Morgunblaðið - 18.11.2009, Page 28
28 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009
MEKTARSVEITIN Todmobile
fagnaði 20 ára afmæli með tón-
leikum í troðuppseldri Íslenskri óp-
eru 4. nóvember síðastliðinn. Því vr
ákveðið að svipta upp auka-
tónleikum sem fram fara á sama
stað í kvöld. Örfáir miðar eru óseld-
ir á þá þegar þetta er ritað en miða-
sala fer fram á miði.is.
Aukaafmælistónleikar
með Todmobile í kvöld
Fólk
HLJÓMSVEITIN Hjaltalín, Snorri Helgason og
Sigríður Thorlacius með sveit sinni Heiðurspiltum
munu þeysa saman um landið þvert og endilangt
og kynna plötur sínar á næstu dögum og vikum
sem allar koma út á vegum Borgarinnar hljóm-
plötuútgáfu. Á morgun leika þau í félagsheimilinu
á Blönduósi, 20. nóv. á Gamla Bauk á Húsavík,
þann 21. í Sláturhúsinu, Egilsstöðum og þaðan er
haldið til Hafnar, leikið 22. nóv. í Pakkhúsinu.
Þann 24. verður hópurinn kominn til Keflavíkur,
spilar í Frumleikhúsinu og 26. nóvember er svo
leikið í Mælifelli, Sauðárkróki. Þá er stefnan tekin
á Dalvík, 27. nóv., leikið í menningarmiðstöðinni
þar í bæ og Græna hattinum á Akureyri degi síðar.
Aftur er haldið suður, til Borgarness 29. nóv-
ember, og leikið í Landnámssetrinu.
Glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir því að
Vestfirðir eru ekki með í tónleikadagskrá en ætl-
un þessa hóps tónlistarmanna er að heimsækja þá
og Vesturland í janúar á næsta ári. Hjaltalín hefur
leikið á um hundrað tónleikum sl. ár en tónleikar
sveitarinnar hér á landi hafa verið ansi fáir. Hjal-
talín hefur aldrei farið í jafnumfangsmikla tón-
leikaferð um Ísland og þá sem á undan var rakin.
Snorri Helgason mun á næstu dögum senda frá
sér sína fyrstu breiðskífu, I’m Gonna Put My Name
on Your Door, 11 popplög blússkotin í einföldum
búningi, eins og því er lýst hjá Borg. Sigríður &
Heiðurspiltar gáfu út plötuna Á Ljúflingshól í
haust sem hlotið hefur góðar viðtökur.
Frekari upplýsingar um Borgina og tónlistar-
menn á hennar vegum á borginmusic.com.
Borgar-börn leggja land undir fót
Snorri Helgason Heldur í Borgar-tónleikaferð. NÝ plata Diktu, Get it Together,
er prýdd málverki eftir Guðmund
Thoroddsen. Ekki gekk þrautalaust
að landa umslaginu. Jón Þór,
trymbill Diktu, hafði séð málverkið
í einhverju partíi og þótti ráð að
nota það á umslagið. Treglega
gekk þó að ná í listamanninn sem
var nú búsettur í New York, síma-
laus en með tölvupóst sem hann leit
í annað slagið. Þegar búið var að
hafa samband við alla þá sem
mögulega þekktu listamanninn
hafði hann samband, korteri fyrir
„deadline“, og þurfti að mynda eitt
verkanna, þar sem það hékk á vegg
úti í bæ. Allt fyrir listina!
Dikta og stóra
umslagsmálið
STYRKTARTÓNLEIKAR fyrir
stofnfrumumeðferð hinnar tæplega
fjögurra ára gömlu Ellu Dísar fara
fram á morgun. Ella Dís þjáist af
torkennilegum lömunarsjúkdómi
en Ragna móðir hennar hefur fund-
ið læknismeðferð í Ísrael sem gefur
góða von um lækningu. Tónleikarn-
ir fara fram á SPOT í Kópavogi og
fram koma m.a. Edgar Smári, Ingó
og Bermúda, auk fjölda annarra
tónlistarmanna. Nánari upplýs-
ingar má nálgast á Fésbókinni.
Styrktartónleikar fyrir
Ellu Dís á morgun
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
TÓMAS R. Einarsson hefur kafað í
kúbverska tónlist á undanförnum
árum og gefið út plötur sem helg-
aðar hafa verið þeim pælingum. Í
vikunni komu út með honum tvær
útgáfur, annars vegar tónleikadisk-
urinn LIVE! og svo safnið Reykja-
vík-Havana; diskarnir Kúbanska,
Havana, Romm Tomm Tomm og
LIVE! saman. LIVE! var tekin upp
á tónleikum í Iðnó á Jazzhátíð
Reykjavíkur í haust.
Að sögn Tómasar stóð ekki endi-
lega til að gefa út tónleikadisk, en
þegar hann heyrði upptökurnar af
Iðnótónleikunum segir hann að
ekkert annað hafi komið til greina.
„Ég hef haft það bak við eyrað í
nokkur ár að gefa út þannig plötu,
en það var ekki endilega á dag-
skránni fyrir þá tónleika sem um
ræðir.
Ég var með sjö manna band en
svo slóst Davíð Þór Jónsson í leik-
inn á píanó og síðan þeir Magnús
Elíassen og Gunnlaugur Briem á
slagverk, enda var stuðið svo mikið
að menn stukku upp á svið til að
vera með. Þá var komið tíu manna
band og fullur salur af dansandi
fólki og þá varð einhver kraftbirt-
ing. Þegar ég svo heyrði upptök-
urnar var þetta ekki spurning,“
segir Tómas og bætir við að hann
hafi ekki séð það fyrir að þetta yrði
svo „spruðlandi fjölmennt og
Kraftbirting Bassaleikarinn og lagasmiðurinn Tómas R. Einarsson og spila-
félagar hans í rannsóknum á kúbverskum takti og trega.
