Morgunblaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 23
fjarkennslan á Íslandi þar á ferð!
Svana var eins og viskubrunnur
sem við hin gátum sótt í og hafði ráð
undir rifi hverju þegar kom að heilsu
eða annarri velferð. Það var henni
mikilvægt að halda jafnvægi í tilver-
unni hvort sem blés með eða á móti.
Drakk seyði af fjallagrösum, trúði
staðfastlega á lækningamátt þeirra
og sagði oft söguna af því þegar hún
tíu ára gömul ætlaði að koma undir
sig fótunum með því að tína grös og
selja.
Hún hafði gott vald á frásagnarlist-
inni og einstakan hæfileika til að sjá
hlutina í spaugilegu ljósi, smeygja
hárfínum skilningi og kímni inn í lýs-
ingarnar. Hún var áttunda barn af tíu
og sögur hennar af bernskuheimilinu
voru svo ljóslifandi að lengi framan af
ævi ruglaðist maður á eigin bernsku
og bernsku þeirra systkina.
Svana hefur verið stórveldi í lífi
mínu frá því ég man fyrst eftir mér og
fáir hafa reynst mér betur. Lífið án
hennar er ólíkt litlausara.
Við Ævar, Oddný og Uggi kveðjum
Svönu frænku með þakklæti
og virðingu.
Guðrún Kristjánsdóttir.
Elsku Svanhvít.
Láttu nú sanna
blessunnar brunna
blómlega renna á móti mér,
svo sæluna sanna
og fái að finna
og fögnuð himnanna, þá ævin þver.
Öndin mín flýgur
og allur minn hugur,
upp sem þú dregur í hæðir til mín
Guð minn eilífur
Guð minn voldugur
Guð minn blessaður, heyr þú til mín.
(Höf. ók.)
Þá ert þú farin frá okkur og í huga
mér fljúga margar minningar.
Minnist ég þess er ég var í mennta-
skóla hve vel þú hlúðir að mér.
Ætíð var á borð borinn morgun-
matur, hádegismatur, kaffi, kvöld-
matur,
og kvöldkaffi, eins og hjá kónga-
fólki. Leið mér alltaf eins og
prinsessu hjá þér og þannig varst
þú. Þú komst fram við alla af mikilli
virðingu og natni. Áttum við marg-
ar góðar stundir. Við vorum miklar
og nánar vinkonur á þessum árum, og
ræddum allt milli himins og jarðar.
Ég bar mikla virðingu fyrir þér og
leit upp til þín og mér fannst þú vera
yndislegasta manneskja sem ég
hafði kynnst. Vönduð, umhyggjusöm,
glaðleg og greind og varst alltaf svo
hugguleg til fara. Þú varst uppá-
haldsfrænka mín. Ég trúi því að þú
sért komin á góðan stað og þér líði
vel.
Guð blessi þig.
Þín
Guðrún Jónína.
Svana frænka var hefðardama og
heimsborgari.
Hún var lifandi vitnisburður um
konu sem brúar bilið á milli glæsi-
legrar íslenskrar sveitamenningar og
nútíma borgarmenningar.
Hún var alin upp á stóru sveita-
heimili í Norður-Þingeyjarsýslu
ásamt níu systkinum, samhentum
foreldrum, móður sem var ljósmóðir
og föður sem var stórbóndi. Efri-
Hóla-hjónin komu öllum sínum börn-
um til mennta.
Á heimilinu var fjölmenni og gefa
lýsingar á heimilishaldinu mynd af
lifandi og skapandi samfélagi. Á Efri-
Hólum var stundaður búskapur og
umfangsmikill heimilisiðnaður. Þar
var kembt, spunnið og ofið. Þar voru
tíndar jurtir og búin til smyrsl. Þar
var líka skrifað og teiknað.
