Morgunblaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 322. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Heimild: Seðlabanki Íslands
DOLLARI
STERLINGSPUND
KANADADOLLARI
DÖNSK KRÓNA
NORSK KRÓNA
SÆNSK KRÓNA
SVISSN. FRANKI
JAPANSKT JEN
SDR
EVRA
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG
123,2
206,86
116,29
24,65
21,915
17,932
121,42
1,3818
197,1
183,44
Gengisskráning 17. nóvember 2009
123,49
207,36
116,63
24,722
21,98
17,985
121,76
1,3858
197,69
183,95
236,967
MiðKaup Sala
123,78
207,86
116,97
24,794
22,045
18,038
122,1
1,3898
198,28
184,46
Heitast 5°C | Kaldast 0°C
A 3-10 m/s og létt-
skýjað. Skýjað og
þurrt NA- og A-lands.
Hvessir og fer að rigna
SA-lands. »10
Hinn íslenski Þursa-
flokkur, með Egil
Ólafsson í farar-
broddi, sýndi mátt
sinn og megin um
helgina. »31
AF LISTUM »
Þursa-
lofgjörð
TÓNLIST»
Rýnt í endurminningar
Magga Eiríks. »29
Poppfræðidoðrant-
urinn 100 bestu plöt-
ur Íslandssögunnar
er forvitnileg blanda
af fræðiriti og stofu-
borðsbók. »28
BÆKUR»
100 bestu
plöturnar
KVIKMYNDIR»
Johnny Depp á sand af
seðlum. »29
TÓNLIST»
Tónleikaplata Megasar
fær fullt hús. »32
Menning
VEÐUR»
1. Slógu hvor annan niður
2. Andlát: Haraldur Ásgeirsson
3. Guðmundur rekinn af Útvarpi Sögu
4. Ekki hætta á greiðsluþroti
Íslenska krónan veiktist um 0,3%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Átta þjóðþekktir
Íslendingar leggja
átaki Heimilis og
skóla gegn einelti
lið. Þetta eru þau
Sverrir „Sveppi“
Sverrisson, Unnur
Birna Vilhjálms-
dóttir, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir,
Katrín Jónsdóttir, Pétur Jóhann
Sigfússon, Páll Óskar Hjálmtýsson,
Ingólfur Þórarinsson og Eyþór Ingi
Gunnlaugsson. Áttmenningarnir
sátu fyrir á veggspjaldi sem dreift
verður í alla grunnskóla landsins og
fimm þeirra mættu í Grandaskóla og
hengdu upp fyrsta veggspjaldið.
SAMFÉLAGSMÁL
Þjóðþekktir styðja
átak gegn einelti
Ilmur Krist-
jánsdóttir og
Björn Thors
verða kynnar
skemmtidagskrár
á Stöð 2 föstudags-
kvöldið 4. desem-
ber næstkomandi,
þar sem heimsfor-
eldrum verður
safnað. Dagurinn
er helgaður Degi
rauða nefsins, sér-
stöku söfnunar-
átaki fyrir Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna, UNICEF.
DAGUR RAUÐA NEFSINS
Björn Thors og Ilmur Krist-
jánsdóttir kynnar kvöldsins
Raggi Bjarna
fer fyrir söng-
hópnum sem ætlar
að skemmta á jóla-
hlaðborðinu í Off-
iceraklúbbnum en
með honum verða
þau Þorgeir Ást-
valds, Lísa og Jogvan Hansen. Það
er með ólíkindum hvað þessi erni
söngvari kemur miklu í verk með
hangandi hendi en í gær kláraði
hann að skreyta klúbbinn og var að
langt fram á nótt að sögn Einars
Bárðarsonar, tilsjónarmanns hlað-
borðsins, og lét Raggi sig ekki muna
um að æfa söngdagskrána meðfram
þeim önnum.
TÓNLIST
Raggi Bjarna búinn að
skreyta Officeraklúbbinn
Morgunblaðið/RAX
Stolt „Fólk af Luo-ættbálki býr yfir miklu sjálfstrausti,“ sagði Lydia er hún var spurð hvers vegna Obama væri forseti.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„ÉG var rosalega stolt þegar
Obama var kjörinn forseti. Ég vakti
alla nóttina og ætlaði ekki að geta
sofnað. Ég var svo spennt,“ sagði
Lydia Amimo Henrysdóttir, sjúkra-
liðanemi í Hveragerði. Það var ekki
að ástæðulausu að Lydia fylgdist
spennt með kjöri Baracks Obama
því að hún er frænka hans.
Það er ekki á allra vitorði að
Obama forseti á frænku á Íslandi.
Lydia hefur reyndar ekki verið að
leyna þessu því að hún er afar stolt
af Obama forseta.