„Spruðlandi fjölmennt og
skemmtilegt og sveitt“
Tómas R. Einarsson gefur út tónleikaskífu með Kúbufjöri
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Í SUMAR var kynntur listi með 100
bestu plötum Íslandssögunnar og nú
er út komin bók um plöturnar
hundrað, rituð af tónlistarspeking-
unum Jónatani Garðarssyni og
Arnari Eggerti Thoroddsen. Bókin
hefur að geyma ítarlegar upplýs-
ingar um plöturnar, bæði til fróð-
leiks og skemmtunar, jafngóð til
grúsks sem skyndilesturs.
„Valið tók langan tíma en við vor-
um ekkert lengi að skrifa bókina,“
segir Jónatan. Forsaga málsins er
sú að um síðustu áramót var ákveðið
að finna 100 bestu plötur Íslands-
sögunnar, Félag hljómplötufram-
leiðenda stóð fyrir því vali í sam-
vinnu við Tónlist.is og Rás 2. Leitað
var til 100 sérfróðra manna um ís-
lenska tónlist, þó ekki starfandi tón-
listarmanna, og þeir beðnir að velja
þær íslensku plötur sem þeim þættu
skara fram úr. Þegar óskað var eftir
áliti og innleggi frá almenningi
lengdist plötulistinn enn. Úr varð
485 platna listi og til að gera langa
sögu stutta endaði hið langa valferli
með 100 bestu plötunum.
Fulltrúar tveggja kynslóða
Jónatan segir að Sena hafi leitað
til sín þegar kom að því að skrifa um
plöturnar og ljúka varð skrifum á
þremur mánuðum. Jónatan stakk
upp á því að annar maður fróður um
plöturnar yrði fenginn á móti honum
í skrifin. Arnar Eggert varð fyrir
valinu og leist Jónatani vel á að fá til
verksins mann sér yngri og af ann-
arri kynslóð. „Yngstu plöturnar sem
ég skrifa um eru Jet Black Joe-
plöturnar, tek alveg frá ’67 og fram
að þeim tíma, ’96 eða þar um bil.
Elsta platan sem Arnar skrifar um
er frá ’90, Gling gló. Svo bara unnum
við þetta hvor í sínu lagi. Við förum
mjög fræðilega í þetta, reynum að
draga upp söguna í kringum viðkom-
andi flytjendur á þeim tímapunkti
þegar platan er að verða til, skrifum
um tilurð eða vinnslu plötunnar
sjálfrar, útgáfuna, viðbrögðin. Við
tínum inn í þetta heimildir frá við-
komandi tíma, bæði úr viðtölum og
frá listamönnunum sjálfum, tölum
við mjög marga listamenn og drög-
um inn í þetta líka hluta af dómum
sem birtust um plöturnar, tökum
tíðarandann aðeins inn í þetta,“ seg-
ir Jónatan um efnistökin. Við bætast
fleiri fróðleiksmolar, áhugaverðir
punktar, lagalistar o.fl. „Þannig að
þetta er fræðilegt en líka mjög læsi-
legt, það er hægt að grípa niður í
bókina hvar sem er.“
Þær bestu eftir unga listamenn
-Þetta er sófaborðsbók, eða hvað?
„Þetta er sófaborðsbók en þú get-
ur líka legið með hana uppi í rúmi, ef
þú vilt, eða tekið þetta alveg á fræði-
lega pakkanum,“ svarar Jónatan.
En hvað þótti þeim um listann?
„Það var margt sem kom mér á
óvart og margt sem mér þótti al-
gjörlega augljóst,“ segir Jónatan.
Það hafi t.d. ekki komið honum á
óvart hvaða plötur væru í efstu sæt-
unum en aftar á lista komi margt á
óvart. „Flestar þeirra platna sem
þarna komast inn á lista eru gerðar
af tónlistarmönnum sem eru yngri
en 25 ára þegar plöturnar koma út,“
bætir Jónatan við, spurður hvort
hann hafi tekið eftir einhverju
merkilegu við listann. „Þessar plöt-
ur sem skora hæst eru með listafólki
á þessu aldursbili frá kannski 17, 18
upp í 25 ára,“ útskýrir Jónatan, þeg-
ar tilraunagleðin, fjörið og dirfskan
er hvað mest.
Morgunblaðið/Ómar
Jónatan og Arnar Eggert Kátir með gripinn góða í höndum, 100 bestu plötur Íslandssögunnar.
Miklu meira en sófaborðsbók
Arnar og Jónatan segja ítarlega frá 100 bestu plötum Íslandssögunnar í
nýútkominni bók „Fræðilegt en líka mjög læsilegt,“ segir Jónatan um bókina
Platan Ágætis
byrjun með Sig-
ur Rós frá árinu
1999 þykir sú
allra besta í Ís-
landssögunni.
Umslagið er afar
sérstakt, prýtt teikningu Gotta
Bernhöfts af ófæddum engli,
Avalon, sem hann gerði með Bic-
kúlupenna. Umslögin fyrir plöt-
una, eða diskinn, bárust ekki fyrr
en daginn fyrir útgáfu og þurftu
sveitarmeðlimir og vinir þeirra
að setja þau saman sjálfir.
Ófæddur engill