Morgunblaðið - 18.11.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 18.11.2009, Síða 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009 ÖRYGGISVÖRÐURINN Toni Musulin, sem orð- inn er hetja á netinu fyrir að ræna 11,6 milljónum evra, gaf sig fram við lögreglu í Mónakó á mánu- dag. Peningarnir eru hins vegar ekki allir komnir í leitirnar. Lögregla fann níu milljónir evra í bíl- skúr, sem Musulin hafði tekið á leigu undir fölsku flaggi, tveimur dögum eftir ránið, en ræninginn hefur ekkert látið uppi um hvar þær tvær millj- ónir evra, sem eftir eru, er að finna. Musulin framdi ránið 5. nóvember þegar hann ók burt í brynvörðum bíl frá sænska öryggisfyrir- tækinu Loomis með 49 sekki fulla af peningum á meðan tveir félagar hans brugðu sér frá. „Hann ætlar ekki að reynast samstarfsfús,“ veðrið þegar hann birtist. „Það er ráðgáta hvers vegna hann kom til Mónakó og hann lét ekki svo lítið að gefa okkur skýringu á því,“ sagði Andre Muhlberger, yfirrannsóknarlögreglumaður í furstadæminu. Musulin er orðinn að andhetju á netinu og með- al annars sagt að hann hafi framið „rán ald- arinnar“. Á vefsvæðinu Facebook hefur verið stofnuð aðdáendasíða þar sem hann er sagður „hetja“ fyrir að hafa framið ránið „án byssu, án of- beldis“. „Þú munt fá vel borgað fyrir aðeins þrjú ár í fangelsi,“ sagði einn bloggarinn. Musulin hafði unnið hjá Loomis í tíu ár og var með tæpra 2.000 evra mánaðarlaun. kbl@mbl.is Í HNOTSKURN »Toni Musulin rændi 11,6milljónum evra (rúmlega 2,1 milljarði króna) og enn eru tvær milljónir evra (tæpar 370 millj- ónir króna) ófundnar. »Lögregla hélt í upphafi aðhonum hefði verið rænt, en áttaði sig á mistökunum þegar í ljós kom að hann hafði tæmt íbúðina sína og bankareikning nokkrum dögum áður en ránið var framið. Gaf sig fram en milljóna enn leitað  Toni Musulin rændi tveimur milljörðum króna og 360 milljónir eru ófundnar  Kom óvænt fram í Mónakó  Á sér fjölmarga aðdáendur í netheimum hafði fréttastofan AFP eftir embættismanni í franska dómskerfinu, sem bætti við að hann ætti þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Getgátur eru um að Musulin ætli að segja sem minnst, afplána sinn dóm og sitja svo að þýfinu þegar hann losnar úr fangelsi. Lögreglu grunaði að Musul- in myndi flýja til Balkanskag- ans þar sem hann á fjölskyldu og Interpol hafði sent út hjálparbeiðni til 185 landa. Yfirvöld í Mónakó vissu hins vegar ekki hvaðan á sig stóð Toni Musulin FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama, forseti Banda- ríkjanna, sagði eftir fund með Hu Jintao, forseta Kína, að þeir hygðust vinna saman að því að alþjóðlegt samkomulag næðist á loftslags- ráðstefnunni í Kaupmannahöfn í næsta mánuði um aðgerðir til að stemma stigu við losun gróðurhúsa- lofttegunda. Niðurstaða leiðtoga- fundarins í Kína vakti vonir um að hægt yrði að blása nýju lífi í samn- ingaviðræðurnar fyrir ráðstefnuna. Niðurstaða fundar forsetanna virtist mun metnaðarfyllri en yf- irlýsing leiðtoga samtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, þ. á m. Obama og Hu Jintao, á fundi þeirra um helgina. Leiðtogarnir töldu þá að erfitt yrði að ná lagalega bindandi samkomulagi á loftslagsráðstefn- unni vegna þess að tíminn væri naumur. Þeir samþykktu mála- miðlunartillögu frá Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, um að stefnt yrði að viljayfirlýsingu sem væri ekki lagalega bindandi. Skref í rétta átt Obama sagði eftir fundinn með Hu Jintao í gær að þeir hefðu sam- þykkt að beita sér fyrir því að samn- ingaviðræðurnar í Kaupmannahöfn bæru árangur. „Markmið okkar þar … er ekki samkomulag að hluta eða pólitísk yfirlýsing, heldur samn- ingur sem nær til allra málefnanna í samningaviðræðunum og sem hefur tafarlaus hagnýt áhrif.