Svana sem var einstök sögukona
sagði okkur borgarbörnunum eftir-
minnilegar sögur úr sveitinni. Þar
lýsti hún öllu í smáatriðum svo maður
sá allt fyrir sér.
Áður en sett var upp í vefstólinn á
Efri-Hólum sagði Svana að hefði ver-
ið heilög stund. Þá lögðu foreldrar
hennar á ráðin um liti og útfærslu á
efnunum sem vefa átti. Ullarefni voru
lituð ef efnið var ætlað í sparikjóla
handa þeim systrum eða annað fínirí,
en oft voru náttúrulitir látnir halda
sér. Sængurfötin voru úr tvisti, hvít
oft með örmjóum svörtum röndum.
Áhugi Efri-Hóla-hjónanna á hvers-
kyns handverki og framleiðslu hafði
mótandi áhrif á mörg barna þeirra.
Svana var fjögur ár við nám í Sví-
þjóð og Noregi og lagði stund á kjóla-
saum, hannyrðir og matreiðslu. Í
Noregi lenti hún í ýmsum hrollvekj-
andi ævintýrum sem frægt er orðið
úr bókinni „Býr Íslendingur hér“ en
hún var í Noregi í miðri hringiðu
stríðsins. Hún sagði mér frá því að
hún og önnur stúlka á skólanum
hefðu á tímabili verið sendar heim til
Vidkuns Quislings sem þá var við
völd í Noregi, til þess að gera við dýr-
mætan myndvefnað. Hún sagði þá
sögu þannig að manni fannst maður
sjálfur sitja þarna í höllinni við hann-
yrðir og sötra súkkulaði.
Manni er líka í lifandi minni saga af
draugi á hesti, Jóku gömlu, sem reið
inn í tóma hlöðuna á Efri-Hólum og
hvarf. Líka sagan sem hún sagði af
þeim „litlu bræðrum“ Kristjáni og
Jóhanni þegar þeir voru sendir eftir
vatni í lækinn. Þeir voru eitthvað
ósáttir þennan dag og á heimleiðinni
sást til þeirra þar sem þeir með jöfnu
millibili lögðu frá sér vatnsfötuna, of-
ur varlega, þannig að ekki færi dropi
til spillis, köstuðu sér hver á annan og
flugust á eins og brjálaðir menn. Svo
tóku þeir fötuna ofur varlega upp aft-
ur og komu henni sneisafullri í hús.
Svana fylgdist vel með þjóðmálum
og ræddum við frænkurnar ítarlega
um menn og málefni á hinu pólitíska
sviði. Hún var í slíkum umræðum
bæði rökföst og sanngjörn.
Ég held að það hafi verið einstakt
hvað Svana lét sér annt um syst-
kinabörn sín.
Hún veitti okkur sem til hennar
leituðum ætíð stuðning og hvatningu
og leiðsögnin var góð. Elsku Svana
frænka, megir þú uppskera í næsta
lífi allt það góða sem þú sáðir í þessu.
Ásrún Kristjánsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Nú er elsku Svanhvít dáin 93 ára
gömul og við sem héldum að hún yrði
100 ára eða jafnvel eilíf. Dugnaðar-
forkur, allt 100% sem hún tók sér fyr-
ir hendur. Einstakt má telja að svo
öldruð kona héldi matarboð helgina
áður en hún dó og sömu helgi fór hún
að skoða handverkssýninguna í Ráð-
húsinu enda var íslenskt handverk
hennar helsta áhugamál alla tíð. Til
gamans má geta þess að á námsárum
sínum í Ósló var hún fengin til að gera
við stórt veggteppi hjá Vidkun Quisl-
ing sem síðar gekk nasistum á hönd.
