson framkvæmdastjóri verðbréfasviðs 490 Bjarni Þ. Bjarnason forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar 368 Yngvi Örn Kristinsson forstöðumaður hagfræðisviðs 230 Ingólfur Guðmundsson einstaklings- og markaðssviði 215 Haukur Haraldsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs 147 Ívar Guðjónsson forstöðumaður eigin fjárfestinga 72 Knútur Hauksson forstjóri Heklu 32 Tölur eru í milljónum króna Lykiltölur Heildarkröfur: 6.458 milljarðar króna Heildarforgangskröfur: 2.857 milljarðar króna Samþykktar forgangskröfur: 1.273,5 milljarðar króna Stærsta einstaka krafa: 925 milljarðar króna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.