Morgunblaðið - 18.11.2009, Page 32
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
ALÞINGISMAÐURINN Guð-
mundur Steingrímsson sendi ný-
verið frá sér sína fyrstu barnabók.
Bókin nefnist Svínið Pétur og seg-
ir frá nokkrum gráðugum dýrum í
Dýrabæ sem eru stórhneyksluð á
Pétri svíni sem hefur það bara
gott og segir nei við öllum heims-
ins auðæfum, sama hvað honum er
boðið.
„Ég hafði lengi haft það á bak
við eyrað að semja barnabók og
ekki síst eftir að ég eignaðist börn
sjálfur. Andinn kom yfir mig
haustið 2007 og þá var sagan um
svínið Pétur skrifuð. Ég hafði
mikið verið að lesa fyrir barnið
mitt Köttinn með höttinn sem er
rímuð barnabók, þá kom innblást-
urinn yfir mig að semja svona
rímaða bók og það eiginlega gerð-
ist bara í hendingskasti,“ segir
Guðmundur spurður út í tilurð
bókarinnar.
Gagnrýnir græðgina
Bókin er skrifuð á hámarkstíma
góðærisins og segist Guðmundur
hafa verið orðinn smá pirraður á
andrúmsloftinu í
þjóðfélaginu og
komi það fram
í bókinni þar
sem græðg-
in er
gagnrýnd.
„Svínið
Pétur er
samin í
miðju góð-
ærinu og
kveikjan er
tvennskonar;
mig langaði að
semja skemmtilega
barnabók og mér fannst
þetta ástand í þjóðfélaginu
hundleiðinlegt, allt gekk út á
peninga, allir áttu að dansa í
kringum gullkálfinn, það voru
endalaus partí með enga innistæðu
eins og kom svo í ljós. Mig langaði
að koma öðrum gildum að og það
er niðurstaða sögunnar, svínið
Pétur heldur sínu striki á meðan
hin dýrin fara í rosalegt partí til
að sýna svíninu af hverju það er
að missa. Þau fá síðan leiða á
þessu partístandi og uppgötva að
lífið snýst um meira, t.d. að eiga
vini,“ segir Guðmundur sem fékk
Halldór Baldursson
til að myndskreyta
bókina.
Almenningsálit
svína slæmt
Svínið er oftast not-
að sem tákn um
græðgi en merking
þess er þveröfug í
bók Guðmundar.
„Mér fannst aðal-
persónan þurfa að
vera svín því það er
oft talað svo illa um
þau og búið að hold-
gera græðgina í
þeim. Þeirra al-
menningsálit er líka
í lágmarki núna út
af svínaflensunni. Ég er einmitt að
hugsa hvernig ég get nýtt mér
svínaflensuna til að markaðssetja
bókina,“ segir Guðmundur kankvís
og bætir við: „Þetta er sem sagt
hið ógráðuga
svín. Fínt svín
„Fínt svín sem hefur
gaman af því að gera grín“
Guðmundur Steingrímsson samdi rímaða sögu um
ógráðugt svín Stefnan sett á aðra barnabók um Pétur svín
sem hefur gaman af
því að gera grín.“
Ertu svona hag-
mæltur?
„Það má segja að
þessi bók hafi runn-
ið upp úr mér, ég
veit eiginlega ekki
hvað kom yfir mig
þarna í nóvember
2007. Síðan þá hef
ég reynt að endur-
upplifa þessa stemn-
ingu en það hefur
ekkert komið, ég
var andsetinn í einn
mánuð en síðan hef-
ur ekkert gerst. Ef
andinn kemur aftur
yfir mig langar mig
til að semja aðra bók um svínið.
Hún á að segja frá því þegar svín-
ið Pétur fer í kapphlaup við hin
dýrin í kringum Ísland,“ segir
Guðmundur sem situr á hinu háa
Alþingi um þessar mundir og
því kannski nokkuð í að
barnabókaandinn komi
aftur yfir hann.
Höfundurinn Bíður þess að
andinn komi aftur yfir hann.
Morgunblaðið/Golli
Svínið Pétur
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009
YFIR 32.000 GESTIR EIN VINSÆLASTA TEIKNIMYND
ALLRA TÍMA ER LOKSINS
KOMIN Í ÞRÍVÍDD
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
Nia Vardalos,
stelpan úr "My big
fat greek wedding"
er loksins komin
til Grikklands í
frábærri rómantískri
gamanmynd.
Frá fram-
leiðendum
Tom Hanks
og Rita
Wilson.
Ásamt
leikstjóra
"How to
loose a
guy in ten
days".