Við Svanhvít urðum strax miklar vin-
konur, hún var ekki bara tengdamóð-
ir mín og amma barna minna. Við töl-
uðum saman flesta daga í tæp þrjátíu
ár. Við Friðrik fórum að vera saman
1970 og giftum okkur 1972. Við vor-
um gift í 25 ár ég hef alltaf litið á
Svanhvíti sem tengdamóður mína og
þá konu sem ég hef lært mest af á æv-
inni, bæði varðandi eldamennsku og
allt húshald, myndarlegri og rausn-
arlegri konu er ekki hægt að hugsa
sér. Ég á Svanhvíti margt að þakka
svo sem að ég gerði kennslu að ævi-
starfi mínu. Þegar ég útskrifaðist
vorið 1972 þá bauðst hún til að tala við
vin sinn Magnús Jónsson, skólastjóra
Ármúlaskóla, og athuga hvort hann
hefði ekki starf á lausu. Þar var sam-
ankomið einvalalið kennara, hennar
gömlu samkennarar og ekki er víst að
ég hefði haldið áfram kennslu nema
fyrir þær sakir hve vel var tekið á
móti mér þar.
Við Svanhvít ferðuðumst víða sam-
an bæði innanlands og utan, ógleym-
anleg er ferð okkar til Hamborgar að
heimsækja Björn Sigurðsson frænda
hennar. Svanhvít var frábær amma
og passaði barnabörnin mikið, ekki
hvað síst Svönu mína; þegar við
bjuggum í sama húsi í Hvassaleitinu
þá trítlaði Svana upp til ömmu þegar
hún vaknaði og fékk að borða og síðan
gengu þær nöfnur saman niður
Miklubrautina í Ísaksskóla. Svana
var mjög hænd að ömmu sinni alla tíð
og bjó hjá henni eftir að hún varð full-
orðin á milli þess sem hún var í Lond-
on og Alabama. Jónsi og Svana
bjuggu í Hvassaleitinu í tæpt ár eftir
að þau komu heim frá námi. Birna
systir mín sem býr í Bandaríkjunum
biður fyrir kærar kveðjur, þær Svan-
hvít voru góðar vinkonur og töluðu
oft saman í síma og alltaf var Birnu
boðið í mat þegar hún var stödd hér á
landi.
Ég kveð með söknuði stórmerka
konu sem var límið í fjölskyldunni.
Megi hún í friði fara.
Sigríður Hjálmarsdóttir.
Kveðju- og þakklætisorð fyrir ára-
tuga farsæla og trygga samfylgd með
Svanhvíti Friðriksdóttur frá Efri-
Hólum. Ég kynntist Svanhvíti og
manni hennar, Stefáni Björnssyni,
sem er nýlega látinn, þegar ég giftist
inn í fjölskyldur þeirra beggja fyrir
röskum 50 árum. Sigurður tengda-
faðir minn og Stefán voru bræður,
ættaðir frá Grjótnesi og Svanhvít var
systir tengdamóður minnar, Hall-
dóru en þær voru frá Efri-Hólum.
Svanhvít sigldi til náms, ólíkt öðrum
ungum stúlkum úr sveit, á þeim tíma
og lærði allt það besta í hússtjórn og
hannyrðum sem í boði var. Hún kom
til baka til Íslands eftir krókaleiðum á
óöruggum tíma heimsstyrjaldar, rík
að reynslu. Þessi menntaða kona átti
eftir að vinna vel úr því sem hún lærði
og upplifði, varð snemma forstöðu-
kona í skóla fyrir ungar stúlkur og
þeirra fyrirmynd. Síðar varð hún
lektor við Kennaraskóla Íslands sem
þá hét, í textílfræðum og fatasaumi
og hafa nemendur hennar sýnt henni
tryggð, heimsótt hana og sýnt henni
margháttaðan heiður allt fram á
þennan dag. Enda Svanhvít einstak-
lega skemmtileg heim að sækja og
hnyttin í tilsvörum.
