Morgunblaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009 ✝ Ingibjörg Char-lotte Krüger fæddist í Stykk- ishólmi 14. ágúst 1931. Hún lést á Lundi dvalarheimili aldraðra á Hellu 9. nóvember 2009. Foreldrar hennar voru Jakobína Helga Jakobsdóttir, f. 5.4. 1902, d. 24.9. 1987 og Arelíus Gestur Sólbjartsson, útvegs- bóndi í Hrappsey á Breiðarfirði, f. 6.6. 1901, d. 13.4. 1991. Systkini henn- ar voru Jakob Kristinn, f. 27.6. 1926, d. 1.11. 2000, Bryndís Mar- grét, f. 29.8. 1927, búsett í Kaup- mannahöfn, Bergljót Guðbjörg, f. 9.9. 1928, d. 11.11. 1999, Ólafur Helgi, f. 1.12. 1929, d. 20.1. 2004, Jósef Berent, f. 30.12. 1932, Sól- björt, f. 11.2. 1934, Bergsveinn Eyland, f. 2.1. 1937 og Jónína, f. 17.12. 1940, d. 30.9. 2001. Ingibjörg giftist 7.3. 1959 Ragnari Krüger járnsmiði, f. 29.10. 1932, d. 26.10. 1995. Börn þeirra: 1) Agnes, f. 7.7. 1964, í sambúð með Gunnari Birni Eyj- ólfssyni, f. 1.2. 1960. Börn: Ingibjörg Ragna, f. 27.11. 1985, Elisabeth Patriarca, f. 16.3. 1988, Stefanía Ósk, f. 2.6. 1998, Ólafur Bjarni, f. 3.11. 1999, Kristín Helga f. 9.2. 2002 og Guðbjörg Elín, f. 3.2. 2008. 2) Stefán Hafþór, f. 19.12. 1966, d. 30.1. 1994. 3) Ragnar átti fyrir dóttur, Guð- rúnu Rögnu, f. 4.6. 1954, synir hennar eru Ragnar Már, Arnþór Elmar, Óttar Erling og tvíburarnir Valgeir og Berg- þór. Ingibjörg bjó lengst af í Kópa- vogi og vann við saumaskap. Ingi- björg og Ragnar ráku Ljósrit- unarstofu Sigríðar Zoëga í 15 ár. Síðustu árin bjó hún hjá dóttur sinni á Hvolsvelli og síðast á Lundi, dvalarheimili aldraðra á Hellu. Útför Ingibjargar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, miðviku- daginn 18. nóvember, og hefst at- höfnin kl. 13. Elsku besta amma mín, […] Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna (Jóhann Sigurjónsson.) Það geta engin orð lýst því hve sárt ég sakna þín, hversu sárt ég sakna þess að heyra rödd þína og hversu sárt ég sakna þess að vera í nærveru þinni. Seinustu dagarnir með þér eru mér ómetanlegir. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig eftir allan þann tíma sem við áttum saman. Þú varst alltaf til staðar sama hvað það var, í gleði og sorg. Þú stóðst með mér í gegn- um þykkt og þunnt og þú varst besta amma sem hægt var að hugsa sér en einnig vinkona mín sem ég gat treyst fyrir öllu. Mér finnst óbærilegt að hugsa til þess að geta ekki komið til þín og sagt þér hvað á daga mína hefur drifið, jafnvel þótt það væri bara einu sinni enn. En mest af öllu sakna ég þess að geta ekki haldið utan um þig og fundið hlýjuna frá þér. Um kinnarnar renna tárin til marks um öll árin. Hjartað heldur um sárin, en rauðleit augun fela hárin. (Elisabeth P.) Amma, ég veit að ef þú myndir sjá mig núna myndirðu taka utan um mig og segja mér að vera sterk. Styrkleiki var eitt af því sem einkenndi þig. Þú varst alltaf kletturinn í fjölskyldunni. Jafnvel eftir að þú veiktist léstu veikindin ekki setja mark sitt á þig heldur barðist þú gegn þeim fram að lokastundu. Fyrir það ertu hetjan mín. Þegar ég hugsa til baka um allar stundir okkar saman er eitt sem stendur upp úr; brosið þitt. Þetta fallega bros fær mig alltaf til að brosa, það fær mig til að hugsa um þá gleði sem fylgdi þér. Þú tókst lífinu fagnandi með bros á vör. Hver dagur var ávallt nýr og fag- ur. Þú varst eins og engill. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. En helst af öllu vil ég þakka þér fyrir að vera stór hluti af lífi mínu, þú ert sú sem hafðir svo mikil áhrif á þá manneskju sem ég er í dag. Ég mun hugsa til þín sem kraftmikillar konu sem geislaði af, þú ert konan sem ég lít upp til um aldur og ævi, þú ert fyrirmyndin mín. Elsku amma, seinustu dögunum með þér mun ég aldrei gleyma. Að hafa fengið að halda í höndina á þér, að hafa fengið tækifæri til að segja þér hvað mér lá á hjarta, segja þér hvað mér þykir vænt um þig og að geta fengið að kveðja þig í hinsta sinn færir mér frið á viss- an hátt. Ég kveð þig með trega í hjarta en innst inni veit ég að þú ert á betri stað. Þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Guð blessi þig. