Morgunblaðið - 18.11.2009, Side 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009
ÁLAG á skuldatryggingar íslenska
ríkisins hefur hækkað umtalsvert á
síðustu dögum og fór það í 379,43
punkta í gær en lækkaði svo þegar
líða tók á daginn. Samkvæmt gögn-
um frá greiningarfyrirtækinu CMA
stóð álagið í 373 við lok dags.
Það var 343 fyrir viku og hefur
því álagið hækkað um tæpa fjörutíu
punkta. Álagið hafði verið nokkuð
stöðugt fram að því að Moody’s
lækkaði lánshæfismat ríkisins í síð-
ustu viku.
Markaðurinn með skuldatrygg-
ingar gefur vísbendingu um það á
hvaða kjörum ríki og fyrirtæki geta
fjármagnað sig á mörkuðum og end-
urspegla ennfremur líkurnar á
greiðslufalli. Samkvæmt útreikn-
ingum CMA bendir álag ríkisins til
þess að um 23% áhætta sé á því að
það muni ekki geta greitt af lánum
sínum.
ornarnar@mbl.is
Skulda-
trygginga-
álag hækkar
Hækkun vegna lækk-
unar lánshæfismats
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
FORSVARSMENN 1998 ehf., eign-
arhaldsfélags Haga, vilja ekkert
gefa upp um hverjir eru í hópi er-
lendra fjárfesta sem sagðir eru
munu koma með fjármagn inn í
rekstur félagsins. Jóhannes Jónsson,
jafnan kenndur við Bónus, sagðist í
samtali við Morgunblaðið ekki vilja
gefa upp um hvaða aðila ræddi. Hins
vegar yrði þess ekki langt að bíða að
þeir yrðu kynntir til sögunnar, og úr-
vinnsla málefna 1998 væri í góðum
farvegi. Inntur eftir því hvort við-
komandi fjárfestar hefðu áður komið
við sögu í félögum tengdum Baugi
vildi Jóhannes ekki staðfesta það. Í
viðtali í Kastljósi sjónvarpsins í
fyrrakvöld minnti Jóhannes á að áð-
ur hefði tekist að fá erlenda fjárfesta
til að kaupa sig inn í félög tengd
Baugi. Vísaði hann þar til þess þegar
norski verslanakeðjueigandinn Odd
Reitan keypti 20% hlut í Baugi, hálfu
ári áður en Baugur var skráður á
markað, en Baugur varð fyrst til við
sameiningu Bónuss og Hagkaupa við
yfirtöku fyrrnefnda félagsins. Kaup
Reitans á hlut í Baugi voru á sínum
tíma talin til marks um gæði félags-
ins. Baugur var tekinn af markaði
árið 2003 þegar félagið Mundur
gerði yfirtökutilboð í félagið og borg-
aði hluthöfum 10,8 krónur á hlut.
Haft var eftir sérfræðingum í Morg-
unblaðinu að yfirtökuverðið væri lík-
lega 10% lægra en sem nam raun-
verulegu verðmæti Baugs. Odd
Reitan seldi sinn hlut, sem þá hafði
minnkað í 11,7%, hins vegar á 9,4
krónur á hlut. Það er um 13% undir
yfirtökuverðinu. Seinna kom á dag-
inn að Reitan hafði allan tímann haft
sölurétt á Baugi. Inntur eftir hvort
hinir erlendu fjárfestar myndu hafa
sölurétt á sínum hlut í 1998 vildi Jó-
hannes ekki svara.
Forvarsmenn 1998 gefa ekkert upp um erlenda fjárfesta
Ekki ljóst hvort söluréttur
verður fyrir hendi á 1998
Baugur Norski smásölukóngurinn
Odd Reitan er fyrrverandi hluthafi.