Allt sem hún snerti á endurspegl-
aði þær gjafir sem hún þáði við komu
sína í þennan heim og það sem bætt-
ist við síðar, þ.e. óbrigðulan, fíngerð-
an smekk og listfengi. Það var gaman
að horfa á hendurnar á henni þegar
hún handlék hvort sem var silki, mat-
væli eða kristal. Tökin voru nett en
örugg og sýndu virðinguna sem hún
bar fyrir öllu sem henni var treyst
fyrir. Ég bjó hálfan annan áratug
með börnin mín í sama húsi og þau
Stefán og þar eignuðumst við auka-
lega yndislega ömmu og afa og lífs-
tíðar vini. Fram á síðasta dag hafði
Svana einlægan áhuga á öllu sem við-
kom okkur bæði í blíðu og stríðu og
tók okkur opnum örmum eins og
reyndar öllum sem að garði bar.
Þegar ég heimsótti hana síðast
nokkrum dögum fyrir andlát hennar
stóð hún enn sem endranær í dyr-
unum með opinn faðminn, byrjaði
strax að spyrja hvort fólkinu liði ekki
vel og í sömu andránni: Hvað má
bjóða þér? Ég á svo góðan lax og alls
konar osta og nýbakaða köku. Þessi
fullkomni gestgjafi, ekkert ofskreytt,
aldrei ofhlaðið, en allt af allra bestu
sort. Bak við netta fíngerða fagurker-
ann sem bar ekki aðeins með sér að
hún var heimskona heldur einnig
menninguna frá myndarheimili
bernsku hennar, bjó svo harðdugleg,
kjarkmikil og ólseig kona sem fram á
tíræðisaldur fylgdist logandi af áhuga
með öllu og gat andlega boðið byrg-
inn hverju sem var. Svona voru kynni
mín af henni, frænku og vinkonu og
svona verður ætíð mynd hennar í
huga mér.
Herdís Egilsdóttir.
Það var haustið 1943 að 33 verð-
andi námsmeyjar í Húsmæðraskól-
anum að Laugalandi í Eyjafirði biðu
með eftirvæntingu eftir að hitta ný-
ráðna forstöðukonu skólans.
Við urðum ekki fyrir vonbrigðum,
Svanhvít Friðriksdóttir birtist okkur
ung og glæsileg með framandi
andblæ, hafði nýverið lánast að flýja
frá stríðshrjáðum Norðurlöndum og
var ein af svokölluðum Petsamóför-
um hingað til lands.
Það má segja að dvölin í skólanum
undir stjórn frk. Svanhvítar hafi farið
fram úr okkar björtustu vonum.
Samstarf hennar og kennaranna,
sem voru eldri og reyndari í kennslu,
var með ágætum og sýndi hæfileika
hennar sem fyrirliða.
Þau voru notaleg kvöldin, eftir
annasaman skóladag, þegar kennar-
ar og nemendur sátu með verkefni
sín í setustofunni og hlustuðu á Helga
Hjörvar lesa Bör Börsson í útvarp-
inu. Allar götur síðan höfum við,
þessir fyrstu nemendur Svanhvítar,
hist öðru hverju og þá hefur hún glatt
okkur með nærveru sinni, síðast 19.
september síðastliðinn.
Ég veit að ég get talað fyrir hönd
skólasystra minna þegar ég þakka
forsjóninni fyrir þau menningaráhrif
sem Svanhvít Friðriksdóttir hafði á
okkur.
Blessuð sé minning hennar.
Börnum Svanhvítar og afkomend-
um sendi ég innilegar samúðarkveðj-
ur.
Edda Jónsdóttir.
Látin er í hárri elli góð vinkona og
nágranni til margra ára sem ljúft er
að minnast við ævilok. Fyrir rúmum
tuttugu árum fluttum við hjón í sama
hús og Svanhvít og Stefán. Þetta ná-
býli leiddi til góðra kynna við þessi
elskulegu hjón sem voru með fyrstu
íbúum í Hvassaleiti 24-26. Svanhvít
var um tíma mjög virk í stjórn hús-
félagsins og lét sig aldrei vanta á
fundi, þó hún væri aldursforseti,
komin vel á níræðisaldur.