FRÁ FRAMLEIÐENDUM MICHAEL BAY
KEMUR HÖRKUSPENNANDI MYND Í ANDA SEVEN
4 FÓRNARLÖMB! 4 LEYNDARMÁL!
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRISÝND Í KRINGLUNNI
/ ÁLFABAKKA
HORSEMEN kl. 5:50 - 8 - 10:20 16 TOY STORY 1 m. ísl. tali kl. 63D L
LAW ABIDING CITIZEN kl. 5:50 - 8 - 10:20 16 COUPLES RETREAT kl. 5:50 - 8 - 10:20 12
LAW ABIDING CITIZEN kl. 8 - 10:20 LÚXUS VIP ORPHAN kl. 10:20 16
MORE THAN A GAME kl. 8 7 ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... kl. 6 L
THE INFORMANT kl. 8 - 10:20 L
THE INFORMANT kl. 5:50 LÚXUS VIP
T
/ KRINGLUNNI
MY LIFE IN RUINS kl.5:50-8-10:10 L COUPLES RETREAT kl.8:10D 12
LAW ABIDING CITIZEN kl.6 -8:10-10:30 16 GAMER kl.10:30 16
TOY STORY 1 m. ísl. tali kl.6:153D L 3D-DIGITAL
Þ
essir nýju diskar með hljóð-
ritunum frá tónleikum
Megasar og Senuþjófanna á
sjö stöðum staðfesta þá til-
finningu sem undirritaður hefur
haft um skeið, að í Senuþjófunum
hafi Megas fundið bestu meðreið-
arsveina sína
til þessa. Að
minnsta kosti
ef valið er á
milli þeirra
hljómsveita
sem hann hefur
leikið með á út-
gefnum tónleikaupptökum. Og er
ekki verið að tala um neina aukvisa;
nægir að minnast á Sjálfsmorðs-
sveitina og Nýdanska.
Það hefur verið eitt einkenna á
ferli Megasar, hvað hann hefur ver-
ið naskur að finna réttu meðspil-
arana, sem hæfa tíðarandanum og
því sem hann er að gera hverju
sinni. Á bestu plötum hans sækja
höfundurinn og hljóðfæraleik-
ararnir lífskraft hver í annan, og ná
þegar best hefur tekist til að magna
öflugan tónagaldur. Það kom mörg-
um unnendum Megasar á óvart
þegar hann tók upp samstarf við
piltana sem skipa Hjálma, menn
sáu ekki hvert reggítaktarnir
kynnu að leiða, en ekki fer á milli
mála að Magnús vissi hvað hann
var að gera. Stúdíóplötur Megasar
með Senuþjófunum eru góðar, og
mörg lögin á þeim líkleg til að lifa,
en eins og glöggt má heyra á Segðu
ekki frá, þá eru þeir ennþá betri á
tónleikum en í hljóðverinu.
Á diskunum eru 26 lög frá
löngum ferli Megasar; um þriðj-
ungur er af tveimur síðustu plöt-
unum – og eru flest ennþá í suðu-
pottinum og spurning hvort þau nái
að verða sígild. Hin lögin eru öll
orðin klassísk. Og í raun magnað
hvað þau eru fersk á þessum upp-
tökum; Lóa Lóa, Reykjavíkur-
nætur, Sút fló í brjóstið inn, Orfeus
og Evridís, þessi lög og mörg önnur
birtast þarna í sparifötunum.
Spilagleðin er mikil og í Senu-
þjófunum leika líka allir sem einn
maður. Þeir vinna meðvitað með
texta Megasar, styrkbreytingar eru
örar, það er hækkað og lækkað, er-
indin verða hófstillt og rokgjörn á
víxl, og á diskunum, sem hljóma
óvenjulega vel fyrir tónleika-
upptökur, má finna hvernig leikið
er með stemninguna í salnum.
Grunnurinn sem ryþmasveitin legg-
ur er gríðarþéttur og síðan leika
hljómborð og sólógítar með söng
Megasar. Sérstaklega þarf að geta
gítarleiks Guðmundar Péturssonar.
Hann styður snilldarlega við söng-
inn, stundum leikur hann á móti
röddinni, í önnur skipti með, og svo
kallar meistarinn „sóló“ og þá hlær
gítarinn ýmist eða grætur.
Magnús er sjálfur í hörkuformi á
þessum upptökum. Þetta er söng-
bókin hans og hann fer persónu-
legum höndum um textana eins og
vera ber; hér er besta útgáfa sem
heyrst hefur af Álafossúlpunni, þar
sem hann nánast spýtir út úr sér
skammaryrðunum um konurnar
sem koma við sögu, á meðan hann
er í hlutverki sögumannsins í öðr-
um ljóðum.
Seinni hluti síðari disksins er
mögnuð rússibanareið, þar sem
brunað er úr einu lagi í annað. Í
gömlu Gasstöðinni við Hlemm fer
Guðmundur nálægt því að jafna
meistaralega framgöngu Þorsteins
Magnússonar í frumupptökunni, þá
tekur við M-nótt, eitt hinna nýju
laga Megasar sem stígur beint inn í
úrvalsflokkinn. Örlítið andrúm
myndast þar sem Megas syngur
perluna Tvær stjörnur en síðan
steypa þeir Senuþjófarnir sér fram
af brúninni með Spáðu í mig, Við
sem heima sitjum #45 og Para-
dísarfuglinn. Þá þarf að hækka í
græjunum. Flottari verður tónleika-
stemning ekki.
efi@mbl.is
Betra verður það varla
Morgunblaðið/Heiddi
Megas og Senuþjófarnir „Það hefur verið eitt einkenna á ferli Megasar,
hvað hann hefur verið naskur að finna réttu meðspilarana, sem hæfa tíð-
arandanum og því sem hann er að gera hverju sinni.“
Geisladiskar
Segðu ekki frá (Með lífsmarki) -
Megas og Senuþjófarnir
bbbbb
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
TÓNLIST