“ Í sameiginlegri yfirlýsingu leið- toganna sagði að samkomulagið í Kaupmannahöfn þyrfti að fela í sér markmið um minni losun gróður- húsalofttegunda af hálfu auðugra iðnríkja og yfirlýsingu um aðgerðir til að draga úr losuninni í þróunar- löndum. Samkomulagið þyrfti einnig að kveða á um aukna fjárhagsaðstoð við þróunarlönd, stuðla að tækniþró- un sem drægi úr losun gróðurhúsa- lofttegunda, hjálpa fátækum sam- félögum að laga sig að breyting- unum og efla verndun skóga. Bandaríkin og Kína bera ábyrgð á 40% af heildarlosun koldíoxíðs í heiminum og ágreiningur þeirra hef- ur verið ein helsta fyrirstaða sam- komulags. Talsmenn umhverfisverndar- samtaka sögðu að niðurstaða leið- togafundarins væri skref í rétta átt en þörf væri á meiri „pólitískum vilja“ til að tryggja að loftslags- ráðstefnan bæri árangur. Stefna að samkomu- lagi um minni losun Niðurstaða fundar forseta Bandaríkjanna og Kína vekur von- ir um að hægt verði að blása nýju lífi í samningaviðræðurnar Forsetar Kína og Bandaríkjanna segjast nú stefna að alþjóðlegu samkomulagi sem nái til allra deilumálanna í samningaviðræð- unum um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Reuters Viðhafnarkvöldverður Barack Obama snæðir kvöldverð með Hu Jintao, forseta Kína (3. frá hægri), og Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (lengst til hægri), í Höll alþýðunnar í Peking í gær. „Ég talaði við Hu forseta um þá bjargföstu trú Bandaríkjamanna að allir menn ættu rétt á grunn- mannréttindum,“ sagði Barack Obama eftir fundinn með forseta Kína í gær. Í yfirlýsingu leiðtog- anna sagði að ágreiningur væri milli ríkjanna um mannréttindamál en stefnt væri að samninga- viðræðum um það í Washington fyrir lok febrúar. Obama hvatti kínversk stjórn- völd til að hefja viðræður að nýju við fulltrúa Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbeta, en viðurkenndi að Tíbet væri hluti af Kína. Forsetarnir hétu því að leysa viðskiptadeilur ríkjanna og beita sér gegn hvers konar verndar- tollastefnu. Obama hvatti Kínverja til að hækka gengi jensins, en þeir hafa verið sakaðir um að halda því lágu til að auka útflutning sinn á kostnað annarra landa. Hvatti Kínverja til viðræðna við Tíbeta SÍÐUSTU vikur hafa sveitarfélög í Danmörku eytt jafnvirði 650 millj- óna íslenskra króna í kjörkort sem eru í raun óþörf, að því er fram kem- ur á fréttavef danska ríkisútvarps- ins. Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Danmörku í gær og nær 4,3 milljónir manna voru á kjörskrá. Síð- ustu vikur hafa kjósendurnir fengið kjörkort í pósti vegna kosninganna. Framleiðsla og dreifing hvers korts kostar um það bil sex danskar krón- ur, jafnvirði 150 íslenskra, að því er fréttavefurinn hefur eftir Leif Hernø, markaðsstjóra KMD, sem framleiðir kortin. Þau kosta því sveitarfélögin alls um 26 milljónir danskra króna, sem svarar 650 millj- ónum íslenskra. Geta framvísað skilríkjum Fréttavefurinn hefur eftir Hernø að kjörkortin séu í raun óþörf að mestu því að kjósendurnir geti kosið án þess að framvísa þeim. „Menn geta fengið að kjósa án kjörkorts, þeir þurfa aðeins að framvísa sjúkra- tryggingaskírteini og vegabréfi eða ökuskírteini,“ sagði Hernø. „Það er sjálfsagt hægt að hugsa sér að gera þetta með öðrum hætti. Við höfum sjálf hugmyndir um það. Til dæmis er hægt að hugsa sér að kjörkortin verði send út stafrænt.“ Hernø segir að megintilgangurinn með því að senda kortin sé í raun að minna kjósendur á kosningarnar. Sveitarfélögin komast ekki hjá því að senda kortin þar sem þeim ber skylda til þess samkvæmt dönskum lögum, að sögn fréttavefjar danska ríkisútvarpsins. Í kosningunum í gær voru alls 2.673 fulltrúar kosnir í 98 sveitar- stjórnir og fimm svæðisráð. Um 10.290 manns voru í framboði. Um 5,6% kjósendanna eru ekki með ríkisborgararétt í Danmörku. Ríkisborgarar frá Íslandi, Noregi og aðildarlöndum Evrópusambandsins fá sjálfkrafa kosningarétt í Dan- mörku og íbúar frá öðrum löndum geta einnig kosið hafi þeir haft fasta búsetu í landinu í þrjú ár. Á meðal erlendu ríkisborgaranna sem gátu kosið í gær voru 20.314 frá Noregi og Íslandi (0,5% kjósenda), 96.097 frá ESB-löndum (2,2%) og 123.334 frá löndum utan ESB (2,9%). 650 milljónir í óþörf kjörkort TÉKKAR og Slóvakar minntust þess með ýmsum viðburðum í gær að 20 ár eru liðin frá flauelsbyltingunni sem varð kommúnistastjórn Tékkóslóvakíu að falli eftir að hundruð þúsunda manna tóku þátt í tólf daga götumótmæl- um. Fólk kveikir hér á kertum til minningar um byltinguna í Prag. Reuters Flauelsbyltingar minnst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.