Hún kom að mörgum framkvæmd-
um sem við íbúarnir munum búa að
um ókomin ár. Stundum þurfti að
taka ákvarðanir sem komu við
pyngju fólks og þá gat hvesst á fund-
um. Þá sýndi sig best hvað Svanhvít
naut mikillar virðingar allra og var
mikill mannasættir þegar á reyndi.
Enda var hún vön frá fyrri tíð að hafa
mannaforráð, sem fyrrverandi skóla-
stjóri Húsmæðraskólans á Lauga-
landi í Eyjafirði.
Svo skemmtilega vildi til að barna-
börn okkar Svanhvítar áttu samleið í
háskóla erlendis og deildu einnig hús-
næði saman um tíma. Það varð til að
treysta vináttuböndin enn frekar,
enda stúlkurnar okkur nánar og
hjartfólgnar, svo heimsóknir og dval-
ir voru tíðar. Við áttum því oftar en
ekki spjall yfir kaffibolla seinni árin.
Í einni heimsókn bað ég Svanhvíti
að segja mér frá seinni stríðsárunum
í Noregi þar sem hún var við nám og
lokaðist inni stríðsárin. Hún hóf nám í
Bergen og var búin að vera þar við
nám um tíma þegar Þjóðverjar her-
námu Noreg. Stúlka sem var með
Svanhvíti í skólanum var dóttir eins
yfirmannsins í norska hernum og
bauð henni því með sér á dansleik
sem herinn hélt. Þegar nokkuð var
liðið á nóttina tilkynnti vertinn að
þýskur her væri genginn á land í
Noregi. Salurinn tæmdist á nokkrum
mínútum, herforingjarnir hurfu til
herbúða sinna og dansleikurinn leyst-
ist upp. Skólinn lagðist svo af í Berg-
en en Svanhvít var svo heppin að geta
lokið náminu í Ósló á næstu tveimur
árum. Á þessum árum bar það eitt
sinn til að þáverandi ráðherra í Nor-
egi og foringi Þjóðlega einingaflokks-
ins, Quisling, heimsótti skólann og
spjallaði við nemendur. Þegar hann
frétti af íslenskum nemanda í skól-
anum vildi hann endilega hitta hana.
Hann vildi fræðast um landið og sér-
staklega um ullina sem nemendur
skólans unnu með. Svanhvít sagði
hann hafa komið vel fyrir, en að stríði
loknu biðu hans þau örlög að vera
dæmdur fyrir föðurlandssvik og hann
var líflátinn af norskum yfirvöldum.
Svanhvít og Stefán voru menning-
arlega sinnuð hjón. Þau sóttu tón-
leika, málverkasýningar og leiksýn-
ingar þó að fullorðin væru orðin.
Heimili þeirra bar þess merki.
Síðustu árin dapraðist sjón Stefáns
mjög og var unun að fylgjast með því
hversu vel Svanhvít sinnti sínum
manni af mikilli ástúð og umhyggju.
Stefán lést fyrr á þessu ári og skilja
nokkrir mánuðir á milli þeirra, stutt
er því til endurfunda.
Ég þakka Svanhvíti margra ára
vináttu. Við hjónin sendum henni
hinstu kveðju og hennar nánustu
sendum við samúðarkveðjur. Aldís
Kristín, barnabarn okkar, þakkar
góð kynni og sendir samúðarkveðjur
erlendis frá. Svanhvítar verður sárt
saknað í Hvassaleiti 24-26.
Guðmundur og Hervör.