● GREINING Íslandsbanka spáir því að
vísitala neysluverðs hækki um 0,6% í
nóvember og 12 mánaða verðbólga
lækki úr 9,7% í 8,5%. Gangi það eftir
hefur verðbólgan ekki verið lægri síð-
an í febrúar árið 2008. Er því spáð að
flestir undirliðir vísitölunni hækki eitt-
hvað nema húsnæðisliðurinn. Verðþró-
un á fasteignamarkaði gefi til kynna
að þar hafi orðið verðlækkun, eftir
verðhækkun fyrr í haust. Fast-
eignamarkaðurinn sé afar grunnur og
því geti mælst talsverðar verðsveiflur
frá einum mánuði til annars. Sam-
kvæmt samræmdri vísitölu neyslu-
verðs í október er verðbólgan á Ís-
landi sem fyrr langmest af ríkjum
Evrópska efnahagssvæðisins, eða
13,8%. Þó lækkaði hún úr 15,3%
samkvæmt þessari mælingu Hagstofu
Evrópusambandsins.
Minnsta verðbólga
síðan í febrúar 2008?
Þetta helst ...
● GEYSIR Green Energy, Reykjanesbær
og kanadíska jarðhitafyrirtækið Magma
Energy Corporation hafa lokið við-
skiptum vegna kaupa Geysis á 34%
hlut í HS Orku af Reykjanesbæ. Enn-
fremur kaupir Magma 8,6% hlut í HS
Orku af Geysi. Með sölunni lýkur fyrri
áfanga af tveimur í sölu Geysis á alls
10,8% hlutafjár í HS Orku til Magma
fyrir rúma þrjá milljarða króna sem fé-
lagið staðgreiðir. Eftir sölu hlutarins í
gær á Geysir 57,4% hlutafjár í HS Orku
en seinni áfangi viðskiptanna er sala á
2,2% hlut að auki til Magma í byrjun
næsta árs.
Kaupum lokið í HS Orku
● HÁTT í fjögur
þúsund manns
höfðu í gærkvöldi
skráð sig til þátt-
töku á vef Þjóð-
arhags, félags fjár-
festa sem vill gera
Nýja-Kaupþingi til-
boð í Haga, móð-
urfélag Bónuss,
Hagkaupa, 10-11 og
fleiri verslana.
„Bréfið er farið,“ sagði Guðmundur
Franklín Jónsson, forsvarsmaður Þjóð-
arhags, við Morgunblaðið í gær og vís-
að þar til bréfs til stjórnenda Nýja-
Kaupþings með fyrirspurnum um sölu
á Högum. Í bréfinu er spurt hvort búið
sé að selja Haga, og ef ekki þá hvort fé-
lagið sé til sölu. Sé það til sölu spyr
Þjóðarhagur hvort megi setja inn til-
boð, hve langur tími sé til þess og spurt
er um gögn.
Hátt í fjögur þúsund
skráð sig í Þjóðarhag
Guðmundur
Franklín Jónsson
Eftir Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
MARGEIR Pétursson, stjórnar-
formaður MP banka, segir að
endanlega sé búið sé að rifta sam-
komulagi við norska fjárfestinn
Endre Røsjø um að hann eignist
hlut í bankanum. Alls engin áform
séu um að Røsjø taki þátt í fyr-
irhugaðri hlutafjáraukningu MP,
það sé ekki inni í myndinni og hafi
legið ljóst fyrir þegar samkomulag-
inu var rift.
Engin tengsl séu milli þátttöku
lífeyrissjóða og annarra fjárfesta í
fyrirhugaðri hlutafjáraukningu og
riftunar samkomulagsins við Røsjø.
Að sögn Røsjøs blasir við að upp-
haflega samkomulagið hafi fallið um
sjálft sig en var það byggt á þeirri
forsendu að lífeyrissjóðirnir sem
ætluðu að taka þátt í fyrirhugaðri
hlutafjáraukningu hefðu gert
áreiðanleikakönnun á bankanum
eins og um hefði verið samið.
Samkomulagið sem um ræðir var
gert í september og fól í sér að
Røsjø myndi taka þátt í 600 millj-
óna króna hlutafjárútboði MP sem
ráðist verður í á næstu mánuðum.