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma :,:Svo vöknum við með sól að morgni.:,; (Bubbi Morthens.) Elisabeth Patriarca, barnabarn. Elsku ástkæra mamma, tengda- mamma og amma okkar. Við þökkum fyrir það, að fá að hafa fengið að vera með þér síð- ustu dagana í lífi þínu og kveðja þig. Það fá engin orð því lýst hvað við söknum þín mikið. Skyndilega eftir hægfarandi hrörnunarsjúkdóm varð tilveran ekki söm, hún varð dimm og tóm- leg. Fallega brosið horfið og fal- lega röddin þín er hljóðnuð. Við fáum ekki að sjá brosið þitt og glettnina í augum þínum. Það er sárt að sjá á eftir mömmu, tengda- mömmu og ömmu okkar. En minn- ingin um þessa indælu, dugmiklu og elskulegu konu, lifir með okkur og veitir okkur styrk inn í framtíð- ina. Það var stutt í gamansemina hjá Ingibjörgu, hún gat alltaf séð spaugilegu hliðarnar á öllu og vildi öllum vel. Minningarnar streyma og við brosum gegnum tárin, þeg- ar við lítum til baka. Það eru margir sem sakna hennar, þar á meðal barnabörnin sem grétu svo sárt þegar þau fréttu að hetjan þeirra væri dáin. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Það er vissulega huggun harmi gegn að geta verið þess fullviss að nú er hún í himnahæðum hjá Guði. Blessuð sé minning Ingibjargar Charlottu Krüger og megi Guð taka henni opnum örmum. Við munum sakna þín elsku mamma og amma mín. Hjörtu okkar brostin geyma tárin niður kinnar streyma. (Agnes Charlotte.) Agnes Charlotte Krüger, Gunnar Björn Eyjólfsson og barnabörn. Ingibjörg systir mín fæddist í Stykkishólmi og bjó fyrstu árin þar. Pabbi og mamma okkar fluttu út í Bjarneyjar á Breiðafirði er enga vinnu var að hafa í Hólm- inum. Faðir okkar vissi að það var mikil matarkista allt í kringum eyjarnar, enda fæddur og uppal- inn þar. Þegar pabbi var barn var fjölmennt í þessum eyjum, enginn þurfti að svelta. Þarna voru nokkrar fjölskyldur búsettar. Karlarnir fóru á sjóinn og komu að landi með fulla báta af alls kon- ar fiski. Þeir veiddu einnig seli og lunda og úr öllu þessu varð hinn besti matur. Þar að auki voru kindur og kýr í eyjunum. Far- kennari kom í eyjuna og dvaldi hann hjá foreldrum okkar, en stof- an var tekin undir kennsluna. Í sjö ár bjuggu þau í Bjarneyjum, en síðar keyptu foreldrar okkar Hrappsey á Breiðafirði sem er önnur stærsta eyjan á Breiðafirði. Þar bjuggu þau þar til börnin fluttu að heiman. Foreldrar okkar fluttu í Stykkishólm aftur en þau áttu eyjuna og nytjaði pabbi hana, hirti dún og egg og hafði kindur þar á meðan hann lifði. Inga, eins og hún var alltaf köll- uð, fór til Reykjavíkur í vinnu hjá Sigríði Zoëga ljósmyndara og vann þar í nokkur ár. Þá fór hún á Húsmæðraskólann á Staðarfelli. Eftir námið vann hún sem verk- stjóri hjá Lárusi G. Lúðvíkssyni. Inga giftist Ragnari Krüger ár- ið 1959 og bjuggu þau fyrst í Mávahlíð 32. Á þeim tíma fóru þau alltaf vestur til mömmu og pabba á sumrin. Þar sigldu þau um sund- in blá og syntu í ylvolgum sjónum á þessari paradísareyju. Þau tíndu egg og dún með pabba því Hrapp- sey er enginn smá hólmi, henni til- heyra 52 eyjar, stórar og smáar. Inga mín naut þess að fara í kyrrðina með Ragga sinn og síðar börnin er þau komu, Agnesi og Stefán. Síðar keyptu þau stórt parhús í Kópavogi og bjó Kon- cordía, tengdamóðir Ingu, þar hjá þeim. Inga fór að taka saumaskap heim til sín þegar börnin voru lítil. Hún var ákaflega dugleg, hand- lagin, fór í myndlist og málaði og teiknaði jafnt kjóla, peysur, kápur og skartgripi. Síðar keyptu þau Ljósritunarstofu Sigríðar Zoëga. Ragnar lést í hjartaaðgerð árið 1995, en aðeins ári áður misstu þau, Stefán son sinn. Þetta voru henni erfiðir tímar. Hún fór að vinna hjá Myllunni og keypti sér fallega íbúð í Kópavogi og var þar þangað til hún fór austur til Agnesar og Gunnars. Við Inga vorum ákaflega sam- rýndar, fórum út, hlógum og döns- uðum. Eitt sinn er við vorum ung- ar ákváðum við fyrir tilviljun að prófa gömlu dansana. Þetta var afdrifarík ákvörðun því þar hitti Inga eiginmann sinn. Eftir það fórum við þrisvar í viku, en þá gat fólk skemmt