Faðir Obama, Barack Hussein
Obama eldri, er frá Kenýa, en hann
hitti Ann Dunham, móður Obama,
þegar hann stundaði nám í Banda-
ríkjunum. Móðir Obama eldri hét
Akumu Obama, en hann ólst upp
hjá föður sínum og Söruh Anyango
Obama, seinni konu hans. Obama
kallar hana því alltaf ömmu sína.
Sarah er 87 ára gömul og býr í
þorpinu Kogelo í Kenýa.
Líkar vel á Íslandi
Amma Lydiu, Flora Adrura, og
Sarah eru frænkur og ólust upp
saman í Kogelo. Móðir Lydiu, Rosa
Anyango Sewe, er líka alin upp í
Kogelo og þekkir ömmu Obama
ágætlega. Rosa er orðin 75 ára, en
hún hefur búið hjá dóttur sinni í
Hveragerði síðastliðin sjö ár. Hún
er núna hjá dóttur sinni í Banda-
ríkjunum að læra ensku.
En hvernig stendur á því að
frænka Obama býr í Hveragerði?
Þannig er að Úlfur Björnsson starf-
aði lengi fyrir Rauða krossinn í
Kenýa og þar kynntist hann Lydiu.
Fyrir fjórtán árum tóku þau
ákvörðun um að flytja til Íslands og
setjast að í Hveragerði. „Það var
mikil breyting fyrir mig að koma til
Íslands, en mér líkar rosalega vel
hérna.“
Úlfur og Lydia eiga fjögur börn,
en tvö þau elstu eru í háskóla í
Bandaríkjunum. Lydia hefur að
undanförnu stundað nám á sjúkra-
liðabraut í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti og mun útskrifast sem
sjúkraliði í vor. Námið gengur vel
og hún hefur þegar tekið stefnuna á
nám í hjúkrun við Háskóla Íslands
næsta haust. Lydia heldur góðum
tengslum við Kenýa. Hún fór þang-
að síðast fyrir tveimur árum og
hitti þá marga ættingja Obama.
Lydia á systur í Bandaríkjunum
og Laura, systurdóttir hennar, hitti
Obama á kosningafundi í Michigan
á síðasta ári. „Hún nefndi frænku
mína við Obama og hann svaraði
henni á luo, sem er tungumál okkar
ættbálks. Hann kann eitthvað í
því.“
Lydia sagði að mikið væri lagt
upp úr fjölskyldutengslum í Kenýa.
Ekki væri óalgengt að karlar ættu
margar konur. Afi hennar átti t.d.
10 konur. „Fólk af Luo-ættbálki
býr yfir miklu sjálfstrausti. Fólkið
er mjög stolt og er ekki hrætt við
að takast á við nein verkefni. Við
viljum vera á toppnum og vera best
í öllu,“ sagði Lydia. Þetta er
kannski ein ástæðan fyrir því að
einn af Luo-ættbálknum er nú for-
seti Bandaríkjanna.
Obama á frænku í Hveragerði
Lydia Amimo
Henrysdóttir er
stolt af Obama
Rosa Anyango Barack Obama
„TÚLKUN Ollikainen bar vott um djúpt list-
rænt innsæi og því væri óskandi að hún kæmi
hér fram aftur í allra nánustu framtíð.“
Þannig skrifaði Jónas Sen eftir tónleika
Sinfóníuhljómsveitarinnar í fimm stjörnu
dómi, haustið 2007, þegar Eva Ollikainen kom
fyrst til að stjórna hljómsveitinni.
Nú er hún komin aftur og stjórnar tveimur
rómantískum meistaraverkum á tónleikum
hljómsveitarinnar annað kvöld; píanókonsert
eftir Schumann og sinfóníu nr. 4 eftir
Brahms.
Eva, eins og flestir mestu hljómsveitar-
stjórar Finna, lærði hjá Jorma Panula í Síbel-
íusarakademíunni og Leif Segerstam. Árið
2003 sigraði hún í alþjóðlegu hljómsveitar-
stjórakeppninni sem kennd er við meistara
Panula.
Þótt hún sé aðeins 27 ára í dag hefur hún
þegar haslað sér völl sem ein bjartasta vonin í
sinni grein, og hefur þegar unnið með öllum
helstu sinfóníuhljómsveitum Norður-
landanna, með London Philharmonic og
Hljómsveitinni Fílharmóníu. | 27
Bjartasta von Finna stjórnar Sinfóníu-
hljómsveit Íslands í rómantískum verkum
Upprennandi Eva
Ollikainen.
ÓLAFUR Ingi Skúlason, landsliðs-
maður í knattspyrnu sem hefur verið
á mála hjá sænska úrvalsdeildarlið-
inu Helsingborg undanfarin þrjú ár,
ætlar að söðla um og spila í dönsku
úrvalsdeildinni.
Nokkur dönsk lið hafa verið á
höttunum eftir íslenska landsliðs-
manninum síðustu vikurnar og eitt
þeirra er SønderjyskE sem Ólafur
mun væntanlega skrifa undir samn-
ing við í dag. | Íþróttir
Ólafur Ingi
söðlar um