Í kjölfar þess að tilkynnt var um
samkomulagið fór að bera á fréttum
þar sem sumar af fjárfestingum Rø-
sjøs voru settar í tortryggilegt sam-
hengi. Morgunblaðinu er ekki kunn-
ugt um að sá fréttaflutningur hafi
haft nokkur áhrif á framvindu mála.
Ekki af baki dottinn
Þrátt fyrir að ekki sé útlit fyrir að
Røsjø muni fjárfesta í MP segist
hann hafa mikinn hug á að nýta sér
þau tækifæri sem kunna að leynast
hér á landi. Hann kom hingað til
lands ásamt hópi fjárfesta fyrir
nokkrum mánuðum, en Svein Har-
ald Øygard, þáverandi seðlabanka-
stjóri, hafði boðið honum áður að
koma til þess að skoða mögulega
fjárfestingarkosti. Hann hefur
fundað með fulltrúum lífeyrissjóða
þar sem möguleg fjárfestingartæki-
færi hafa verið rædd.
Endanlega búinn að rifta
samkomulaginu við Røsjø
Í HNOTSKURN
»MP banki og norski fjár-festirinn Endre Røsjø náðu
samkomulagi á sínum tíma um
að sá síðarnefndi eginaðist
hlut í bankanum.
»Røsjø segir að sam-komulagið hafi fallið
vegna vanefnda um áreið-
anleikakönnun en MP segist
hafa rift samkomulaginu.
Morgunblaðið/Kristinn
MP Margeir Pétursson hefur ekki
áhuga á Endre Røsjø lengur.
Hefur engin tengsl
við þátttöku fjárfesta
í hlutafjáraukningu
ÓVISSA er nú um framtíð Eikar
fasteignafélags, eftir að einn lán-
ardrottinn, Nýja-Kaupþing, hefur
synjað félaginu um skilmálabreyt-
ingu á lánum. Eru forsvarsmenn
Eikar mjög ósáttir við þessa
ákvörðun bankans og telja að hann
sé með þessu að brjóta eigin verk-
lagsreglur um lausnir á vanda
skuldugra fyrirtækja. Telja Eik-
armenn félagið standast skilyrði
reglna um jákvætt sjóðsstreymi og
ná megi samningum um afborganir
skuldanna.
Í tilkynningu Eikar til kauphall-
arinnar í gær er bent á að sjóðs-
streymi félagsins standi undir öll-
um vaxtagreiðslum þessa árs og
næstu ára. Bókfært eigið fé Eikar
hafi verið yfir 2 milljarðar króna í
lok júní sl.
Eik fasteignafélag á og rekur
fjölmargar fasteignir á höfuðborg-
arsvæðinu og landsbyggðinni, m.a.
allt húsnæði Húsasmiðjunnar.
Eignasafn félagsins var um mitt ár
metið á 19,7 milljarða króna. Á
sama tíma námu vaxtaberandi
skuldir 17,4 milljörðum og þar af
eru 11,8 milljarðar hjá Kaupþingi.
Frá því að íslensku bankarnir voru
teknir yfir af FME hefur Eik átt í
viðræðum við lánardrottna sína um
fjárhagsstöðu félagsins. Það er að
stórum hluta í eigu félagsins Eik
Properties, á vegum gamla Sax-
byggs, og Íslandsbanka. Í upphafi
var Eik í eigu Lýsingar. bjb@mbl.is
Kaupþing neitar Eik um
skilmálabreytingu á lánum
Fasteignir Eik fasteignafélag hefur átt og rekið fjölda fasteigna á höf-
uðborgarsvæðinu, m.a. á vegum Kaupþings og fleiri banka.
www.noatun.is
jólagjöf
Tilvalin
+20 körfur - 5 %
+50 körfur - 10 %
Aukaafsláttur
ef pantað er fyrir 1. desember:
Afsláttur af matarkörfum
10%
Pantanir
í símum 822 7061
eða 822 7066
einnig á www.noatun.is