Morgunblaðið - 18.11.2009, Síða 12

Morgunblaðið - 18.11.2009, Síða 12
12 FréttirVIÐSKIPTI | ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is KRÖFUHAFAR DeCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagrein- ingar, munu eignast 20 prósent í ÍE, en nýir hluthafar með Saga Invest- ments í broddi fylkingar munu eign- ast 80 prósent í félaginu. Gert er ráð fyrir því að Kári Stefánsson verði stjórnarformaður ÍE eftir breytingu en að Earl Collier taki við sem for- stjóri. Collier hefur lengi setið í stjórn fyrirtækisins. Miðað við stöðuna eins og hún er nú munu núverandi hluthafar De- Code að öllum líkindum ekki fá neitt í sinn hlut. Þessi ráðstöfun er því háð að dóm- stóll í Delaware í Bandaríkjunum samþykki beiðni DeCode um greiðslustöðvun. Saga Investments, sem er í eigu Polaris Venture Part- ners og Arch Venture Partners, hef- ur gert bindandi tilboð í ÍE, en farið verður í uppboðsferli þar sem fleir- um verður gert mögulegt að gera til- boð í fyrirtækið. Telji dómstóll að nýtt tilboð sé betra en tilboð Saga verður nýja tilboðinu tekið. Saga er hins vegar skuldbundið til að kaupa ÍE, eins og áður segir. Í tilboðinu er gert ráð fyrir að Saga leggi nægt fjármagn í rekstur ÍE til að reka fyrirtækið í tvö ár, en áformað er að halda starfseminni áfram hér á landi, enda eru leyfi til að nýta erfðafræðilegar upplýsingar Íslendinga háðar því að starfsemin fari fram á Íslandi. Áætlanir hinna væntanlegu eig- enda gera ráð fyrir því að vinna ein- göngu að erfðarannsóknum og þró- un og vinnslu greiningartækja. Hefur lyfjaþróun fyrirtækisins þeg- ar verið seld. Kári Stefánsson, núverandi for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, mun samkvæmt samkomulaginu stíga til hliðar, eins og áður segir, og verða starfandi stjórnarformaður. Gert er ráð fyrir því að Earl Collier, sem lengi hefur verið stjórnarmaður í DeCode, taki við sem forstjóri fyr- irtækisins. Hann hefur um árabil starfað í líftækniiðnaðinum í Banda- ríkjunum, síðast hjá lyfjafyrirtæk- inu Genzyme. Rétt er að taka fram að greiðslu- stöðvunin á aðeins við um móð- urfélagið DeCode, en ekki Íslenska erfðagreiningu, sem heldur sinni starfsemi áfram meðan á uppboðs- ferlinu stendur. Nasdaq-kauphöllin mun væntanlega senda félaginu bréf um afskráningu í dag. Mun þó áfram verða hægt að eiga viðskipti með bréf félagsins í sjö daga eftir það. ÍE í greiðslustöðvun Kröfuhafar eignast 20 prósent á móti nýjum fjárfestum Kári Stefánsson verð- ur starfandi stjórnarformaður Earl Collier verður ráðinn forstjóri fyrirtækisins Með aðkomu erlendra fjárfesta að Íslenskri erfðagreiningu á starfsemi fyrirtækisins að vera tryggð næstu tvö árin. Morgunblaðið/Kristinn Störf Gangi áform nýju fjárfestanna eftir verður starfsemi ÍE á Íslandi tryggð næstu tvö árin, en stöðugildi hjá fyrirtækinu eru um 170 talsins. Saga Íslenskrar erfðagreiningar í stuttu máli Gengi bréfa DeCode frá upphafi til 16. nóv. 200930 25 20 15 10 5 0 Nóvember 2009 Greint frá því að félagið muni óska eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Haust 2008 Hrun Lehman hefur alvarleg áhrif á DeCode og lækkar gengi bréfa félagsins. Ársbyrjun 2008 Afkoma DeCode árið 2007 neikvæð um 6,2 milljarða króna. Nóvember 2007 Fyrirtækið býður almenningi áskrift að upplýsingum um erfðamengi sitt. Gengi bréfa félagsins snarhækkar í kjölfarið. Ársbyrjun 2007 Afkoma ársins 2006 neikvæð um 5,8 milljarða króna 25,44 0,23 Ársbyrjun 2006 Afkoma DeCode árið 2005 neikvæð um fjóra milljarða króna. Ársbyrjun 2005 Afkoma DeCode á árinu 2004 var neikvæð um 57,3 milljónir dala, eða um 3,5 milljarða króna. September 2001 Íslensk erfðagreining segir upp 200 af 650 starfsmönnum, en gengi bréfa fyrirtækisins hefur lækkað mjög mikið það sem af er árinu. Janúar 2003 JP Morgan mælir með kaupum á bréf- um í DeCode. Segir bréf fyrirtækisins of lágt metin. Gengið ætti að vera um 4-5 dalir en sé nú um 2 dalir. Október 2000 Gengi félagsins fer í fyrsta sinn undir 20 dali á hlut. Júlí 2000 Viðskipti hefjast með bréf DeCode á Nasdaq-hlutabréfa- markaðnum í New York. Útboðsgengi er 18 dalir á hlut, en viðskipti hófust á genginu 29,5. Nóvember 1997 Starfsmenn ÍE eru orðnir 90. Nóvember 1996 Íslensk erfðagreining ehf. hefur starfsemi. Starfs- menn eru 20 talsins. Janúar 2000 Ekkert lát á hækkun hlutabréfa í félaginu. Gengið komið í 50 dali á hlut og hefur því hækkað um 150 prósent á einu ári. Hæst fór gengi bréfa félagsins í 65 dali á gráa markaðnum á Íslandi. Júní 1999 Fjárfestingarbanki atvinnulífsins, Landsbankinn, Búnaðarbankinn og eignarhaldsfélagið Hof kaupa 17% hlut í DeCode Genetics, móðurfélagi ÍE, af bandarískum fjárfestum.