Móðursystir mín, Svanhvít, var
þriðja yngst systkinanna tíu frá Efri-
Hólum í Núpasveit. Nú eru þau fallin
frá nema yngsti bróðirinn, Barði. Þau
systkinin minntust æskuheimilis síns
og foreldra jafnan með sérstakri
hrifningu og gleði. Í frásögnum
Svönu varð heimilið og umhverfi þess
að ævintýraveröld, landslag fagurt,
gróður undursamlegur, dýrin vitur,
björguðu jafnvel mannslífum. Börn-
um og fullorðnum var haldið til vinnu
af verkstjórnarvisku húsfreyju og
bónda, en um föður sinn töluðu systk-
inin af fádæma ást og aðdáun. Þau
minntust móður sinnar líka af stolti
fyrir skörungsskap hennar og snilld,
en auk þess að vera húsfreyja á stóru
heimili var hún líka ljósmóðir í sinni
sveit. Á heimilinu ríkti kátína og glað-
værð.
Átján ára fór hún í Húsmæðraskól-
ann á Hallormsstað en þar var Þórný
systir hennar kennari. Þaðan lá leiðin
til Reykjavíkur þar sem hún vann við
verslunarstörf og fleira nokkur miss-
iri.
Haustið 1939 siglir hún frá Seyðis-
firði til Bergen í Noregi og stundar
þar nám í hannyrðum um veturinn.
Um vorið dynur svo yfir innrás Þjóð-
verja. Oft sagði hún okkur frá þeim
undarlegu dögum þegar allri tilveru
fólksins var snúið á hvolf og menn
flúðu hver sem betur gat burt úr
borginni.
Næstu árin dvaldist hún í Ósló og
hélt þar áfram námi sínu. Vorið 1942
fékk hún leyfi hernámsyfirvalda að
fara til Svíþjóðar og fór strax sama
kvöld. Vinur hennar, Leifur Möller,
sem fékk leyfið á sama tíma og ætlaði
að leggja af stað tveim dögum seinna,
var handtekinn af Þjóðverjum, send-
ur í fangabúðir í Þýskalandi. Frá
þeirri dramatísku atburðarás segir í
bók Garðars Sverrissonar Býr Ís-
lendingur hér.
Hún komst til Íslands vorið 1943.
Um haustið tók hún við skólastjórn
Húsmæðraskólans á Laugalandi í
Eyjafirði. Héldu nemendur hennar
þar tryggð og vináttu við hana til
dauðadags. Eftir Laugalandstímann
lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún
hóf kennslu við Gagnfræðaskóla
verknáms. Frá 1969 var hún kennari,
síðar lektor, við Kennaraháskóla Ís-
lands til 1984.
Svanhvít fékk í vöggugjöf óvenju-
legt atgervi til sálar og líkama. Hún
beitti alúð og kunnáttu við allt sem
hún fékkst við. Gestrisni hennar var
viðbrugðið. Ekkert sem hún bauð
upp á var minna en framúrskarandi
að bragði, lit og samræmi – að ekki sé
minnst á hollustuna sem alltaf var of-
arlega á blaði. Hún hafði fágætt feg-
urðarskyn og sá þess stað allt í kring-
um hana.
Hún kveður þennan heim við sáran
söknuð barna og barnabarna, frænd-
fólks og vina. Menningararfurinn
sem hún miðlaði mun lifa í hugum og
hjörtum okkar frænknanna. Við meg-
um þakka forsjóninni fyrir að hafa
fengið að njóta samvistanna við hana
svo lengi. Lífsgleði hennar, hugar-
orka, ástúð og lifandi áhugi var með
ólíkindum.
Blessuð sé minning minnar kæru
frænku.
Vilborg Sigurðardóttir.
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarþel við fráfall okkar elsku,
BYLGJU MATTHÍASDÓTTUR,
Asparteig 1,
Mosfellsbæ.
Guð blessi ykkur öll.
Magnús Már Ólafsson,
Særún Magnúsdóttir,
Orri Magnússon,
Matthías Óskarsson, Ingibjörg Pétursdóttir,
Óskar Matthíasson, Sigurrós Úlla Steinþórsdóttir.