Morgunblaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 6
„ÞAÐ er opinbert leyndarmál að
fimmtudagskvöld eru orðin að ung-
lingakvöldum á börum borgarinn-
ar,“ segir forvarnarfulltrúi í fram-
haldsskóla á höfuðborgarsvæðinu.
Telur hann aukningu hafa orðið á
svonefndum bjórkvöldum eftir efna-
hagshrunið og auglýsingum um sér-
stök krepputilboð á bjór sé beint
sérstaklega til nemenda framhalds-
skólanna. Nemendur láti síðan upp-
lýsingar berast sín á milli á sam-
skiptasíðum á borð við Facebook.
Nýverið hafði lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu afskipti af unglinga-
drykkju en þá hafði verið leigður
salur á skemmtistað í borginni þar
sem 16-17 ára unglingum var veitt
áfengi í boði innflytjenda. „Við tök-
um öll mál á borð við þessi föstum
tökum. Í þessu máli tókum við niður
nöfn þeirra rúmlega 120 unglinga
sem á staðnum voru og hringdum í
alla foreldra og létum þá vita af mál-
inu,“ segir Ómar Smári Ármannsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn og tekur
fram að einnig hafi aðstandendur
viðkomandi skóla verið látnir vita. „Í
þessu tilviki hafði hliðarfélag við
nemendafélag skólans staðið fyrir
uppákomunni,“ segir Ómar Smári og
tekur fram að rætt hafi verið við að-
standendurna og þeim gerð grein
fyrir alvöru málsins.
Hann bendir sérstaklega á að
skemmtistaðir sem leyfi fyrrnefndar
samkomur geti átt von á viðurlögum
á borð við tímabundna lokun.
Í samtölum við nokkra forvarnar-
fulltrúa hjá framhaldsskólum borg-
arinnar lögðu þeir mikla áherslu á að
allt skemmtanahald á vegum skólans
væri áfengislaust. Sögðust þeir líka
brýna fyrir nemendafélögum að taka
ekki þátt í því að auglýsa bjórkvöldin
með neinum hætti, hvort heldur væri
gegnum Facebook eða með smá-
skilaboðum.
Tekið föstum tökum
Hafa áhyggjur af
bjórkvöldum fram-
haldsskólanema
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009
Að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar aðstoðaryfirlög-
regluþjóns hefur lögreglan auk-
ið eftirlit sitt með
skemmtistöðum borgarinnar að
undanförnu, m.a. með tilliti til
þess að lokunartími sé virtur
svo og reglur um hávaðameng-
un. Segir hann bera á því í aukn-
um mæli að ungu fólki, sem ekki
hafi aldur til að kaupa áfengi, sé
hleypt inn á skemmtistaði. Ým-
ist sé ekki spurt um skilríki eða
ungmennin framvísi fölsuðum
eða lánuðum skilríkjum.
Fleiri unglingar
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
SÚ ÁKVÖRÐUN að afgreiða Ice-
save út úr fjárlaganefnd á mánudags-
kvöld var rædd við upphaf þingfund-
ar á Alþingi í gær. „Illa dulbúið leikrit
sett á svið“ og „vanvirðing við efna-
hags- og skattanefnd“ sögðu tveir
þingmenn stjórnarandstöðunnar.
Önnur umræða um frumvarpið hefst
á morgun en alls óvíst er hvenær
henni lýkur.
Kristján Þór Júlíusson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í
fjárlaganefnd, gagnrýndi harðlega að
ekki hefðu verið tekin til umfjöllunar
fjögur álit efnahags- og skattanefnd-
ar og sagði orðræðuna komna í sömu
hjólför og áður.
Pétur Blöndal, þingmaður sama
flokks og nefndarmaður í efnahags-
og skattanefnd, bætti um betur.
Hann sagðist taka starf sitt í nefnd-
inni alvarlega og henni hefði verið fal-
ið að fjalla um efnahagslegar afleið-
ingar þessa nýja Icesave-frumvarps.
Pétur sagðist hafa varið allri síð-
ustu helgi í vinnu vegna þessa og skil-
að nefndaráliti sem átti að fara til
fjárlaganefndar, og það undir tíma-
pressu. Átta klukkustundum eftir að
hann skilaði áliti sínu hefði málið ver-
ið afgreitt úr nefndinni. Það sagði
hann mikla vanvirðingu við störf
nefndarinnar.
Guðbjartur Hannesson, formaður
fjárlaganefndar, sagði málið hafa
verið fullrætt í nefndinni. Álitin fjög-
ur væru jafnframt lögð fram með áliti
meirihluta fjárlaganefndar og yrðu
því til umræðu þegar málið verður
tekið fyrir í þinginu. Hann sagði enn-
fremur enga lítilsvirðingu felast í því
að geta farið yfir álitin fjögur á
nefndum átta klukkustundum.
Ef marka má orð þingmanna
stjórnarandstöðunnar er löng um-
ræða um frumvarpið í vændum. Birg-
ir Ármannsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, benti m.a. á að í
frumvarpinu mætti finna breytingar
á þeim fyrirvörum sem Alþingi sam-
þykkti í sumar. Í stað þeirra væru al-
mennar, loðnar og pólitískar yfirlýs-
ingar.
