Morgunblaðið - 18.11.2009, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
2012 kl. 6 - 9:15 B.i.10 ára
Paranormal Activity kl. 6 - 8 -10 B.i.16 ára
Broken Embaces kl. 5:20 B.i.12 ára
Zombieland kl. 8 - 10 B.i.16 ára
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM
30.000
MANNS!
Sýningum fer
fækkandi
ÁÐUR ÓSÉÐ MYNDEFNI SEM
HEIMURINN HEFUR BEÐIÐ EFTIR
SÝND ÚT NÓVEMBER
SÖKUM VINSÆLDA!
HHH
-E.E., DV
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SUMIR DAGAR...
34.000MANNS!
EIN VINSÆLASTA MYND ÁRSINS!
FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY OG THE DAY AFTER TOMORROW
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
2012 kl. 5:45 - 9 B.i.10 ára
Desember kl. 6 - 8 - 10 B.i.10 ára
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára
Jóhannes kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
2012 kl. 6 - 9 B.i.10 ára
This is It kl. 10 LEYFÐ
Jóhannes kl. 6 - 8 LEYFÐ
„2012 er Hollywood-rússíbani
eins og þeir gerast skemmtileg-
astir! Orð frá því ekki lýst hvað
stórslysasenurnar eru öflugar.”
T.V. - Kvikmyndir.is
Stórslysamynd eins og
þær gerast bestar.
V.J.V - FBL
„...þegar líður á verður spennan
þrælmögnuð og brellurnar ger-
ast ekki flottari“
„2012 er brellumynd fyrir augað
og fín afþreying sem slík“
S.V. - MBL
STÆRSTA FRUMSÝNING ÁRSINS!
VINSÆLASTA
MYNDIN
Á ÍSLANDI
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR
Var annað hægt en að smellasér á tónleika Þursaflokksinsnúliðinn laugardag á NASA?
Tónleikarnir enda auglýstir sem
lokatónleikar, eitthvað sem kom
manni í gírinn. Svo voru þetta víst
orðnir lokatónleikar í bili, en það
breytti engu. Maður fylltist frekar
feginleika við að heyra það. Ég vona
nefnilega innilega að leiðtogi hóps-
ins, Egill Ólafsson, geri alvöru úr
þeim hugmyndum sínum að nýta
þetta hugarfóstur sitt eitthvað frek-
ar í framtíðinni og þá til nýsmíða.
Forsendur eru fyrir hendi, enda svo
greinilegt að þessi sveit er Agli afar
hjartfólginn og greinilega nokkurs
konar kjörvettvangur fyrir þennan
mikla listamann hvað tónlist-
arsköpun varðar.
Upprisa Þursaflokksins átti sérstað í snemmárs í fyrra, en þá
lék hann í Laugardalshöll ásamt
Caputhópnum. Þrjátíu ár voru þá lið-
in frá því að fyrsta plata flokksins,
samnefnd honum, kom út og í kring-
um tónleikana var forláta Þursa-
askja gefin út, þar sem allar útgefnar
plötur sveitarinnar var að finna auk
plötu með sjaldgæfu og áður
óheyrðu efni. Þegar fornfrægar og
dáðar hljómsveitir standsetja slík
„kombökk“ – og taka bara eitt gigg –
er fólk eðlilega á tánum, bísperrt og
spennt. Væntingarnar og tilhlökk-
unin nær oft að hífa slíka tónleika
upp, meðalgóðir tónleikar verða frá-
bærir, einfaldlega af því að fólk neit-
ar að trúa öðru. Sumar sveitir snúa
hins vegar aftur og blóðmjólka í kjöl-
farið; spila og spila án þess endilega
að hafa einhverja innistæðu fyrir því.
Þursarnir fóru hins vegar nokk-
urs konar milliveg, leið sem hefur
reynst mjög svo affarasæl. Stuttu
eftir Laugardalshallartónleikana
léku þeir „strípaðir“, þ.e. án Caput,
norður á Akureyri og eiga þeir sem
þá tónleika sáu vart orð til að lýsa
dýrðinni. Þursar hafa svo tekið örfá
gigg eftir það, farsæl mjög. Maður
losnar við heilagleikaslepjuna því að
í einhverjum skilningi voru þessir
tónleikar á NASA einfaldlega þeir
„næstu“. Bragurinn yfir var því af-
slappaður, við fengum einfaldlega
að fylgjast með einni af allra bestu
sveitum Íslandssögunnar á feikna-
flugi; spilamennska þétt og góð en
það sem mest var um vert – menn
nutu þess sýnilega að spila þessa
stórkostlegu lög; drifkrafturinn
fyrst og síðast hrein ást á tónlistinni
sem fram var borin fremur en eitt-
hvað annað og vafasamara.
Fyrir hlé var áhersla lögð á tværfyrstu plöturnar er sveitin
stundaði sína einstöku sambræðslu á
þjóðlagatónlist, rokki og djassi; sam-
bræðslu sem gat af sér einstakt og
séríslenskt proggrokk. Að hlusta á
lög eins og „Æri-Tobbi“, „Brúð-
kaupsvísur“ og hið magnaða
„Skriftagangur“ í þessum „lifandi“
aðstæðum var gæsahúðarmyndandi.
Byrjunin á „Skriftagangi“ er svo fal-
leg, dramatísk og dulúðug að mér
verður helst hugsað til annarrar
öndvegissveitar íslenskrar, Sigur
Rósar, til að finna samanburð. Mað-
ur þekkir nefnilega Þursana það vel
að manni hættir stundum til að
gleyma hversu ótrúleg þessi lög
raunverulega eru. Byggingin, mel-
ódían, útsetningar, söngur, spila-
mennska og þessi ótrúlega fram-
sæknu hliðarspor; allt þetta gerir
mann orðlausan. Eftir hlé voru lög
af Gæti eins verið … í forgrunni,
þeirri ótrúlegu plötu þar sem er að
finna samslátt nýbylgjurokks og
hins einstaka Þursahljóms. „Gegn-
um holt og hæðir“, „Pínulítill kall“
og „Vill einhver elska?“ eru slíkar
smíðar að maður veltir því ósjálfrátt
fyrir sér hvernig mönnum gat dottið
í hug að semja svona lög. Hrein
snilld.
Þursarnir áttu tiltölulega stuttan
líftíma en afköstin voru ótrúleg; þró-
un hljómmálsins með hreinum ólík-
indum og verkaskráin er ein sú til-
komumesta í íslenskri
dægurtónlistarsögu.
En nú eru Þursar horfnir sjónum.
Í bili. Í bili Egill, mundu það …
arnart@mbl.is
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
» Byrjunin á „Skrifta-gangi“ er svo falleg,
dramatísk og dulúðug
að mér verður helst
hugsað til annarrar önd-
vegissveitar íslenskrar,
Sigur Rósar.
Tekið á honum stóra sínum
Sjö sinnum … Tómas og Egill á
Þursaæfingu.
Morgunblaðið/Golli
Hlíðaskóli
Hagaskóli
Morgunblaðið/ÓmarBorgaskóli