sér án áfengis. Það var sorglegt að horfa á Ingu hverfa smám saman þegar sjúkdómurinn tók yfirhöndina, og geta ekki notið allra þeirra hæfi- leika sem safnast upp á langri ævi. Það var mér dýrmætt að sjá hve vel var annast um hana að Lundi á Hellu og vil ég færa starfsfólkinu mínar bestu þakkir. Mínar inni- legu samúðarkveðjur til þín elsku Agnes, Gunnar og börn. Sólbjört Gestsdóttir. Elsku Inga móðursystir mín er látin eftir erfið veikindi undanfar- in ár. Þær systur voru mjög nánar og því mikill samgangur milli fjö- skyldnanna. Inga lét ekki fara mikið fyrir sér, með sitt blíða bros og þægilega viðmót en það efaðist enginn um þann kraft sem í henni bjó. Inga og Ragnar voru samrýnd hjón, nægjusöm og einstaklega barngóð. Þegar ég var barn áttu þau rússajeppa sem þau keyrðu um landið og notuðu einnig til að gista í. Þetta fannst okkur snið- ugt. Inga var mikil saumakona og vann heima við þá iðju meðan börnin, Agnes og Stefán, voru yngri. Raggi vann þá í Héðni og þótti mér gaman að fara á jóla- skemmtanirnar með þeim. Síðar söðluðu þau um og ráku Ljósrit- unarstofu Sigríðar Zoëga í 15 ár. Eitt sinn tóku mamma og Inga upp á því að fara með okkur börn- in út í Hrappsey í sumarfríinu. Bergsveinn bróðir þeirra fór með okkur á Röstinni út í eyju. Mamma og Inga tóku húsið í gegn, sem ekki var búið í lengur. Húsið breyttist í skemmtilegt sumarhús á augabragði og eldað við frumstæðar aðstæður. Við börnin lékum okkur í flæðarmál- inu, hlupum um eyjuna, náðum okkur í harðfisk á trönunum hans afa. Þetta var ævintýraheimur. Eitt skipti ákváðum við að ganga á fjöru út í smáeyjarnar sem eru við heimaeyjuna og ferðinni var heitið í þá eyju þar sem grjótið er hvítt með undarlega draumkennd- um lit. Þetta gekk eftir en við höfðum ekki reiknað tímann milli flóðs og fjöru rétt út. Þannig að þegar við áttum eitt sund eftir yfir í heimaeyjuna í bakaleiðinni þá var farið að flæða það mikið að við gátum ekki gengið yfir sundið. Það var ljóst að við þessum að- stæðum varð að bregðast. Þar sem Inga var hærri en mamma ákváðu þær að hún skyldi leggja á sundið. Inga náði sér í spýtu, hélt henni fyrir framan sig og óð yfir. Hún mátti ekki seinni vera því sjórinn náði henni upp undir hendur. Þetta tókst sem betur fer og lýsir vel kraftinum sem í henni bjó. Ég, mamma og Agnes fundum okkur hellisskúta því það byrjaði að hellirigna og við kveiktum í þurru þanginu til að ylja okkur. Inga, Ástmar og Stefán komu svo á ára- báti og sóttu okkur út í eyjuna. Hríðskjálfandi með heitt kakó sát- um við svo hlæjandi og mikill létt- ir að vera komin í hús. Ég kveð þig Inga mín með þakklæti í huga og bið góðan Guð að geyma þig. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Agnesar, Gunnars og barna. Jóhanna Rósa Arnardóttir. Ingibjörg Charlotte Krüger                          ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, HALLBERGS SIGURJÓNSSONAR, Stuðlaseli 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsmanna Strætisvagna Reykjavíkur og heimilis- og starfsfólks í Stuðlaseli 2. Sigurður Sigurjónsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Alda Rut Sigurjónsdóttir, Ólafur Haraldsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÚLFAR HARALDSSON verkfræðingur, Seiðakvísl 30, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 11. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. nóvember kl. 13.00. Margrét Ríkarðsdóttir, Haraldur Úlfarsson, Elín Helena Bjarnadóttir, Ríkarður Úlfarsson, Berghildur Magnúsdóttir, Ásdís Úlfarsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞORBJÖRG GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR, myndhöggvari, Sjafnargötu 14, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 19. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Geðhjálp og Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Stefán Andrésson, Þórunn Andrésdóttir, Katrín Andrésdóttir, Gunnar Kristjánsson, Þóra Andrésdóttir, Gunnar H. Roach, Andrés Narfi Andrésson, Ása Sjöfn Lórensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.