Hann sagði að til umræðu yrði
hvort fjárlaganefnd hefði tekist á við
verkefni sitt og hvað hefði orðið um
fyrirvarana.
„Í sömu hjólför og áður“
Frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-skulda tekið fyrir á Alþingi á morgun
Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýna meðferð fjárlaganefndar harkalega
VERIÐ er að grafa framhjáhlaup fyrir holræsakerfið við
Dalsmára og Lækjasmára í Kópavogi. Þar hefur orðið
vatnstjón. Grafinn er sundur fjölfarinn göngustígur við
leikskóla. Jón Stefánsson, íbúi við Lækjasmára, kvartaði
undan slysahættu þar í fyrradag. Það var lagað að hluta
til í gær en Jón telur að betur megi gera.
Morgunblaðið/Kristinn
Holræsakerfið við Dalsmára í Kópavogi lagfært
Slysahætta á gönguleið
ÞVÍ fer fjarri að auglýsing Símans,
sem sýnir nokkra ávexti og græn-
meti í golfi, brjóti að neinu leyti á
höfundarrétti Kristlaugar Maríu
Sigurðardóttur, höfundar barna-
leikritsins Ávaxtakörfunnar.
Þetta segir Hallur A. Baldursson,
stjórnarformaður auglýsingastof-
unnar ENNEMM sem hannaði aug-
lýsinguna. „Það er eins og hún ætli
að eigna sér réttinn á því að per-
sónugera ávexti og grænmeti en við
vísum því á bug, því þetta er ekki
nýtt fyrirbrigði og alls ekki sér-
íslenskt,“ segir Hallur.
Þá sé langt seilst að eigna sér höf-
undarrétt á orðaleik um það hvort
tómatur teljist til ávaxta eða græn-
metis. „Þennan brandara má nú
rekja alla leið aftur til 1887 þegar
bandarískir dómstólar þurftu að
skera úr um þennan ágreining vegna
tollamála,“ segir Hallur.
„Þaðan af síður getur höfundur
Ávaxtakörfunnar eignað sér réttinn
á hugmynd um vináttu án hindrana
sem hefur verið meginþema í auglýs-
ingaherferð Símans um þjónustuna.
Enginn getur tekið sér svo víðtækan
höfundarrétt og þar að auki eru slík-
ar hugmyndir ekki verndaðar af höf-
undarrétti.“ Hugmyndin að baki
auglýsingunni hafi verið fullmótuð
þegar framleiðendur athuguðu hvort
hægt væri að finna viðeigandi bún-
inga innanlands og leituðu þá m.a. til
Kristlaugar. Þegar það hafi ekki
fengist hafi þeir verið pantaðir er-
lendis frá. Síminn mun ekki verða
við kröfum Kristlaugar um að taka
auglýsinguna úr sýningu.
Ávaxta-
golf sýnt
áfram
Höfundarréttur
ekki verið brotinn
AP
Ávextirnir Eru ekki úr körfu Krist-
laugar segja Síminn og ENNEMM.
EMBÆTTI sérstaks saksóknara hef-
ur krafist kyrrsetningar á eignum
einstaklings í tengslum við mál sem
það hefur haft til rannsóknar. Mun
þetta vera í fyrsta skipti sem emb-
ættið beitir þessari lagaheimild.
Ólafur Þór Hauksson sérstakur
saksóknari staðfesti við Morgunblað-
ið í gærkvöldi að embættið hefði grip-
ið til þessara aðgerða en vildi ekki
greina frá því hvaða eignir voru kyrr-
settar.
Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var
fullyrt að um væri að ræða eignir
Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi
ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneyt-
inu. Væri kyrrsetningin gerð í
tengslum við rannsókn á hlutabréfa-
viðskiptum Baldurs á síðasta ári.
Baldur seldi hlutabréf í Landsbank-
anum hinn 17. september 2008 en í
byrjun október tók skilanefnd Lands-
bankann yfir. Fjármálaeftirlitið
fjallaði um málið fyrr á þessu ári með
það að markmiði að skera úr um hvort
Baldur hefði búið yfir innherjaupp-
lýsingum um stöðu Landsbankans.
Krafðist
kyrr-
setningar
Beitt í fyrsta skipti
Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti
Alþingis, segist vona að klára
megi aðra umræðu um Icesave-
frumvarpið á morgun, ekki síst
þar sem svo löng umræða hafi
þegar farið fram um málið. Ekki
er gert ráð fyrir þingfundum á
föstudag og mánudag.
Síðasti þingfundur fyrir jól er
áætlaður 17. desember. Mörg
stór mál bíða afgreiðslu, s.s.
fjárlög, fjáraukalög og skatta-
málin. Ásta getur ekki sagt til
um hvort starfsáætlunin hald-
ist.
Stór mál sem bíða
fæst í Sólningu Kópavogi, Njarðvík,
Selfossi og Barðanum Skútuvogi
Startaðu betur í vetur
TUDOR rafgeymirinn er hannaður til að lifa allan
veturinn af. Forðastu óvæntar uppákomur.
TUDOR rafgeymar - betra start í allan vetur!