Morgunblaðið - 18.11.2009, Qupperneq 9
SCHUMANN & BRAHMS I
Schumann og Brahms tilheyrðu kunnasta ástar-
þríhyrningi tónlistarheimsins, ásamt hinni fögru og
hæfileikaríku Clöru – konunni sem báðir elskuðu.
Í tilefni af 200 ára afmæli Schumanns flytur SÍ
verk þessara tónjöfra og byrjar á glæsilega píanó-
konsertinum sem Robert samdi handa Clöru
skömmu eftir að þau fengu að eigast. Tæpri hálfri
öld síðar var hún líka sú fyrsta sem Brahms leyfði að
heyra hina áhrifamiklu fjórðu sinfóníu sína.
Miðasala á www.sinfonia.is og í síma 545 2500.
LAGERSALA
Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík
Allar upplýsingar í síma 517-2040
Mikið úrval af ódýrum skóm á alla fjölskylduna
Opið virka daga 12:00 - 18:00 - laugardaga 12:00 - 16:00
Verð frá
kr. 6.500
BESTA V
ERÐIÐ
ÖRYGGISSKÓR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Peysur og blússur
SKÁTAHREYFINGIN hefur ný-
lega sent öllum 6 ára börnum í
landinu endurskinsborða til að
bera í skammdeginu, ásamt sér-
stöku fræðsluriti um öryggi
barna í umferðinni og stuttri
kynningu á skátastarfinu.
Fræðsluritinu fylgja einnig
tveir límmiðar, „Ávallt viðbú-
inn …“ og „Á réttum hraða“.
Þeir eru ætlaðir í afturrúður
bifreiða, sem áminning til öku-
manna um að aka ekki of
greitt.
Skátahreyfingin gaf endurskinsmerki
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009
LANDSSAMTÖK sauðfjárbænda
mótmæla því harðlega að ríkið
hætti að niðurgreiða refaveiðar.
Gangi það eftir er hætta á því
að sveitarfélög muni ekki lengur
standa fyrir skipulögðum refa-
veiðum. Það hefur í för með sér
verulega fjölgun á ref með
ófyrirséðum afleiðingum fyrir
lífríkið í landinu.
Í tilkynningu er haft eftir
Sindra Sigurgeirssyni, formanni
Landssamtaka sauðfjárbænda,
að ákvörðunin sé taktlaus, með
ólíkindum sé að spara það litla
fjármagn sem farið hafi í veið-
arnar. Skynsamlegra hefði verið
að auka þetta fjármagn, sem
skili í raun auknum tekjum í
ríkissjóð í gegnum virð-
isaukaskatt.
Sauðfjárbændur
mótmæla niður-
skurði til refaveiða
Refir í Langadal Fjölgi refnum
kann það að hafa ófyrirséð áhrif
fyrir lífríkið í landinu.
NIÐURSTÖÐUR rannsókna á nýt-
ingu Þríhnúkagígs í þágu ferða-
mennsku og fræðslu um náttúru
landsins verða kynntar í Salnum í
Kópavogi kl. 17.00 í dag. Kópa-
vogsbær og Náttúrufræðistofa
Kópavogs standa að kynningunni.
Gunnsteinn Sigurðsson, bæjar-
stjóri Kópavogs, setur kynninguna
og Katrín Júlíusdóttir iðnaðar-
ráðherra flytur ávarp. Árni B. Stef-
ánsson, hellakönnuður og upphafs-
maður Þríhnúka-verkefnisins, mun
einnig taka til máls. Þá mun Einar
K. Stefánsson, verkfræðingur hjá
VSÓ Ráðgjöf og umsjónarmaður
rannsóknarverkefnisins, kynna
niðurstöður. Á fundinum verða
sýndar einstæðar ljósmyndir af því
náttúruundri sem Þríhnúkagígur
er og tölvugert þrívíddarmynd-
skeið.
„Þetta er fyrst og fremst viða-
mikið umhverfisverkefni,“ sagði
Árni B. Stefánsson í samtali við
Morgunblaðið. Hann sagði að fjöldi
sérfræðinga hefði komið að rann-
sókninni sem VSÓ stýrði. Þar var
leitað svara við fjölda spurninga
varðandi það að opna aðgengi að
þessari gríðarstóru hraunhvelfingu
sem leynist í landi Kópavogs.
Þríhnúkagígur er talinn vera eitt
merkasta náttúruundur á Íslandi.
Til fundarins hefur verið boðið
alþingismönnum og fulltrúum
sveitarfélaga og styrktaraðila sem
eiga aðkomu að verkefninu.
Áhugasamir eru velkomnir meðan
húsrúm leyfir. gudni@mbl.is
Undur Þríhnúkagígur var merktur og afgirtur fyrir nokkrum árum.
Morgunblaðið/Eyþór
Niðurstöður um Þrí-
hnúka kynntar í dag
Fjöldi sérfræðinga kom að rannsóknarverkefninu
VEGNA þeirrar umræðu sem
sprottið hefur upp nýlega um rýran
hlut íslensku í kennaranámi, vill
kennaradeild Háskólans á Akureyri
koma því á framfæri að allir nem-
endur sem ljúka fullu fimm ára
kennaranámi við deildina verða að
ljúka alls 18 einingum í íslensku sem
dreifast á þrjú skyldunámskeið. Þar
af fjallar eitt námskeið sérstaklega
um bókmenntir og bókmennta-
kennslu og annað um málfræði, mál-
notkun og málfræðikennslu. Auk
þess eru í boði alls 24 valkvæðar ein-
ingar í öðrum námskeiðum.
Íslenska hluti af
kennaranámi nyrðra
Morgunblaðið/Kristján
FJÓRÐUNGSSAMBAND Vestfjarða stendur á morgun, fimmtudag kl. 20,
fyrir fyrsta fundi í fundaröð um nýtingaráætlun fyrir strandsvæði við
Vestfirði, á veitingastaðnum Malarkaffi á Drangsnesi við fjörukambinn við
mynni Steingrímsfjarðar. Aukinn áhugi er á nýtingu strandsvæða við Ís-
land og veruleg tækifæri er þar að finna til framtíðar. Vestfirsk sveit-
arfélög hafa því ákveðið, í samvinnu við Teiknistofuna Eik og Háskólaset-
ur Vestfjarða, að hrinda af stað verkefni um það að gera samþætta
nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða og samræma stjórnun og nýt-
ingu þessara svæða.
Fundur um strandsvæði Vestfjarða
EKKI hefur komið til þess að starfs-
hlutfall ljósmæðra á Landspít-
alanum hafi verið lækkað vegna hag-
ræðingar, eins og skilja mátti á
grein Morgunblaðsins í gær. Beðist
er velvirðingar á þessari rangfærslu.
LEIÐRÉTT
Starfshlutfall ljós-
mæðra á Landspítal-
anum ekki lækkað