Ætlunin að selja bréf- in áfram.Miðað við kaupgengi er markaðsvirði ÍE 500 milljónir dala, eða 37 milljarðar króna. Febrúar 1998 Fimm ára samstarfssamningur ÍE og svissneska lyfjafyrirtækis- ins Hoffmann-La Roche undir- ritaður. ÍE fær fimmtán milljarða króna samkvæmt honum. Ársbyrjun 1999 Gengi hlutabréfa ÍE er um 20 dalir á hlut. 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 SEGJA má að starfsmönnum Íslenskrar erfða- greiningar hafi frekar létt við þá tilkynningu að búið væri að finna nýja fjár- festa að fyr- irtækinu, að sögn Unnar Þor- steinsdóttur, for- stöðumanns erfðarannsókna hjá Ís- lenskri erfðagreiningu. „Það er alltaf erfið leið að fyr- irtæki fari í greiðslustöðvun, en nú eru væntanlega komnir að fyr- irtækinu fjárfestar sem eru til- búnir að veðja á okkur. Það er því almenn gleði meðal starfsmanna með þetta.“ Segir hún einnig mjög jákvætt að með þessu sé starfsemin á Ís- landi tryggð. „Starfsemin á Íslandi hefur verið burðarásinn í fyrirtæk- inu og mun halda áfram. Það er því eitthvað sem fjárfestarnir halda að geti skapað verðmæti og vonandi horfum við því fram á betri tíma.“ Um 170 stöður eru hjá Íslenskri erfðagreiningu nú, en starfsmenn fyrirtækisins eru hins vegar öllu fleiri. Ríflega tveir af hverjum þremur starfsmönnum eru með há- skólapróf, flestir í lífvísindum og tölvunarfræðum. Starfsmönnum létti við tilkynninguna Unnur Þorsteinsdóttir KÁRI Stefánsson mun, eins og aðr- ir hluthafar í DeCode Genetics, tapa eign sinni í fyrirtækinu við þær breytingar sem nú er unnið að. Hef- ur hann átt um 5 prósent hlutafjár og við lokun markaða í fyrradag var hann um 70 milljóna króna virði. „Peningar sem liggja í hlutabréf- um koma og fara og hafa ekki skipt mig feikimiklu máli í mínu lífi,“ seg- ir Kári. „Ég lít svo á að í breyting- unum nú felist persónulegur gróði fyrir mig þar sem verið er að vernda vinnustaðinn minn og ég mun geta unnið áfram að rannsókn- um sem skipta mig máli.“ Segir Kári að það sé mikil bless- un fyrir fyrirtækið að fá Earl Coll- ier til starfa sem forstjóra. „Hann er maður á mínum aldri með gríð- armikla reynslu í bandarísku við- skiptalífi á nákvæmlega því sviði sem við störfum á.“ Segir hann að saman muni þeir mynda tveggja manna framkvæmdastjórn þar sem þeir muni í sameiningu taka allar þær ákvarðanir sem skipti fyrirtæk- ið máli. „Ég mun hins vegar ein- beita mér að rannsóknum fyrirtæk- isins og þróun á greiningartækjum, en Collier að almennum rekstri og því að koma framleiðslu okkar í verð.“ Segir hann að eins og málið sé sett upp sé engin hætta á því að fyr- irtækið lendi í höndum fjárhags- legra hákarla. „Vissulega er sá möguleiki fyrir hendi að einhver bjóði hærra verð fyrir fyrirtækið en Saga Investments hefur gert. Gæði tilboðsins munu hins vegar ekki að- eins verða metin af verðinu. Þeir sem vilja kaupa verða að skuldbinda sig til að reka fyrirtækið í því formi sem það er núna, í samræmi við lög og reglur á Íslandi.“ Segir hann það mjög jákvætt að tekist hafi að fá til fyrirtækisins erlenda fjárfesta. „Það að fara í greiðslustöðvun er vissulega ekki gleðiefni, en lausnin á vandanum er hins vegar mjög já- kvæð. Í henni felst möguleiki á því að búa til eitthvað gott til fram- tíðar.“ Vernda vinnustaðinn  Kári Stefánsson segir enga hættu á því að Íslensk erfðagreining lendi í höndum fjárhagslegra hákarla  Vandi fyrirtækisins ekki gleðiefni, en lausnin jákvæð Morgunblaðið/Kristinn Hluturinn Kári Stefánsson mun tapa hlut sínum í DeCode, en segir mestu máli skipta að bjarga vinnustaðnum og störfum þeirra sem þar vinna. Upplýsingar í síma 896 5808 Jólakort 2009 Kári segir að engin ríkisábyrgð sé á skuldbindingum ÍE og hafi aldrei verið. „Alþingi setti lög um ríkisábyrgð án þess að við bæðum um slíkt og við höfum aldrei beðið um slíka ábyrgð. Þessi lög hafa heldur verið okk- ur til trafala en framdráttar.“ Segir hann að ekkert muni falla á íslenska ríkið eða ís- lenska banka þótt ÍE fari í greiðslustöðvun. Engin ríkisábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.