Morgunblaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 15
Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009 Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Mér finnst íslensk hönnun í prjónfatnaði skara fram úr. Ég hef kynnt mér prjónhönnun bæði í Noregi og í Bandaríkjunum. Og ís- lensku prjónablöðin eru svo flott að þar er margt sem mig langar til að prjóna,“ sagði Guðrún Hallgríms- dóttir prjónakona sem kom ásamt vinkonu sinni, Eydísi Þórsdóttur, á prjónakvöldi í Virkjun eitt fimmtu- dagskvöld fyrir skemmstu. Þar hitt- ast um 70 konur annað hvert fimmtu- dagskvöld, prjóna, skrafa og skiptast á skoðunum um þessa vinsælu iðju. Það small hátt í prjónunum sem mundaðir voru í Virkjun á síðasta prjónakvöldi þegar blaðamaður Morgunblaðsins leit þar inn. Prjóna- kvöldunum var komið á til þess að svara þörf tuga kvenna sem vildu koma saman og deila sameiginlegum áhuga. „Þannig var að Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, hafði samband við mig eftir að Þórunn Friðriksdóttir og Hallfríður Matthíasdóttir höfðu viðrað þá skoðun við hana að koma á prjónakvöldum,“ sagði Harpa Jó- hannsdóttir sem lengi stjórnaði handverksmarkaði Gallerýs Bjargar. Þegar starfsemin þar fór í frí skap- aðist grundvöllur til að koma prjóna- kvöldunum á og Hörpu bauðst að- staða í Virkjun. „Það hefur verið mikil prjónavakn- ing í samfélaginu og við erum mjög ánægðar með aðsóknina. Hér eru að koma yfir 70 konur á kvöldi, alveg frá 10 ára stelpum sem koma með mæðrum sínum og upp í áttræðar konur. Við erum alltaf með ein- hverjar kynningar á prjónakvöld- unum, enda svo ótrúlega mikið til af prjónavörum,“ sagði Harpa, sem stjórnaði af röggsemi ásamt Þórunni og Hallfríði. Þráðurinn tekinn upp að nýju „Ég hef alltaf haft gaman af því að prjóna og sauma og gerði nokkuð af því hér áður fyrr. Svo var ég upp- tekin við barnauppeldi og lagði handavinnuna til hliðar. Fyrir um hálfu ári tók ég upp þráðinn að nýju. Það var fyrst og fremst þessi mikla prjónavakning í samfélaginu sem ýtti við mér. Ég er enn í barnaupp- eldi og námi þar að auki,“ sagði Ey- dís í samtali við blaðamann. Hún prjónaði peysu með kassamynstri og klæddist einni heimaprjónaðri. „Ís- lenskar prjónavörur eru mjög dýrar og þegar ég sá allar þessa flottu prjónavörur á ferðalögum um landið í sumar langaði mig til að fara að prjóna aftur. Ég er því að byrja aftur eftir margra ára hlé,“ sagði Guðrún sem kvaðst jafnframt hafa notið leið- sagnar Eydísar, m.a. við að prjóna kápu á dóttur sína sem var á prjón- unum. Eins og sást á breiðum hópnum, er prjón fyrir alla og aldrei of seint að læra iðjuna eða taka þátt í prjóna- kvöldunum. Þær konur sem blaða- maður ræddi við voru allar mjög ánægðar með framtakið, sögðu að gott væri að hitta aðrar konur við sömu iðju, skiptast á skoðunum og fá leiðsögn. Umsjónarkonurnar Harpa, Þórunn og Hallfríður vinna öll sín störf við prjónakvöldin í sjálfboða- vinnu, en frjáls framlög eru þegin fyrir kaffi og meðlæti svo hægt sé að bjóða upp á léttar veitingar á þessum kvöldum. „Svo margt sem mig langar til að prjóna“ Sjálfboðaliðar Þórunn Friðriksdóttir, Harpa Jóhannsdóttir og Hallfríður Matthíasdóttir eru ánægðar með prjónavakninguna. Stór hópur kvenna tekur þátt í prjónakvöldum í Virkjun á Ásbrú Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Þráðurinn tekinn upp Vinkonurnar Eydís Þórsdóttir og Guðrún Hallgrímsdóttir leyfðu sköpunargleðinni að njóta sín á prjónakvöldi í Virkjun eitt fimmtudagskvöld fyrir skemmstu. Tvö prjónakvöld verða fram að jólum, 19. nóvember og 3. des- ember. www.virkjun.net. Greiðslujöfnun íbúðalána Lán Íbúðalánasjóðs verða greiðslujöfnuð frá og með 1. desember 2009 Áætluð lækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði er allt að 17% Afþakka þarf greiðslujöfnun fyrir 20. nóvember Nánari upplýsingar ásamt tilkynningu um afþökkun er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.