Morgunblaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 5
Fréttir 5INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009 JÓLAHLAÐBORÐIN virðast ætla að njóta mikilla vinsælda í ár, að sögn talsmanna þriggja staða sem bjóða gestum sínum upp á slíkar veitingar. Andrés James Andrésson í Veislu- turninum í Smáranum sagði að þar væri allt að verða uppbókað um helg- ar til jóla. Veisluturninn byrjaði með svonefndan „jólabrunch“ um síðustu helgi og verður með jólahlaðborð í hádeginu virka daga. Andrési finnst eftirspurnin vera mun meiri nú en í fyrra og tóku pantanir að berast í september. „Það eru allir sammála um að það sé miklu meira um að vera nú en í fyrra,“ sagði Andrés. „Það er bara hátíð í bæ hjá okkur, jólatrén eru komin upp og allt tilbúið.“ Silfur restaurant á Hótel Borg verður með jólahlaðborð í hádeginu og á kvöldin frá 27. nóvember og til jóla. „Það má segja að hvert einasta símtal nú sé um jólahlaðborð,“ sagði Guðrún Veronika Þorvaldsdóttir hjá Silfri. Henni þótti meira hafa verið hringt nú en á sama tíma í fyrra og sagði að mikið væri búið að bóka. Þegar er uppbókað suma daga. „Þetta kemur ekki á óvart. Það er alltaf svona um jólin. Þetta er alltaf jafn vinsælt,“ sagði Guðrún Vero- nika. Skíðaskálinn í Hveradölum býður upp á jólahlaðborð um helgar til jóla. Gestum er boðið að koma með rútu og á dansleik með lifandi tónlist eftir matinn og er svo ekið aftur til byggða. Vignir Guðmundsson veit- ingamaður sagði að töluvert mikið hefði verið spurt um jólahlaðborðið hjá þeim í ár en eftirspurnin hefði byrjað seinna en venjulega. Hann stílar mest inn á að fá hópa að jóla- hlaðborðinu. „Fólk er seinna til að taka ákvarð- anir en það var. Þetta er öðruvísi ástand,“ sagði Vignir. gudni@mbl.is Mikil ásókn í jólahlaðborðin  Veitingahús hafa vart undan við að bóka  Meira að gera nú en í fyrra MÖRGUM þykir það ómissandi þáttur í aðdraganda jóla að fara á jólahlaðborð. Veitingahús og veislusalir bjóða upp á jólahlaðborð með ólíkum áherslum og ívafi. Verðið er víða lægra í hádeginu en á kvöldin og dýrara um helgar en virka daga. Sum veitingahús bjóða upp á skemmtiatriði eða dansleiki jafnframt jólamatnum. Morgunblaðið/Kristinn Hitað upp fyrir jól HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? • Icelandair er í fyrsta sæti meðal evrópskra flugfélaga það sem af er árinu 2009 fyrir stundvísi á flugleiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna. • Í september var Icelandair í fyrsta sæti þegar skoðuð var stundvísi flugfélaga sem fljúga á stuttum og meðallöngum flugleiðum innan Evrópu. • Icelandair hefur á þessu ári verið í fyrsta sæti þegar litið er til áreiðanleika flugfélaga í Evrópusambandi flugfélaga, þ.e. Icelandair hefur aflýst flugi sjaldnar en allir aðrir. Kröfur í Landsbankann Stapi Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Gildi Lífeyrissjóður verslunarmanna Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 Lífeyrissjóður bankamanna Almenni lífeyrissjóðurinn Íslenski lífeyrissjóðurinn Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda LífeyrissjóðurVestfirðinga Eftirlaunasjóður stm.Hafnarfjarðar Sameinaði lífeyrissjóðurinn Kjölur lífeyrissjóður Eftirlaunasjóður íslenskra atvinnuflugmanna Festa lífeyrissjóður Frjálsi lífeyrissjóðurinn Stafir lífeyrissjóður Lífeyrissjóður bænda Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Lífeyrissjóður Hjúkrunarfræðinga Lífeyrissjóður verkfræðinga Lífeyrissjóður vestmannaeyja Séreignadeild lífeyrissjóðs tannlæknafélags Eftirlaunasjóður starfsmannaGlitnis Lífeyrissjóður akraneskaupstaðar Lífeyrissjóður StarfsmannaReykjavíkurborgar Lífeyrissjóður StarfsmannaReykjavíkurborgar Lífeyrissjóður hf. Eimskipafélags Íslands Samtryggingardeildar lífeyrissjóðs Lífeyrissjóðurinn skjöldur 38,2 9,1 5,6 5,3 4,4 4 3,4 3,4 3,1 3 3 2,7 2,1 2 1,8 1,7 1,5 1,4 0,8 0,9 0,6 0,3 0,23 0,2 0,2 0,15 0,07 0,045 0,031 0,016 99,242 ma. kr.Samtals: Lífeyrissjóðir Tölur eru í milljörðum króna Erlendir bankar Deutsche Bank 403 HSBC 30 Goldman Sachs 25,5 UBS 7,4 Merrill Lynch 6,9 JP Morgan 3,3 Íslenskir bankar Glitnir 94 Sparisjóðabankinn 77 NBI - Nýi Landsbankinn 72 Kaupþing 37 Straumur 25 Byr 3,8 Sjávarútvegsfyrirtæki Skinney Þinganes 1,1 Stálskip 0,3 Opinberir aðilar Fjármálaráðuneyti 82 Reykjavíkurborg 5,1 Sjávarútvegs&Land 0,08 Orkuveita Reykjavíkur 0,06 Reykjanesbær 0,5 Ýmsir Noord Holland-umdæmi 15 Lögregluumdæmi Lundúna 6,3 Chelsea Building Society 3,9 Star Energy 3,3 Bæjarsjóður Surrey 3,1 Oxford-háskóli 2,2 Bæjarsj. Stoke on Trent 0,6 Lögreglan í Dorset, Engl. 0,4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.